Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 38
20. maí 2004 FIMMTUDAGUR – Deilan Mikla – ókeypis fyrirlestrar Námskeið í spádómum Biblíunnar kl. 20.00 í Suðurhlíðarskóla Fimmtudagur 20. maí: Þúsund ára friðarríkið Föstudagur 21. maí: Kraftaverk antikrists Sunnudagur 23. maí: Sagan endar Mánudagur 24. maí: Bandaríkin í ljósi spádómannna Þriðjudagur 25. maí: Merki dýrsins Oh Ooh, Oh Ooh... hér kemur Lumidee Það er ómögulegt að heyra slagaraLumidee, lagið Never Leave You (Oh Ooh, Oh Ooh), án þess að það límist innan á heilabörkinn. Það nægir eiginlega bara að það rétt heimsæki hugann til þess að maður fari að raula það í tíma og ótíma, samstarfsfélögum mínum til blend- innar ánægju. Lagið gerði allt vitlaust í septem- ber í fyrra á PoppTívi og FM957 og skreið hæst upp í 3. sæti Íslenska listans. Lagið varð vinsælt um allan heim og í kjölfarið gaf stúlkan út fyrstu sólóplötu sína, Almost Famous, sem seldist vel í Bandaríkj- unum. Þegar Fréttablaðið náði í hana var hún stödd í New York, nýkomin úr heljarinnar umferðarhnút, á leið- inni í hljóðverið þar sem hún vinnur að næstu breiðskífu. Lumidee kemur fram á næstu Shockwave-hátíð Broadway á laug- ardagskvöldið. Umhverfið hefur áhrif Lumidee er fædd og uppalin í spænska hluta Harlem-hverfisins í New York. „Þetta hverfi er í Harlem og það er kallað þetta vegna þess að fyrir mörgum árum bjó þarna mestmegn- is fólk af spænskum og suður-amer- ískum ættum. Áhrif þess eru þarna enn í dag en núna býr þarna alls kyns fólk af öllum kynþáttum,“ útskýrir Lumidee kurteisislega fyrir fáfróð- um blaðamanninum. Nú já? Og heldurðu að hverfið hafi einhver áhrif á tónlistina þína? „Já, ég hugsa það. Þarna ólst ég upp og þarna lenti ég í öllu sem ég sem um. Tónlistin mín fram til þessa hefur fjallað um fólkið í hverfinu og það líf sem ég lifði þegar ég bjó þar. Þannig held ég að hverfið hafi haft gífurleg áhrif á tónlistina mína.“ Er það satt að þú hafir verið byrj- uð að syngja þegar þú varst 12 ára gömul? „Reyndar hef ég rappað frá því að ég var 12 ára. Ég byrjaði snemma á því að semja ljóð og um það leyti byrjaði ég að rappa örlítið. Svo lang- aði mig til þess að semja lög utan um rappið mitt og það var ekki fyrr en þá sem ég byrjaði að syngja. Þess vegna segi ég alltaf að ég hafi verið rappari áður en ég varð að söng- konu.“ En í dag, ertu meiri rappari en söngvari? „Ég er bæði. En samt þegar ég syng þá finnst mér það vera örlítið eins og að rappa. Ég er ekki að gera neitt öfgafullt, eins og að reyna við fáránlega háar nótur. Ég syng bara einfaldar og góðar sönglínur sem ríma. Ég álit mig í raun vera meiri höfund en nokkurn tíma söngkonu eða rappara. Fyrir mér snýst þetta um lagasmíðarnar og hvernig lögin enda á plötunum.“ Frægðin kom allt of hratt Þegar hlutirnir byrjuðu að rúlla hjá þér í fyrra gerðist þetta allt mjög hratt. „Já, allt of hratt,“ segir hún og hlær. „Þetta var allt, allt of hratt. Ég var bara... vá, hvað er að gerast? Maður reynir að vera í takt við allt saman en stundum fannst mér eins og ég gæti ekki fylgt lestinni eftir. Þetta var algjör blessun fyrir mig.“ Og er búið að vera erfitt fyrir þig að aðlagast frægðinni? „Já, ég verð að viðurkenna að það var mjög erfitt. Það var fullt af hlut- um sem ég bara vissi ekkert um á sama tíma og ég átti að vera að fram- kvæma þá. Ég kunni til dæmis eigin- lega ekkert að koma fram á tónleik- um. Lagið varð strax svo rosalega vinsælt og ég var ekki einu sinni komin með plötusamning. Allt þetta sem þarf að gera, fara í útvarpið, gera myndband fyrir sjónvarpið og svoleiðis, var alveg nýtt fyrir mér. Ég var bara stelpa úr Harlem, inni í herbergi daginn áður, skilurðu? Þetta var alveg yfirþyrmandi en hægt og rólega lærir maður. Ég fylgdist með öðru fólki og lærði hvernig á að spila leikinn. Ég er búin að læra fullt. Í dag er ég líklegast tíu sinnum sterkari en ég var á þessum sama tíma í fyrra.