Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 14
14 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR LÍTT SKEMMT Það var ekki að sjá á Ljúdmílu Pútín, eigin- konu Rússlandsforseta, að hún skemmti sér vel við athöfn í Kirkju hinnar heilögu þrenningar í útjaðri Moskvu. Kirkjan er næststærsta kirkja Rússlands. Ný skýrsla Amnesty International: Eyðilegging heimila stríðsglæpur JERÚSALEM, AP Með eyðileggingu palestínskra heimila hafa Ísraels- menn gerst sekir um stríðsglæpi, að mati mannréttindasamtakanna Amnesty International. Ísraels- menn hafa lagt þúsundir heimila á vesturbakka Jórdanar og Gaza- svæðinu í rúst. Í skýrslu Amnesty Inter- national segir að eyðileggingin sé alvarlegt brot á Genfarsáttmálan- um og hvetja samtökin því Ísra- elsmenn til þess að stöðva aðgerð- irnar strax. Í skýrslunni segir að Ísraels- menn hafi eyðilagt meira en 3000 palestínsk heimili síðan átökin brutust út fyrir rúmum þremur árum. Auk þess segir að um 10% af ræktarlandi Gaza-svæðisins hafi verið eyðilögð og meira en 226.000 tré rifin upp með rótum. Javier Solana, utanríkisfulltrúi Evrópusambandsins, fordæmdi í gær aðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu þar sem þær brjóti algjörlega í bága við vegvísi til friðar. ■ Styrkbeiðni sem greiðslukrafa Vegna tæknilegra örðugleika kemur styrkbeiðni frá SÁÁ fram sem greiðslukrafa í netbanka fyrirtækja. Kurr í aðildarfyrirtækjum Samtaka verslunar og þjónustu. FJÁRÖFLUN Kvartanir hafa borist frá fyrirtækjum vegna nýrrar fjáröflunarleiðar SÁÁ. Söfnunin fer fram með þeim hætti að styrk- beiðni frá SÁÁ birtist í netbanka fyrirtækja sem eru með bankavið- skipti sín á netinu. Svo virðist hins vegar sem tæknilegir örðugleikar valdi því að í öllum heimabönkum nema einum kemur styrkbeiðni SÁÁ fram sem greiðslukrafa ásamt öðrum ógreiddum kröfum en ekki sem valkvæð krafa. Þetta mun hafa valdið því að einhver fyrirtæki hafa greitt til SÁÁ vegna þess að þau töldu sér það skylt. Samtök verslunar og þjónustu gerðu í fyrra athugasemd við sams konar fjáröflun af hálfu SÁÁ og komu þessir aðilar sér saman um það þá að standa framvegis að mál- um með öðrum hætti. Emil B. Karlsson hjá Samtökum verslunar og þjónustu sagði við Fréttablaðið að aðildarfyrirtæki samtakanna hefðu kvartað yfir þessari söfnun SÁÁ. „Þó að málefnið sé gott og þarft teljum við að þetta sé óaf- sakanleg leið til fjáröflunar,“ sagði Emil. Hann sagði einnig að kvartað hefði verið yfir því að enginn greiðsluseðill eða bréf hefði borist til fyrirtækja frá SÁÁ til útskýr- ingar á þessari kröfu. Ásgerður Björnsdóttir, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs SÁÁ, sagði að um tæknilega örðugleika væri að ræða. „Við erum að taka í notkun nýtt kerfi, svokallaðar val- greiðslur, en því miður kemur þetta fram hjá öðrum netbanka- notendum en KB banka eins og aðrir ógreiddir reikningar. Við biðjumst velvirðingar á þessum örðugleikum og munum að sjálf- sögðu endurgreiða þeim sem greiða okkur fyrir misskilning eða mistök,“ sagði Ásgerður. Hún sagðist harma að bréf sem SÁÁ sendu út, þar sem fyrirtækj- um er greint frá söfnuninni, skyldi ekki hafa borist áður en söfnunin hófst. Söfnunin hófst fyrir helgi en bréfið mun ekki hafa borist