Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 46
38 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ LISTAHÁTÍÐ ■ FÓLK Í FRÉTTUM ,,Ég á fullt af myndum og hlutum sem ég gerði! Mér fannst mjög gaman“. Sumarnámskeið fyrir skapandi börn, eldri og yngri, keramik, teikning, málun - allt innifalið - litlir hópar. Aðeins 8500 kr. vikan! Skráning í Keramik fyrir alla, sími 552 2882, Laugavegi 48b. Sjá lýsingu: www.keramik.is Hvað segja börnin um námskeið í Keramik fyrir alla? Stöndum vörð um lýðræðið a s k o r u n . i s Lárétt: 1 frítt, 6 beita, 7 svar, 8 sólguð, 9 erfiði, 10 trjátegund, 12 ágjöf, 14 hól, 15 átt, 16 suddi, 17 tónverk, 18 gera að fyrirmanni. Lóðrétt: 1 hverfa, 2 vætu, 3 skammstöfun, 4 fuglinn, 5 svik, 9 eins um s, 11 spýta, 13 orðað, 14 þreytu, 17 tónn. Lausn: 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1fagurt, 6agn,7já,8ra,9púl,10 ösp,12pus,14lof, 15na,16úr, 17lag,18 aðla. Lóðrétt: 1fara,2aga,3gn,4rjúpuna,5tál, 9psp,11borð,13sagt, 14lúa,17la. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Snorri Ásmundsson. 32 milljónir króna. Valencia. Mál og menning telur sig veranokkuð gulltryggt í sumar- útgáfu sinni. Í efstu sætum met- sölulista breska blaðsins Guardian má sjá nýútkomnar og væntanlegar bækur forlagsins. Í fyrsta sæti trónir The Curious Incident of the Dog in the Night-Time eða Hið for- vitnilega atvik um hund að nóttu, sem kemur út í haust. Sú bók hlaut hin virtu Whitbread-bókmennta- verðlaun og hefur hlotið lofsverða dóma víðs vegar. Þá má finna fjórar fyrstu bækurnar í seríu Alexanders McCall Smith um Kvenspæjara- stofu númer 1. Fyrstu bókina í þeim vinsæla bókaflokki, Kvenspæjara- stofa númer 1, má finna í bókabúð- um síðar í sumar og önnur bókin kemur út síðar á árinu. Þá er enn á vinsældalista Guardian Bóksalinn í Kabúl eftir Asne Seierstad, sem verið er að gefa út í kilju þessa dag- ana, en Asne heimsótti Klakann í desember til að kynna bók sína. Leikstjórinn er forfallinn áhugamaður en spilar lítið Kvikmyndafélag Íslands stend-ur fyrir opinni áheyrnarprufu vegna bíómyndarinnar, Strákarn- ir okkar, eftir Róbert Douglas og Jón Atla Jónasson. Áheyrnar- prufan verður haldin í Bláa saln- um á 2. hæð Hótel Sögu á laugar- daginn kl. 9–17. „Við erum að leita eftir leikur- um í öll hlutverk, fyrir utan eitt aðalhlutverk,“ segir Róbert Dou- glas, leikstjóri myndarinnar, en ákveðið hefur verið að það verði í höndum Björns Hlyns Haralds- sonar. „Þarna eru hlutverk fyrir bæði kyn og á öllum aldri og það er mikið af hlutverkum í myndinni. Að sjálfsögðu erum við að vonast til að sem flestir leikarar mæti og þeir setji það ekki fyrir sig að þetta eru opnar prufur. Það er bara vegna þess að við erum ekki að segja nei við ófaglært fólk. Reynslan sýnir að það eru fínir leikarar þar.