“ Hvernig endaði Busta Rhymes á laginu þínu? „Lagið varð fyrst vinsælt á út- varpsstöðvunum hérna í New York. Það var gefið út af lítilli útgáfu og mikið spilað. Stöðvarnar fengu fullt af símhringingum frá fólki sem vildi vita hvað þetta væri og Busta var einn þeirra sem hringdu. Ég var akkúrat á staðnum í viðtali þegar hann hringdi. Við spjölluðum og hann spurði hvort hann mætti ekki rappa ofan á lagið ef við gerðum aðra útgáfu af því. Ég trúði þessu varla, þetta var allt að gerast svo rosalega hratt, þetta var bara algjör geðveiki.“ Varstu þá aðdáandi hans áður en hann hringdi? „Já, algjörlega. Ég táraðist eigin- lega yfir því að allt þetta fólk vildi vinna með mér. Þetta var bara alveg nááákvæmlega eins og ég vildi. Þetta var algjör blessun.“ Svo hefurðu örugglega hitt fullt af frægu fólki eftir það? „Já, eiginlega alla sem maður sér í sjónvarpinu en býst aldrei við að hitta. Margir þeirra hafa svo kanns- ki verið að spila á sömu tónleikum og ég. Þetta er búið að vera algjör geð- veiki. Ég er búin að hitta svo marga fræga og svo kemst maður að því að þetta er bara venjulegt fólk, eins og þú og ég. Ég horfði upp til þeirra sem ósnertanlegra stjarna en þetta er bara venjulegt fólk.“ „Ég er í alvörunni að koma“ Lumidee hefur síðustu mánuði ferðast mikið til Evrópu þar sem lag- ið hennar sló í gegn og byrjaði ný- lega að vinna að næstu plötu. Hún segist ætla að auka hiphop-áhrifin á plötunni og hlakkar til að leyfa heim- inum að heyra í sér aftur. Hún virðist mjög þakklát fyrir velgengni sína og frétti af velgengni lagsins hér á landi fyrir skemmstu. „Þess vegna er það mín skylda að koma og halda tónleika,“ segir hún. „Líka til þess að kynna hin lögin mín fyrir fólki. Ég reyni bara að setja upp gott sjó til þess að skemmta fólki. Ég verð bara í einn dag á Ís- landi, vonandi koma bara allir.“ Vissir þú eitthvað um Ísland áður en þú varst beðin um að koma hing- að? „Já, já... ég gerði það,“ segir hún og hlær lengi. „Þetta er mjög lítið land, er það ekki?“ Jú, það er óhætt að segja það. „Ég var í viðtali við eina útvarps- stöðina ykkar áðan og þeir sögðu mér að fólk væri að hringja inn og það tryði því ekki að ég væri að koma. Þeir sögðu að tónlistarmenn eins og ég kæmu vanalega ekki. Bara svo að þið vitið það, þá er ég raunverulega að koma og ég vona að þið mætið öll til þess að við getum skemmt okkur saman.“ Hvernig er svo sjóið þitt? „Ég mæti með plötusnúðinn minn, dansara og einn rappara. Við erum úti um allt á sviðinu en ég dansa nú ekki mikið. Ég læt dansar- ana mína bara sjá um það. Þeir fara í heljarstökk og allt svoleiðis. Þetta er bara kröftug sýning beint úr hjarta New York borgar. Þið fáið að heyra Lumidee rappa.“ Heyrðu, einn aðdáandi hérna vildi vita hvort þú værir gift? Ég lof- aði að spyrja. „Nei, ég er ekki gift,“ svarar hún og hlær lengi. „...nei, ég er ekki gift.“ Hann verður þá ánægður að heyra það. „Allt í lagi.“ Takk og bless. biggi@frettabladid.is TÓNLIST LUMIDEE ■ Bandaríska R&B-söngkonan spjallaði við Fréttablaðið um feril sinn og væntan- lega Shockwave-tónleika sína á Broadway á laugardag. LUMIDEE Söngkonan Lumidee er rétt orðin tvítug og hefur þegar átt einn stærðarinnar slagara um allan heim. Syngur fyrir íslenska R&B-aðdáendur á Broadway á laugardagskvöldið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.