fyrirtækjunum fyrr en í gær. „Við vinnum nú að lausn málsins ásamt tæknimönnum bankanna og vonandi finnst lausn sem fyrst,“ sagði Ásgerður. borgar@frettabladid.is BORGARSTJÓRI VERÐI KÆRÐUR Ríkissaksóknari Mexíkó hefur farið þess á leit við mexíkóska þingið að friðhelgi verið létt af Lopez Obrador, borgarstjóra í Mexíkóborg. Obrador er sakaður um spillingu í tengslum við lóða- úthlutun. ■ NORÐUR-AMERÍKA Yfirtaka á Lífi: Fyrirtækið afskráð VIÐSKIPTI Fjárfestingarfélagið At- orka hefur eignast tæp 70 prósent í Lífi, sem áður hét Lyfjaverslun Íslands. Í kjölfarið verður öðrum hluthöfum gert yfirtökutilboð. Styrmir Þór Bragason fram- kvæmdastjóri hjá Atorku segir ástæðu þessa að verðmyndun og hreyfing á bréfum Lífs hafi verið lítil. Atorka hafi verið stór hlut- hafi og metið það svo að best væri að taka fyrirtækið yfir að fullu. Tilboðið hljóðar upp á skipti á bréfum í Atorku, þannig að núver- andi hluthafar Lífs munu áfram eiga hlutdeild í afkomu félagsins til framtíðar. Tilboðið er töluvert hærra en gengi bréfa Lífs hefur verið viðskiptum í Kauphöllinni að undanförnu. ■ Reykjanesbær: Afkoma bæjarsjóðs batnar REYKJANESBÆR Hagur Reykjanes- bæjar hefur vænkast talsvert að undanförnu þrátt fyrir að 30 millj- ón króna tap hafi verið á rekstri bæjarsjóðs árið 2003. Það er engu að síður mun betri afkoma en búist var við. Skýringa má helst leita í sölu á eignum bæj- arins en tæpar 900 milljónir feng- ust með þeim hætti. Skuldir á hvern íbúa hafa lækkað um 127 þúsund krónur milli ára, úr 515 þúsundum í 388 þúsund krónur. ■ REYKJANESBÆR Skuldir á hvern íbúa hafa minnkað til muna. FJÁRÖFLUN SÁÁ Hin árlega álfasala SÁÁ stendur nú sem hæst en kurr er í forsvarsmönnum fyrirtækja sem fengið hafa greiðslukröfur sendar óumbeðnar frá SÁÁ. EYÐILEGGING Palestínskur drengur stendur við hlið húss sem eyðilagt var í aðgerðum ísraelska hersins. Dýr réttur: 75.000 króna eggjakaka NEW YORK, AP Það er ekki sama eggjakaka og eggjakaka. Að því hafa viðskiptavinir veitinga- staðarins Norma á Le Parker Meridien hótelinu á Manhattan í New York komist. Þar er boðið upp á eggjaköku sem kostar and- virði um 75.000 króna. „Ég trúði ekki að þetta væri verðið þegar ég sá 1000 á matseðl- inum, ég hélt að þetta væru hita- einingarnar,“ sagði einn við- skiptavinur staðarins, Virgina Marnell. Eggjakakan inniheldur egg, humar og tæp 300 grömm af rán- dýrum kavíar. ■ Efnahagsmál: Vöxtur í Japan TÓKÝÓ, AP Landsframleiðsla í Jap- an óx um 1,4 prósent á fyrsta fjórðungi þessa árs. Þetta er átt- undi ársfjórðungurinn í röð sem hagvöxtur er jákvæður í Japan. Þessi vöxtur samsvarar 5,6 pró- senta hagvexti á ársgrundvelli. Aukinn útflutningur og einka- neysla eru talin undirstaða hag- vaxtarins og eru vísbendingar um að rúmlega áratugslangri efna- hagskreppu í Japan kunni að vera að ljúka. Japan er næststærsta hagkerfi í heimi, á eftir Banda- ríkjunum. ■ STJÓRNIN HÉLDI VELLI Sænskir jafnaðarmenn og samstarfsflokk- ar þeirra í ríkisstjórn fengju 54% atkvæða ef kosið yrði nú, sam- kvæmt skoðanakönnun í Svenska Dagbladet. Jafnaðarmenn fengju 38% en stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn, Hægriflokkurinn, tæplega 21%. ■ NORÐURLÖND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.