“ Hann bætir við að í myndum sínum hafi hann að mestu notað faglærða leikara en einn og einn hafi þó stolið senunni eins og Tóti gerði á eftirminnileg- an hátt í Íslenska draumnum. Líkt og með Íslenska drauminn snýst þessi mynd um fótbolta. Í stað þess að fá að fylgjast með hörðum aðdáendum íþróttarinnar segir Róbert að hann hafi langað til að gera meiri fótboltamynd og tækla það af alvöru. Hann bætir þó við að myndin muni fjalla um utandeildarlið og því er ekki nauðsynlegt fyrir menn að vera liprir með boltann. „Strákarnir okkar er gaman- mynd í alvarlegum dúr eða þjóð- félagsádeila í gamansömum dúr, allt eftir því hvernig á það er litið, sem fjallar um samkynhneigt fót- boltalið. Kveikjan af hugmyndinni kom úr lítilli grein sem ég las um að Eric Cantona hafi verið beðinn um að þjálfa lið samkynhneigðra í Manchester. Hann neitaði beiðn- inni en þarna kviknaði hugmyndin. Þetta er mynd í svipuðum anda og mínar síðustu myndir upp á húmor. Það er ekki hægt að segja að þetta sé farsi þó þetta sé grínmynd og þetta er ekki pólitísk mynd, um hvað það er að vera samkynhneigð- ur á Íslandi í dag, þótt við snertum aðeins á því.“ Sjálfur segist Róbert vera for- fallinn áhugamaður um fótbolta. „Ég er nær því að vera eins og strákarnir í Íslenska draumnum, en ég spila einstaka sinnum á sumrin, þegar veðrið er gott og ég hef tíma.“ ■ TÓNLIST Bubbi Morthens er lagður af stað í tónleikaferð út á land einn með kassagítarinn. Tilefnið er ný plata sem kemur út í haust og ber nafnið Tvíburinn. Byggir hún að miklu leyti á Tómasarguðspjalllinu. Tónleikaferðin leggst mjög vel í Bubba. „Það er alltaf jafn ferlega gaman að fara svona út á land og spila. Þetta er alveg æðislegt,“ segir hann. „Ég mun spila töluvert af nýju efni og spjalla svo á milli laga um hitt og þetta.“ Að sögn Bubba er misjafnt hvern- ig undirtektir spjallið hans fær. Fer það aðallega eftir því hvað hann er pólitískur í hvert sinn. „Menn geta rétt ímyndað sér hvort ég komi ekki til með að tala um ríkisstjórnina, það segir sig sjálft. Ég held að það sé engum hollt að þegja. Ég vil reyna að fá fólk til að taka afstöðu, það skipt- ir gríðarlega miklu máli. Þetta er orðið þannig í þjóðfélaginu að það þorir enginn að tjá sig um eitt eða neitt,“ segir Bubbi. „Við erum ekki til út af ráðherrunum heldur eru ráð- herrarnir til út af fólkinu. Fólkið á landinu getur haft valið og þessi tón- leikaferð verður mjög gott tækifæri til að tala um lýðræði.“ Fyrstu tónleikar Bubba voru í Stykkishólmi í gærkvöld en í kvöld fer hann upp á Akranes og spilar í Bíóhöllinni þar í bæ. „Það er geggj- aður staður og það er gaman að koma upp á Skaga. Það hefur alltaf verið gott að sækja þá heim og virki- lega gaman að spila þar,“ segir hann. Tónleikaferðinni lýkur síðan í Sjall- anum á Akureyri þann 28. maí. ■ Spilar nýtt efni og spjallar um lýðræði BUBBI MORTHENS Bubbi er búinn að taka upp nýja plötu sem er væntanleg í búðir í haust. TÓNLEIKAR BUBBI MORTHENS ■ er lagður af stað í stutta tónleikaferð út á land, einn með kassagítarinn. KVIKMYNDIR RÓBERT DOUGLAS ■ heldur áheyrnarprufu vegna nýrrar myndar. RÓBERT DOUGLAS Ætlar að gera nýja mynd um fótbolta og í þetta sinn ætlar hann að fara inn á völlinn. Tökur munu hefjast 1. ágúst. 15.00 Einkasýningar Francesco Clem- ente og Roni Horn opnaðar í Listasafni Reykjavíkur - Kjarvals- stöðum. 20.00 Hibiki, japanskt dansleikhús. Þjóðleikhúsið. Seinni sýning. 20:00 Karlakór St Basil dómkirkjunnar í Reykholtskirkju.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.