Fréttablaðið - 20.05.2004, Qupperneq 12
12 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR
HEFÐU VILJAÐ SONIU GANDHI
Stuðningsmenn Kongressflokksins eru allt
annað en sáttir við að Sonia Gandhi
verður ekki næsti forsætisráðherra
Indlands. Nokkrir brenndu mynd af
fráfarandi forsætisráðherra, sem sagði
hana ekki geta orðið forsætisráðherra
vegna uppruna síns.
Könnun í þremur framhaldsskólum:
Andstaða við sam-
ræmd stúdentspróf
MENNTAMÁL Meirihluti framhalds-
skólanemenda, eða 84%, reyndust
mjög eða frekar andvígir sam-
ræmdum stúdentsprófum, í könn-
un sem gerð var í þremur mennta-
skólum landsins.
Það var hópur nemenda í
Kvennaskólanum í Reykjavík sem
vann könnunina. Kannað var við-
horf nemenda á 1–3. ári í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum, Fjöl-
brautaskólanum við Ármúla og
Kvennaskólanum í Reykjavík.
Þeir sem eru frekar eða mjög
andvígir samræmdum stúdents-
prófum telja að meiri fyrirvari
hafi verið nauðsynlegur. Einnig
telja þeir að þörf hafi verið á betri
kynningu og fleiri upplýsingum
til að meta stöðuna.
Samkvæmt könnuninni er
minnihluti nemenda, eða 32%,
frekar eða mjög andvígir stytt-
ingu námstíma til stúdentsprófs.
Nemendur í bekkjakerfi eru frek-
ar á móti styttingu námstíma til
stúdentsprófs en nemendur í
áfangakerfi, eða samtals 40%.■
■ DÓMSMÁL
SÖKIN FYRND Maður á fertugs-
aldri var sýknaður í Héraðsdómi
Reykjavíkur af því að hafa hrint
stöðumælaverði. Ákæra var ekki
gefin út fyrr en einu ári og fjór-
um mánuðum eftir árásina og þá
voru um þrjú ár frá því að hún
átti sér stað. Sök í málinu fyrnist
á tveimur árum.
FRAMHALDSSKÓLAR
Í könnun sem gerð var í þremur framhaldsskólum reyndist mikill meirihluti nemenda
andvígur samræmdum stúdentsprófum.
LÖGGA Í HANDBOLTA
Ríkið sýknað af bótakröfu lögreglumanns
sem slasaðist í handboltakeppni
lögreglumanna.
Tognaði á handboltamóti
lögreglumanna:
Ríkið sýknað
BÓTAKRAFA Íslenska ríkið var í gær
sýknað af bótakröfu lögreglu-
manns sem slasaðist á norrænu
handboltamóti lögreglumanna
sem fram fór í árslok 2000. Lenti
lögreglumaðurinn í samstuði við
erlendan kollega sinn með þeim
afleiðingum að hann tognaði.
Krafðist hann rúmlega hálfrar
milljón króna í skaðabætur og var
krafan reist á ákvæðum í kjara-
samningi lögreglumanna.
Héraðsdómur Reykjavíkur taldi
að í skilningi kjarasamnings hefði
lögreglumaðurinn verið við störf
er hann keppti á handboltamótinu.
Hins vegar var ríkið sýknað af
kröfum lögreglumannsins þar sem
ákvæði kjarasamningsins kváðu
ekki á um rétt til slysabóta. ■
Allar líkur eru á því að fjölmiðla-frumvarp ríkisstjórnarinnar
verði samþykkt sem lög frá Alþingi
í lok vikunnar. Þriðja umræða stóð
yfir fram á kvöld í gær en þingfund-
ir hafa verið boðaðir bæði á föstu-
dag og laugardag. Hafa þingmenn
verið beðnir um að búa sig undir
kvöldfundi báða dagana.
