Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 10
10 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR EINMANA STUÐNINGSMAÐUR Nokkuð var um stuðningsmenn skoska fót- boltaliðsins Celtic í Gautaborg í gær en þar fór fram úrslitaleikur Evrópukeppni félags- liða milli Marseille og Valencia. Stuðnings- menn Celtic keyptu miðana þegar þeir bjuggust við því að lið þeirra kæmist í úr- slitin annað árið í röð en í fyrra voru margir of seinir að tryggja sér miða á úrslitaleikinn. Frjálsa flugmannafélagið gagnrýnir vinnubrögð for- ráðamanna flugfélagsins Atlanta: Virða ekki samninga stéttarfélags flugmanna ATVINNUMÁL Flugfélagið Atlanta hefur hafið þjálfun nokkurra flug- manna sem fengnir eru frá er- lendri áhafnarleigu og bjóðast mun lakari kjör en sambærilegum íslenskum flugmönnum hér á landi. Þetta er gert eftir að Frjálsa flugmannafélagið, sem í er meiri- hluti flugmanna félagsins, fór fram á að Atlanta virti kjarasamn- inga og réði flugmenn eftir starfs- aldurslista. Á það féllst flugfélagið ekki, enda mun dýrara að ráða vana menn en óvana. Flugmenn- irnir eru í þjálfun vegna nýrra verkefna Atlanta fyrir spænska flugfélagið Iberia en sá samningur færir Atlanta um 5,8 milljarða króna næstu tvö árin. „Frjálsa flugmannafélagið hef- ur ítrekað reynt að koma til móts við Atlanta gegnum tíðina en nú er mælirinn orðinn fullur,“ segir Haraldur Óskarsson, formaður félagsins, en hann segir fyrirtæk- ið vísvitandi virða kjarasamninga að vettugi. „Samskipti okkar við Atlanta eru orðin nánast engin og það virðist ekki vera neinn vilji innan fyrirtækisins til að virða samninga við okkur. Sérstaklega á það við eftir að Magnús Þorsteins- son stjórnarformaður kom að fyr- irtækinu.“ Velta Atlanta á þessu ári er áætluð 74 milljarðar króna, tvö- falt það sem Icelandair velti á síðasta ári. Talsmaður Atlanta svaraði ekki skilaboðum blaða- manns. ■ Kveiktu í á meðan íbúar voru inni Aðalmeðferð ákæru yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal fór fram í gær. Húsráðendur voru inni í húsinu þegar bruninn varð. Þremenningarnir segja húsráðanda hafa skotið á einn þeirra. DÓMSMÁL Aðalmeðferð ákæru yfir þremur mönnum sem kveiktu í íbúðarhúsi í Laugardal í júlí á síðasta ári fór fram í gær. Húsráðendur, maður og kona, voru inni í íbúðinni þegar kveikt var í. Var eldurinn laus í for- stofu, auk þess sem logaði í úti- dyrahurð og útidyratröppum hússins, að því er fram kom í réttarhöldunum. Sakborningarnir þrír segjast hafa átt sökótt við húsráðanda vegna þess að hann hafi skuldað þeim haglabyssu. Sérstaklega hafi hann átt í útistöðum við einn þeirra og skotið á hann. Morguninn sem íkveikjan var gerð höfðu þremenningarnir ver- ið við áfengis- og fíkniefnaneyslu á heimili eins þeirra, að sögn sak- borninganna. Þá hafi húsráðandi komið til tals og þeir ákveðið að kveikja í utan við hús hans. Að sögn þremenninganna bönkuðu og spörkuðu þeir ítrekað á útidyrahurðina til þess að at- huga hvort húsið væri mannlaust áður en þeir helltu bensíni á tröppurnar og báru eld að. Þeir hafi ekki orðið varir við manna- ferðir og því talið enginn væri heima. Þeir segja aldrei hafa verið ætlunina að kveikja í húsinu sjál- fu, aðeins hafi átt að kveikja í tröppunum. Hurðin hafi þó brotn- að við að sparkað var í hana. Þeir segjast hafa yfirgefið vettvang- inn örstuttri stundu síðar. Húsráðendur segja ekki hafa verið bankað á hurðina en þau hafi vaknað upp við tvö þung högg á hurðina og gelt í þremur hund- um sem voru í íbúðinni. Hurðin hafi verið brotin upp og þau síðan orðið vör við eldinn. Þau segjast hafa séð til mannanna þriggja hlaupa í átt frá húsinu. Húsráðendur segjast ekki hafa þorað út úr húsinu þar sem þau hafi ekki verið viss um hvort mennirnir væru farnir. Hins veg- ar hafi verið mögulegt að fara út um svaladyr í hinum enda húss- ins, sem þau hafi að lokum gert þar sem húsið hafi fljótt fyllst af reyk. Húsráðandi segir einn þre- menninganna einu sinni hafa hót- að að drepa sig á heimili vina- fólks. Honum hafi ekki verið kunnugt um illdeilur við hina tvo. helgat@frettabladid.is Endurfjármögnun kísilduftverksmiðju ekki lokið: Fólk tvístígandi um horfur við Mývatn KÍSILIÐJAN Enn hefur ekki tek- ist að endurfjármagna fyrir- hugaðan kísilduftsrekstur í Mývatnssveit. Vonast er til að kísilduftsverksmiðja taki við af kísilgúrvinnslunni úr Mývatni, sem lýkur um næstu áramót. