Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 20. maí 2004 Framkvæmdastjórn Íraks: Vill ráða olíu- lindunum BAGDAD, AP „Við krefjumst þess að væntanleg stjórn Íraks hafi full yfirráð yfir náttúruauðlindum, þeirra á meðal olíulindunum,“ sagði Hamid al-Bayati, aðstoðar- utanríkisráðherra Íraks. „Full- valda stjórn Íraks ætti að ráða hvað verður um afraksturinn.“ Al-Bayati segist munu fara þess á leit við Sameinuðu þjóðirn- ar að þær eftirláti Írökum að hafa stjórn á olíuframleiðslu. Samein- uðu þjóðirnar hafa stjórnað olíu- útflutningi landsins um átta ára skeið. ■ LANDBÚNAÐUR Síðustu 12 mánuði jókst sala nautgripakjöts örlítið, samkvæmt upplýsingum Lands- samtaka sláturleyfishafa. Hún var samtals 3.568,7 tonn, miðað við 3.563 tonn sama tímabil árið áður. Nemur þessi söluaukning 0,1%. Framleiðsla var meiri síðustu 12 mánuði, 3.649,9 tonn miðað við 3.589 tonn sama tímabil árið áður, sem er 1,7% aukning. Birgðir í lok tímabilsins námu 0,5% af sölu, eða 18,6 tonnum, mið- að við 1,2% sömu mánuði árið áður, en þá voru þær 43 tonn. Heimtaka síðustu 12 mánuði nam 2,5% af sölu, miðað við 2,6% sömu mánuði árið áður. Sé einungis tekin framleiðsla og sala nautgripakjöts í apríl 2004 var hún þó nokkuð meiri en á sama tíma í fyrra. Í apríl í ár var salan 284.280 tonn. miðað við 273,5 tonn árið áður. Þrátt fyrir söluaukningu hefur samt verið slátrað 400 færri gripum nú en í apríl í fyrra. Aðalsamdrátt- urinn hefur verið í framleiðslu og sölu kýrkjöts á meðan ungnaut og úrvalsgripir sækja í sig veðrið. ■ NAUTGRIPAKJÖT Sala á nautgripakjöti hefur heldur aukist á milli ára. Landssamtök sláturleyfishafa: Sala á nautgripakjöti hefur aukist rýmkaðar úr 25% í 35%. Í öðru lagi er fellt út ákvæði um að þeir sem lögin taka til þurfi að vera búnir að laga sig að þeim 1. júní 2006. Það þýðir að núgildandi útvarpsleyfi verða ekki afturkölluð heldur munu þau renna út. Þegar til endur- nýjunar leyfanna kemur þurfa aðil- ar að uppfylla skilyrði nýrra laga, nema endurnýjun eigi sér stað inn- an tveggja ára frá gildistöku lag- anna en þá gildir leyfið einungis til 1. júní 2006. Til móts við gagnrýni Í greinargerð meirihlutans segir að með rýmkun á hámarkseignar- aðild sé leitast við að koma betur til móts við það sjónarmið að rekstrar- grundvelli þessara fyrirtækja verði ekki raskað meira en eðlilegt getur talist í þágu markmiðsins um fjöl- breytni í fjölmiðlun. Um hina meg- inbreytinguna segir að hún sé gerð til að gæta ýtrasta öryggis með til- liti til verndar þeirra eigna- og at- vinnuréttinda sem varin eru af 72. gr. stjórnarskrárinnar. Illa ígrundað og óvandað frá upphafi Í framhaldsnefndaráliti minni- hluta allsherjarnefndir lýsir minni- hlutinn yfir vanþóknun á því sem hann kallar fullkomnum viljaskorti meirihlutans til að skoða málið til hlítar. Bendir minnihlutinn á að í umsögnum meirihluta efnahags- og viðskiptanefndar og minnihluta menntamálanefndar komi fram efa- semdir um að frumvarpið nái mark- miðum sínum. Minnihlutinn telur frumvarpið illa ígrundað og óvand- að í upphafi og bendir á að í nýjustu tillögum meirihluta allsherjar- nefndar sé fjórða útfærsla málsins í meðförum ríkisstjórnarinnar að líta dagsins ljós. „Þessar breytingartillögur breyta engu að okkar mati. Frum- varpið felur einfaldlega í sér of mikil inngrip í þennan markað. Frumvarpið er hugsanlega stjórnar- skrárbrot og stangast líklega á við alþjóðasamninga. Það mun snúast upp í andhverfu sína, því það leiðir til fábreytni og hindrar aðkomu nýrra aðila,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylking- arinnar í samtali við Fréttablaðið. ■ TALSVERT BREYTT FRUMVARP Fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefur tekið miklum breytingum frá því að það var kynnt 25. apríl síðastliðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.