Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 23
3FIMMTUDAGUR 20. maí 2004
Gönguleið um Laugarvatn kallast kort
sem Vélstjórafélag Íslands hefur látið
útbúa. Með kortinu geta áhugasamir
gengið um byggðarkjarnann á Laugar-
vatni og kynnt sér sögu og menningu
svæðisins. Kortinu verður því dreift á
helstu ferðamannastaði og upplýsinga-
miðstöðvar í nágrenni Laugarvatns. ■
[ NÝTT GÖNGUKORT ]
Saga og menning
Laugarvatns
„Þetta eru í rauninni ferðir við
allra hæfi,“ segir Sigurjón Þórð-
arson, leiðsögumaður hjá ferða-
skrifstofunni Ultima Thule sem
hefur starfað í rúm 10 ár. „Í upp-
hafi sérhæfðum við okkur í sjó-
kajakferðum og námskeiðum á Ís-
landi en svo höfum við þróast og
vaxið og nú erum við einnig með
sjókajakferðir á Grænlandi auk
þess að vera með ævintýraferðir
út um allan heim.“
Sjókajak hefur verið í stöðugri
sókn hér á landi og nú sækja bæði
Íslendingar í ferðir og námskeið
hér heima sem og á Grænlandi, en
þar býður Ultima Thule upp á
lengri ferðir. Sérstaklega hefur
verið ör þróun í ferðum á Græn-
landi og fleiri erlendar ferðaskrif-
stofur sækjast eftir því að koma
með ferðamenn í sjókajakferðir
bæði til Íslands og Grænlands.
Auk sjókajaksferða er Ultima
Thule með margar erlendar ævin-
týraferðaskrifstofur á sínu bandi
og eru umboðsaðilar fyrir þær.
Þeir skipuleggja fjölbreyttar
ferðir á Íslandi fyrir erlenda
ferðamenn og ferðaskrifstofurnar
setja saman ferðir um allan heim
fyrir íslenskt ævintýrafólk. Með-
al þess sem hægt er að gera er að
fara í skoðunarferðir til Nýja-Sjá-
lands, hjólaferð um Víetnam og
fjallgöngur í Malasíu. „Áhugi á
ævintýraferðum meðal Íslend-
inga er að aukast og fólk er að átta
sig betur á þeim fjölmörgu mögu-
leikum sem ferðalög bjóða upp á,“
segir Sigurjón og bætir við að vin-
sælasta ferðin meðal Íslendinga
sé gangan á fjallið Kilimanjaro í
Tansaníu í Afríku.
Fjölbreytni er eitthvað sem
vantar ekki hjá Ultima Thule og
eru þeir með mjög fjölbreytt úr-
val ferða fyrir erlenda ferðamenn
sem koma hingað til lands eins og
erfiðar gönguferðir, tjaldferðir og
fjallahjólaferðir. Ferðamennirnir
sem Ultima Thule tekur á móti
koma helst frá Bandaríkjunum,
Bretlandi og Danmörku en alltaf
eru ný lönd að bætast við. „Þeir
sem koma hingað til lands velja
sér helst meðalerfiðar ferðir, vilja
oft gista í tjaldi þar sem þeir fá
góðan mat og er hugsað vel um þá
en reyna samt töluvert á sig,“ seg-
ir Sigurjón og bætir við að lokum
að þetta séu ekki þessar dæmi-
gerðu skoðunaraferðir sem fara
fram nær algjörlega í rútum eins
og við eigum að venjast heldur
gerast ævintýrin fyrir utan bílinn.
Nánari upplýsingar um Ultima
Thule er hægt að finna á heima-
síðu þeirra ute.is ■
Ævintýraferðir á Íslandi og um allan heim:
Ævintýrin gerast fyrir utan bílinn
Fallegt er um að litast í Bláskógabyggð
og vonandi nýtist nýja kortið sem flestum.
[ VEIKINDI Í SUMARFRÍINU ]
Fyrsta hjálp í fríið
Talið er að um tíu milljón ferðalanga þjáist af
niðurgangi hvert ár á ferðalögum sínum um
heiminn. Ekki nokkur hefur áhuga á að eyða
rándýru sumarfríi í rúminu og vanlíðan. Einmitt
þess vegna er skynsamlegt að taka með sér
ýmislegt læknadót til að hafa vaðið fyrir
neðan sig. Það getur verið allt frá verkja-
töflum úr lyfjaskápnum heima í augnlinsu-
vökva, plástra eða sárabindi. Einnig lista
um það sem læknir gæti þurft að vita um
þig ef illa færi. Hér er upptalið ýmislegt sem
gott er að hafa meðferðis í fríið.
• Brjóstsviðatöflur og hægðalosandi lyf fyrir
meltingatruflanir
• Vatnshreinsandi töflur til að hreinsa vafa-
samt vatn af sýklum
• Allrahanda sýklalyf sem verkar á þvag-
færasýkingar, niðurgang, sýkingu í öndun-
arvegi og húð
• Skordýraeitur ef farið er á staði þar sem
hætta er á að smitast af gulu, beinbruna-
sótt eða öðrum hitabeltissjúkdóm
• Andhistamín fyrir ofnæmi
• Verkjalyf við tannpínu til að slá á verkinn
þar til komist er til tannlæknis
• Lyf við ferðaveiki til að forðast flug-, sjó-
og bílveiki
• Sprauta og nál, innpakkað og sótthreins-
að. Sum þróunarlandanna endurnota
nálar
• Rakaklúta til að grípa til ef þvo þarf hend-
ur þar sem ekki er rennandi vatn
• Plástra, sárabindi, grisjur, sótthreinsandi
smyrsl, hýdrókortisón við liðbólgu og
ýmsa húðsjúkdóma, og molskinn til að
meðhöndla skrámur og blöðrur
• Hitamæli
• Vasahníf, naglaklippur
• Sólarvörn
• Augnlinsuvökva
• Alþjóðlegt skírteini um bólusetningu.
Þess er krafist í sumum löndum