Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 4

Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 4
4 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR Ertu sátt/ur við fjölmiðlafrum- varpið í núverandi mynd? Spurning dagsins í dag: Fórstu í bíó í vetur? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 68% 32% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Um tíu sagt upp um mánaðamótin: Fleiri uppsagnir hjá varnarliðinu UPPSAGNIR Um tíu íslenskum starfsmönnum verður sagt upp störfum hjá flotastöð varnarliðs- ins nú um mánaðamótin. Fulltrú- um stéttarfélaga voru kynntar fyrirhugaðar breytingar á starfs- liði varnarstöðvarinnar í gær- morgun. Á annan tug starfsmanna varnarliðsins var sagt upp störf- um um síðustu mánaðamót. Hagræðing í rekstri hefur orð- ið til þess að störfin verða lögð niður en í athugun er að nokkur störf Bandaríkjamanna verði skipuð íslenskum starfsmönnum á næstunni. Þá hefur verið aug- lýst eftir liðlega tíu umsækjend- um í sumarafleysingar í mötu- neyti og á skrifstofur og sex iðn- aðarmönnum í fasta vinnu. Einnig hafa tuttugu ný störf skapast hjá nýju fyrirtæki í veitingarekstri á varnarstöðinni. Þeim sem sagt verður upp störf- um um mánaðamótin hafa frá ein- um og upp í sex mánuði í uppsagn- arfrest og er þeim heitið aðlögun við atvinnuleit. Í fréttatilkynningu frá varnarliðinu segir að uppsagn- irnar hafi ekki áhrif á skyldur flotastöðvarinnar né á þjónustu við varnarliðið. Þá segir að þær snerti ekki varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. ■ Börn og unglingar lágu eftir í blóði sínu Tíu börn og unglingar hið minnsta létust þegar ísraelskir skriðdrekar skutu á þúsundir mótmælenda í flóttamannabúðunum í Rafah. Tugir til viðbótar særðust, flestir þeirra undir átján ára aldri. GAZA Tíu palestínsk börn og ung- lingar létu lífið þegar ísraelskir skriðdrekar skutu á hóp þúsunda mótmælenda í Rafah-flótta- mannabúðunum. 50 til viðbótar særðust í árásinni, flestir þeirra undir átján ára aldri. 23 voru al- varlega særð og þrettán í „von- lausu ástandi“ eftir því sem embættismaður í palestínska heil- brigðisráðuneytinu sagði AP- fréttastofunni. Nokkrum klukkustundum áður skutu ísraelskir hermenn fjóra Palestínumenn til bana, þeirra á meðal óvopnaðan fjórtán ára pilt. Þeir sem létust og særðust tóku þátt í mótmælagöngu sem var á leið í átt að ísraelskri her- bækistöð. Þegar fólkið nálgaðist hana skutu Ísraelar eldflaug á svæði nærri mótmælendum. Þeg- ar þeir stoppuðu ekki skutu skrið- drekar úr fallbyssum og vélbyss- um. Yfirmenn segja þá hafa mið- að á nærliggjandi hús og segjast munu rannsaka málið. Særðir og látnir voru fluttir á brott með sjúkrabílum, einka- bílum og asnakerrum. Læknar réðu lítið við álagið og þurfti að leggja marga hinna særðu á gólfið eftir að rúmin kláruðust. Kallað þurfti eftir blóðgjöfum svo hjálpa mætti særðum. Sjúkrabílar sem fluttu fólk á sjúkrahús í bænum Khan Younis töfðust þegar þeir fóru í gegnum vegartálma Ísraelsmanna og var skipað af ísraelskum hermönnum að fara eftir hliðarvegum. Ísraelsher ákvað að halda sókninni gegn Palestínumönnum áfram þrátt fyrir atburðina í gær. Um 40 Palestínumenn hafa fallið frá því á þriðjudag. George W. Bush Bandaríkja- forseti neitaði að fordæma árás- ina en sagðist hafa óskað eftir út- skýringum frá ísraelskum stjórn- völdum. Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, fordæmdi hana hins vegar. Sama gerði Jose Rodriguez Zapatero, forsætisráð- herra Spánar. Hart var deilt á ísraelska þing- inu að sögn Jerusalem Post. „Þetta sýnir að menn þurfa ekki að vera þýskir til að vera nasist- ar,“ sagði arabíski þingmaðurinn Taleb Sanaa. Stjórnarþingmaður- inn Roni Bar-On sagði þá sem gagnrýndu Ísraelsher vera á „eft- ir blóði hermanna okkar“. brynjolfur@frettabladid.is SINGH OG GANDHI Þar til í fyrradag áttu flestir von á að Sonia Gandhi yrði forsætisráðherra. Stjórnarmyndun: Singh mynd- ar nýja stjórn INDLAND, AP Manmohan Singh var í gær útnefndur nýr forsætisráð- herra Indlands, daginn eftir að Sonia Gandhi, sem leiddi Kongressflokkinn óvænt til sig- urs í þingkosningum, neitaði að taka við embættinu. Hann mynd- ar minnihlutastjórn Kongress og samstarfsflokka. Singh er sagður arkitektinn á bak við efnahagsumbætur sem Indverjar réðust í á síðasta ára- tug þegar hann var fjármála- ráðherra. Útnefning hans ætti að slá á ótta við að hagstjórnin svei- flist til vinstri. ■ Utanríkisráðherra: Fordæmir aðgerðir Ísraelshers UTANRÍKISMÁL Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra fordæmir árásir Ísraelshers á menn og mann- virki á Gaza-svæð- inu, að því er fram kemur í fréttatil- kynningu frá utan- ríkisráðuneytinu. Ráðherra for- dæmir einkum dráp og limlest- ingar á óbreyttum borgurum, þar með talið börnum, og eyðileggingu á heimilum þúsunda Palestínumanna, segir enn fremur í tilkynningunni. Þá fagna íslensk stjórnvöld áformum forsætisráðherra Ísra- els um að leggja niður landtöku- byggðir Ísraelsmanna á Gaza- svæðinu og hvetja sem fyrr til þess að Ísraelsmenn hverfi frá öll- um hernumdu svæðunum um leið og öryggi Ísraelsríkis verði tryggt, segir utanríkisráðherra. ■ Lausir úr haldi: Játuðu rán á ræstinga- manni LÖGREGLA Tveir menn, 18 og 23 ára, hafa játað rán á ræstingamanni sem þeir komu að í innbroti á flugstöðina á Reykjavíkurflugvelli. Mönnum var sleppt eftir játningu á mann- ráninu og innbrotinu og bíða þeir ákæru. Mennirnir hafa ekki vísað á þýfið en þeir stálu tveimur flötum tölvu- skjám og flötum sjónvarpsskjá. ■ Fyrsti hermaðurinn fundinn sekur um misþyrmingar á föngum: Fékk eins árs fangelsi BAGDAD, AP Jeremy Sivits varð í gær fyrsti bandaríski hermað- urinn í Írak til að verða fundinn sekur um að misþyrma föngum. Fyrir það er honum refsað með eins árs fangelsisdómi, stöðu- lækkun og brottrekstri úr hern- um fyrir slæma hegðun. Refs- ingin er sú harðasta sem her- dómstóll gat kveðið upp. Sivits játaði sök við fjórum ákærum, táraðist og baðst afsök- unar á því að hafa tekið myndir af nöktum íröskum föngum með- an þeir voru niðurlægðir. „Ég hefði átt að vernda þessa fanga, ekki mynda þá,“ sagði Sivits. Búist hafði verið við því að Sivits fengi vægari dóm þar sem hann hafði heitið samstarfi við saksóknara og kemur til með að bera vitni í málum sem verða höfðuð á hendur öðrum her- mönnum. Saksóknarar fóru hins vegar fram á að hann yrði beitt- ur hörðustu refsingum sem völ væri á. Búist er við að aðrir her- menn sem verða ákærðir fái þyngri dóma verði þeir fundnir sekir. ■ SÆRÐUR DRENGUR BORINN Á BROTT Palestínumenn flýja svæðið þar sem Ísraelsher skaut á þá og bera með sér þá sem eru of sárir til að komast sjálfir á brott. VARNARLIÐIÐ Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI Hugsanlegt er að nokkur störf Bandaríkjamanna hjá varnarliðinu verði skipuð Íslendingum á næstunni. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Utanríkisráðherra fordæmir árásir Ísraelshers á menn og mann- virki á Gaza- svæðinu. VIÐ RÉTTARHÖLDIN Myndatökur voru bannaðar meðan á réttarhöldunum stóð en teiknarar hersins sáu fyrir teikningum af því sem fór fram. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R Afkoma í sjávarútvegi: Ekki bati á árinu SJÁVARÚTVEGUR Afkomuhorfur sjávarútvegsins í heild verða að mati fjármálaráðuneytisins lakari á þessu ári en í fyrra, þrátt fyrir auknar aflaheimildir. Á móti auknum afla vegur hækkandi kostnaður, óbreytt fiskverð og al- mennt lakari rekstrarskilyrði. Afkoman er misjöfn eftir greinum sjávarútvegsins. Þannig er reiknað með að veiðar skili 5,5 prósenta hagnaði af tekjum á meðan fiskvinnslan verði rekin með 4,5 prósenta halla af tekjum. Gert er ráð fyrir að afkoman verði betri árið 2005, en vinnslan verði áfram rekin með halla. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.