Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 2
2 20. maí 2004 FIMMTUDAGUR „Nei, alls ekki. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt lið og alltaf gaman að spila á móti þeim.“ Margrét Lára Viðarsdóttir hefur skorað tíu mörk gegn Breiðabliki í þremur leikjum það sem af er árinu, þar af fjögur í fyrsta leik liðanna á Íslandsmótinu. SPURNING DAGSINS Margrét Lára, er þér eitthvað illa við Blika? HÆSTIRÉTTUR Hæstiréttur sýknaði Pétur Þór Gunnarsson, fyrrverandi eigandi Gallerí Borgar, og Jónas Freydal Þorsteinsson í stóra mál- verkafölsunarmálinu í gær, en Hér- aðsdómur Reykjavíkur dæmdi þá í fyrra í nokkurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi. Þeir voru sakaðir um skjalafals og fjársvik með því að hafa blekkt viðskiptavini til að kaupa málverk sem þeir hefðu tekið þátt í að falsa. Rannsókn á málinu er dýras- ta lögreglurann- sókn Íslandssög- unnar, tók sjö ár og nemur kostn- aður við hana um 50 milljónum króna. Lögreglan hafði við rann- sókn málsins leit- að til kunnáttu- manna um rann- sóknir og álits- gerða vegna þeir- ra málverka sem snertu málið. Hæstiréttur taldi að ákæruvaldinu hefði ekki tekist að sýna nægilega fram á að verkin tengdust ákærðu og þar sem Listasafn Íslands væri einn kæren- da í málinu hefðu hinar sérfræði- legu álitsgerðir sem lögregla hafði aflað hjá starfsmönnum safnsins fyrir útgáfu ákæru ekki talist tækar fyrir dómi til sönnunar í málinu. „Var ekki talið að þau sönnunar- gögn, sem eftir stæðu, nægðu til þess að ákæruvaldið gæti talist hafa axlað þá sönnunarbyrði, sem á því hvíldi,“ segir í dómi Hæstaréttar. Tveir dómarar töldu Pétur Þór og Jónas seka og skiluðu sér- atkvæði og vildu þyngja héraðs- dóminn. Bogi Nilsson ríkissaksókn- ari sagði alltaf erfitt að sanna svona mál. „Við sættum okkur að sjálf- sögðu við niðurstöðuna,“ sagði hann. Verjendur sögðu dóminn áfellis- dóm yfir rannsókninni. „Þetta er eðlilegur dómur miðað við það hvernig að málinu og rannsókn þess var staðið af hálfu lögreglunnar. Það má öllum vera ljóst að í sönnun- um verður að hafa sérfræðinga sem eru óháðir,“ sagði Ragnar Aðal- steinsson, sem var verjandi Péturs Þórs fyrir Hæstarétti. Hann bætti því við að telji kærendur sig geta sýnt fram á að þeir hafi orðið fyrir fjárhagslegu tjóni vegn málsins geti þeir líklega látið á það reyna að höfða einkamál. Ragnar segir að Pétur Þór geti hugsanlega farið fram á skaða- bætur. „Það er vegna þess að hann var látinn sitja í sex mánuði í fangelsi með ólögmætum hætti, þegar aðrir við sambærilegar aðstæður voru látnir sitja í þrjá mánuði,“ segir Ragnar. bryndis@frettabladid.is Dæmdur til að endurgreiða ránsfenginn: Tveggja ára fangelsi fyrir Skeljungsránið DÓMSMÁL Rúmlega fertugur mað- ur, Stefán Aðalsteinn Sigmunds- son, var dæmdur í tveggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær fyrir Skeljungsránið í Lækjargötu í febrúar árið 1995. Hann var einnig dæmdur til að greiða tæpar sex milljónir í skaðabætur, eða því sem sam- svarar ránsfengnum. Stefán hafði áður játað sinn hlut hjá lögreglu en dró þann framburð til baka og segist hafa verið beittur þrýstingi. Hann er sakfelldur fyrir að hafa framið ránið í félagi með tveimur öðrum mönnum, en annar þeirra framdi sjálfsvíg áður en hann mætti í skýrslutöku hjá lögreglu. Fyrrum eiginkona Stefáns bar vitni fyrir dómi þar sem hún sagði Stefán hafa sagt sér frá aðild sinni að ráninu auk þess sem hún hafi tekið við hans hlut af ránsfengn- um. Stefán segist aðeins hafa sagt fyrrum konu sinni frá því sem hann hafði eftir öðrum um ránið. Þótti dómnum framburður fyrr- um konu hans trúverðugur og í samræmi við þær skýrslur sem hún hafði áður gefið. Þá segir að skýringar Stefáns, um að hann hafi áður játað hjá lögreglu vegna hótana um