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir framhaldið óvíst. Fulltrúar starfsfólks Kís- iliðjunnar og Svæðismiðlun- ar Norðurlands eystra skipa nefnd sem fylgist með lokun Kísiliðjunnar í Mývatns- sveit. Hún ákvað á fundi 6. maí að Svæðismiðlunin færi yfir stöðuna með starfs- fólkinu. Helena Karlsdóttir, lög- fræðingur hjá Svæðis- miðluninni, segir starfsvið- töl standa yfir en erfitt sé að spá um niðurstöðu þeirra. „Eðlilega er fólk tvístígandi um það hvað gerist. Það lifa allir í voninni að fjármögnun takist og nýtt fyrirtæki verði byggt upp,“ segir Helena. ■ Vextir átta prósent að ári: Áhyggjur af ríkis- fjármálum EFNAHAGSHORFUR Greiningardeild Landsbankans spáir því að stýri- vextir Seðlabankans verði komn- ir í átta prósent um mitt næsta ár. Stýrivextirnir eru nú 5,5 pró- sent. Þá muni verðbólgan fara í 3,7 prósent um mitt þetta ár og haldast á svipuðu róli út árið. Landsbankinn segir stöðuna í ríkisfjármálum nokkuð áhyggju- efni og ólíklegt að stjórnvöld nái markmiðum sínum og snúi halla- rekstri í umtalsverðan afgang á þessu og næsta ári. Greiningardeild Landsbankans telur ólíklegt að launaskrið og þensla á vinnumarkaði verði eins og varð á árunum 1997–2000. Margt bendi hins vegar til þess að vinnu- markaðurinn muni gegna lykil- hlutverki við að varðveita stöðug- leika í komandi uppsveiflu. ■ Ríkissaksóknari ákærir: Lagði til manns með hnífi DÓMSMÁL Kona á fimmtugsaldri hefur verið ákærð af ríkissak- sóknara fyrir að hafa lagt til manns með hnífi í október á síð- asta ári. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í byrj- un júní. Konan er sökuð um að hafa lagt til mannsins þar sem hann stóð í anddyri íbúðar sinnar í Breiðholti. Maðurinn hlaut 2,5 sentímetra langt sár á framhand- legg og eins sentímetra langt sár á handarbaki. ■ ÍBÚÐARHÚSIÐ SEM KVEIKT VAR Í Þrír menn kveiktu í heimili manns sem þeir segja hafa skuldað þeim haglabyssu. KÍSILIÐJAN 75 stöðugildi hverfa úr atvinnulífi hrepps- ins náist ekki að fjármagna kísilduftverk- smiðju sem starfa á í stað kísilvinnslunn- ar úr Mývatni. Talið er að tekjur sveitar- félagsins dragist saman um helming, ná- ist ekki að byggja upp annan rekstur í stað Kísiliðjunnar. ATLANTA FÆRIR ÚT KVÍARNAR En stjórn fyrirtækisins er ekki reiðubúin að koma til móts við íslenska flugmenn með neinum hætti. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M 350 þúsund króna bætur: Sat að ósekju í gæsluvarð- haldi DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti Héraðsdóm Reykjavíkur þess efnis að íslenska ríkinu bæri að greiða manni 350 þúsund krónur fyrir að hafa sætt gæsluvarðhaldi að ósekju. Maðurinn sat í gæsluvarðhaldi eftir að hafa verið framseldur frá Hollandi vegna gruns um aðild að hvarfi Valgeirs Víðissonar. Hæstarétti fannst að ekki hefði verið sýnt fram á að þörf hefði verið að hafa manninn lengur en þrjá daga í gæsluvarðhaldi. ■ ■ ÍRAK BROTIÐ GEGN FRELSI FJÖLMIÐLA „Ástand fjölmiðlafrelsis í Írak er slíkt að það vekur mönnum áhyggjur,“ segir í yfirlýsingu International Press Institute, al- þjóðlegra samtaka fjölmiðlafólks. Þar segir að Bandaríkjaher brjóti gegn fjölmiðlafrelsi og sé slæm fyrirmynd væntanlegri ríkis- stjórn Íraks.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.