Fréttablaðið - 20.05.2004, Side 43
Leikarinn Pierce Brosnan munleika James Bond í næstu
mynd um kappann. Mikið hefur
verið rætt um að Brosnan hafi
leikið í sinni síðustu Bond-mynd
og óttaðist leikarinn að framleið-
endur myndanna vildu næst fá
yngri mann í hlutverkið. Hann
náði sáttum við framleiðendurna
og nú hefur verið gengið frá
samningum.
Troy er rosalega stór mynd endavarla við öðru að búast þar sem
myndin er byggð á Illionskviðu
Hómers sem er einn hornsteina
bókmenntasögunnar og lykilverk í
vestrænni menningu. Hér er því
boðið upp á mikið sjónarspil og
stórfengleg atriði en samt virkar
þetta allt saman eitthvað óekta. Það
er vissulega tilkomumikið að horfa
yfir hafflötinn þakinn þúsundum
grískra herskipa og ekki síður að
sjá tvær fylkingar tugþúsunda her-
manna lenda saman í áköfum bar-
daga. Stærðin er bara því miður
ekki allt og hún breytir litlu þegar
tilfinninguna vantar og það er ein-
mitt tilfinningaleysi, yfir höfuð,
sem háir myndinni.
Eftir hroðalega bardagaatriði í
myndum eins og Braveheart og
Saving Private Ryan er varla hægt
að bjóða upp á stórar stríðssenur
sem eru sneiddar allri þjáningu en
hér falla menn unnvörpum án telj-
andi blóðsúthellinga, limlestinga
og þjáninga. Trójustríðið hefur
sjálfsagt verið mildað til þess að
takmarka ekki aðgengi yngri
áhorfenda að myndinni en afleið-
ingin er sú að þeir sem sitja í saln-
um ná lítilli tengingu við hetjurnar
á vígvellinum.
Þá ná harmrænar persónurnar
ná ekki að snerta taugar áhorfenda
að Hektor Trjóuprinsi frátöldum,
en hann er langsterkasta persóna
myndarinnar í meðförum Erics
Bana sem er eini leikarinn sem er
raunverulega að gera eitthvað af
viti í öllum þessum stjörnufansi.
Orlando Bloom er vitaskuld
voða krútt og stendur undir per-
sónu Parísar sem fer það best að
vera sætur og heilla konur. Hann
sýnir þó engin tilþrif fyrr en hann
mætir konungi Spörtu í einvígi en
þá breytist flagarinn á augabragði
á skemmtilegan hátt í væluskjóðu.
Stærsti Akkilesarhæll myndarinn-
ar er svo því miður Brad Pitt í hlut-
verki sjálfs Akkilesar. Pitt er vel
vaxinn og sýnir mikið bert hold en
það hlýtur andskotakornið að hafa
verið hægt að finna meira karl-
menni til þess að túlka þessa fræg-
ustu hetju menningarsögunnar.
Akkiles er hálfgerður málaliði
sem berst einungis til þess að nafn
hans muni lifa í gegnum aldirnar.
Hann náði því markmiði en ef eitt-
hvað væri eftir af jarðneskum leif-
um hans myndi hann snúa sér við í
gröfinni ef hann vissi að allt hefði
þetta verið til þess eins að Brad
Pitt fengi að fara í sandalana hans
og setja upp hjálminn. Þannig að þó
Hektor falli fyrir hendi Akkilesar
við Tróju þá vinnur Eric Bana óum-
deildan leiksigur á Pitt á tjaldinu.
Allt þetta nöldur mitt breytir
því þó ekki að Troy er fínasta
skemmtun, þó hún sé í lengri kant-
inum og það er vissulega ánægju-
legt að Hollywood skuli gefa forn-
sögum svo mikinn gaum þessi
misserin. Það fer þó alltaf um
mann smá hrollur þegar sígild verk
eru löguð að kröfum draumaverk-
smiðjunnar. Þetta slapp fyrir horn í
The Passion of the Christ þar sem
Kristur endaði á krossinum en í
Troy taka menn sér fullmikið
skáldaleyfi þannig að þeir sem
munu einungis kynnast Akkiles og
félögum í bíó fá svikna útgáfu af
Illionskviðu.
Það er nánast ófyrirgefanlegt að
sögufrægar persónur sem lifðu
stríðið af og fóru með lykilihlutverk
í sígildum harmleikjum að her-
leiðangrinum loknum skuli drepnar
hér til þess eins að þjóna markmið-
um hins dæmigerða Hollywood-
handrits þar sem við verðum að
hafa í það minnsta einn skúrk sem
hlýtur makleg málagjöld. Myndina
setur heilmikið niður við þetta en
það er þó huggun harmi gegn að
Akkiles fær ör í hælinn.
Þórarinn Þórarinsson
FIMMTUDAGUR 20. maí 2004 35
Sýnd kl. 6 og 8
Sýnd kl. 10
SÝND kl. 3.45 M/ÍSL. TALI
SÝND kl. 3.30, 5.30, 8, og 10.30 B.i. 12
SÝND kl. 6, 8 og 10
HHH
Skonrokk
HHHH
HP kvikmyndir.com
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 14
POWERSÝNING kl.10 PÉTUR PAN kl. 4 M/ÍSL. TALI
SÝND kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 16 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.20 B.i. 16
PASSION OF CHRIST kl. 8 Síð. Sýn. B.i 16
SÝND kl. 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 SÝND kl. 5.10 og 10.30 B.i. 16
RUNAWAY JURY kl. 8 og 10.30 Síð. Sýn.
HHH
Ó.H.T. rás 2
HHH
DV
HHH
Tvíhöfði
Vinsælasta
myndin á
Íslandi
Brad Pitt, Orlando Bloom og Eric
Bana i magnaðri stórmynd undir
leikstjórn Wolfgang Petersen.
STÓRVIÐBURÐUR
ársins er kominn!
Fyrsta stórmynd ársins þar sem
hetjan Van Helsing á í höggi við
Drakúla greifa, Frankenstein og
Varúlf. Frábær ævintýramynd hlaðin
tæknibrellum eins og þær gerast
bestar í anda Indiana Jones.
Dóttur valdamesta manns
í heimi er rænt og
aðeins einn maður getur
bjargað henni.
Frábær spennumynd frá
leikstjóranum og handrit-
shöfundinum David Mamet.
■ FÓLK Í FRÉTTUM
Verjum tjáningarfrelsið
a s k o r u n . i s
[ KVIKMYNDIR ]
UMFJÖLLUN
Brad er
Akkilesar-
hællinn
TROY
Leikstjóri: Wolfgang Petersen
Aðalhlutverk: Brad Pitt, Eric Bana,
Orlando Bloom