Þingmenn sem Fréttablaðið
ræddi við töldu líklegt að frumvarp-
ið yrði samþykkt með 33 atkvæðum
stjórnarliða gegn 30 atkvæðum
stjórnarandstöðunnar, auk fram-
sóknarmannsins Kristins H. Gunn-
arssonar, en viðmælendur blaðsins
töldu að Jónína Bjartmarz myndi
sitja hjá.
Einn þingmaður Framsóknar-
flokksins sagði í samtali vð
Fréttablaðið að Halldór Ásgríms-
son, formaður flokksins, hefði
lagt mjög hart að þingmönnum
Framsóknar að styðja frumvarp-
iðo og fundað með hverjum og
einum sérstaklega í þeim tilgangi
að tryggja málinu brautargengi
innan þingflokksins. „Alferð var
of seinn á sér,“ sagði þessi sami
þingmaður og vísaði þar til
Alfreðs Þorsteinssonar, oddvita
framsóknarmanna í Reykjavík, en
meirihluti borgarstjórnar
ályktaði gegn frumvarpinu í
fyrrakvöld.
Óvíst um afstöðu Jónínu
Jónína Bjartmarz vildi í samtali
við Fréttablaðið ekki láta uppi um
hvernig hún hyggðist greiða at-
kvæði við afgreiðslu frumvarpsins.
„Ég hef stutt allar góðar breytingar
á þessu frumvarpi,“ sagði Jónína.
Kristinn H. Gunnarsson er hins
vegar ákveðinn í því að greiða at-
kvæði gegn frumvarpinu. „Ég er
ekki viss um að þingmenn Fram-
sóknarflokksins styddu málið ef þér
létu aðeins samvisku sína ráða,“
sagði Kristinn við Fréttablaðið.
Ekki er útlit fyrir annað en að þing-
menn Sjálfstæðisflokksins muni
styðja frumvarpið allir sem einn og
hefur það verið viðkvæði þeirra frá
því að frumvarpið kom fyrst fram. Í
samtölum Fréttablaðsins við ýmsa
þingmenn Sjálfstæðis-
flokksins í gær kom fram
að samstaða þeirra í mál-
inu er órofin.
Tvær meginbreyting-
ar á frumvarpinu
Bjarni Benediktsson,
formaður allsherjarnefnd-
ar, mælti fyrir breytingar-
tillögum meirihluta nefnd-
arinnar við upphaf þriðju
umræðu um fjölmiðla-
frumvarpið á Alþingi í
gær. Meirihlutinn lagði til
tvær meginbreytingar á
frumvarpinu og eru þær
samhljóða breytingum sem
formenn stjórnarflokk-
anna kynntu sl. sunnudag. Í
fyrsta lagi fela breytingar-
tillögurnar í sér að reglur
um hámarkseignarhlut eins
aðila í ljósvakamiðli eru
BORGAR ÞÓR EINARSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
ÞRIÐJA UMRÆÐA UM
FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ
VIÐ ÞRIÐJU UMRÆÐU
Þingsalur Alþingis var næstum fullskipaður þegar þriðja umræða um fjölmiðlafrumvarpið hófst
fyrir hádegi í gær. Búist er við að frumvarpið verði samþykkt sem lög frá Alþingi í lok vikunnar.
Fjölmiðlafrumvarp
að lögum í vikulok?
Fjölmiðlafrumvarpið verður að öllum líkindum að lögum um næstu helgi. Þar með verður
til lykta leitt eitt umdeildasta þingmál í tíð núverandi þingmeirihluta. Töluverðar breytingar
hafa verið gerðar á frumvarpinu en þó er engin sátt um málið í þinginu.
SÝNDU STJÓRNVÖLDUM RAUÐA SPJALDIÐ
Talsverður mannsöfnuður var við mótmæli á Austurvelli í gær á vegum
Áhugahóps um lýðræði. Tilefni mótmælanna voru endurteknir lýðræðis-
brestir, nú síðast lagasetning um eignarhald á fjölmiðlum og veifuðu
þátttakendur rauðum spjöldum í táknrænum tilgangi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N