gæsluvarðhald, séu haldlausar. Við refsiákvörðun var höfð hliðsjón af því hversu langt væri liðið frá ráninu. ■ Raufarhafnarhreppur sýknaður: Krafðist 2,7 milljóna DÓMSMÁL Raufarhafnarhreppur var sýknaður í Hæstarétti af kröf- um fyrrverandi sveitarstjóra en honum höfðu verið dæmdar 2,7 milljónir króna í Héraðsdómi Norðurlands eystra. Deilt hafði verið um hvernig bæri að skilja ráðningarsamning fyrrum sveitarstjórans, sem fór fram á að fá greiddan uppsagnar- frest eftir að ráðningarsamningi hans lauk. Niðurstaða Hæstarétt- ar var að sýkna bæri hreppinn af kröfunum, þar sem uppsagnar- ákvæði samningsins hafi ekki verið beitt heldur hafi hann runn- ið út. Sveitastjórinn var dæmdur til að greiða hreppnum 300 þús- und krónur í málskostnað. ■ DUFTINU KASTAÐ Duftinu var beint að forsætisráðherranum en lenti á fjármálaráðherra hans. Uppnám í þinginu: Dufti kastað á Tony Blair LONDON, AP Rýma þurfti þingsalinn eftir að dufti var kastað að Tony Blair forsætisráðherra. Duftið reyndist meinlaust en það breytti því ekki að málið var litið mjög al- varlegum augum. Tveir menn voru handteknir vegna málsins, en samtök sem berjast fyrir auknum rétti feðra lýstu ábyrgð á hendur sér. Menn- irnir voru í herbergi fyrir gesti þingmanna og lávarða, þar sem öryggisgæsla er minni en í áhorf- endasal almennings. Í ljós kom að lávarður einn hafði skrifað upp á leyfi þeirra og ákvað þingforseti að lávarðarnir mættu ekki lengur bjóða gestum sínum í gesta- herbergi þingmanna. ■ ■ EVRÓPA Samkeppnisstofnun: Uppsögn braut í bága við lög ATVINNUMÁL Samkeppnisstofnun hefur staðfest að nýleg uppsögn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á leigusamningi Íslensks markaðar í Leifsstöð braut í bága við lög og ákvarðanir samkeppnisyfirvalda. Niðurstaðan þýðir að forsvars- menn Leifsstöðvar verða að fres- ta forvali vegna útboðs á við- skiptatækifærum í flugstöðinni sem fram átti að fara innan tíðar. Fagnar stjórn og starfsmenn ÍM þessari ákvörðun enda sé nú bundinn endi á deilur þær sem staðið hafa yfir um skeið vegna þessa. ■ STEFÁN AÐALSTEINN SIGMUNDSSON Dómnum þótti ekki trúverðugt að Stefán hefði játað ránið hjá lögreglu vegna hótana um gæsluvarðhald. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA SCHRÖDER KÆRIR KENNARA Ger- hard Schröder Þýskalandskanslari hefur kært rúmlega fimmtugan at- vinnulausan kennara. Maðurinn sló Schröder utan undir þegar Schröder var á kosningaferðalagi á dögunum. Talsmaður Schröders sagði ekki hægt að láta manninn komast upp með líkamsárás. GEFIÐ YKKUR FRAM Þing Bosníu- Serba hefur hvatt alla þá sem grun- aðir eru um stríðglæpi til að gefa sig fram við yfirvöld til að draga úr hættu á að saklausir borgarar skað- ist. Þingmenn samþykktu þetta þeg- ar þeir ræddu skýrslu um mis- heppnaða tilraun til að handsama stríðsglæpamenn sem kostaði sak- lausan borgara lífið. Sjómenn og útgerðar- menn ræða kjaramál: Fundur árángurslaus SJÓMENN „Hvorki gekk né rak,“ sagði Guðjón Ármann Einarsson, framkvæmdastjóri félags skip- stjórnamanna, um kjarafund háseta og skipstjórnarmanna við útgerðar- menn hjá Ríkissáttasemjara í gær. Fundurinn stóð í klukkustund. Í kjölfar fundarins fóru for- svarsmenn Sjómannasambands Ís- lands yfir stöðuna með formönnum sjómannafélaganna. „Menn eru ó- ánægðir með það að þetta skuli ekki geta gengið hjá okkur eins og öðr- um. Það þarf tvo til að ljúka samn- ingum og við erum tilbúnir til þess,“ segir Hólmgeir Jónsson, fram- kvæmdastjóri SÍ. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir sjómenn í örðu launakerfi en aðrir og málin séu flókin. „Við viljum að sjálfsögðu semja við sjómenn.“ Nýr fundur er boðaður í byrjun ágúst. ■ Laugarvatnsræninginn: Úrskurðað- ur í síbrota- gæslu GÆSLUVARÐHALD Rúmlega tvítugur maður, sem var stöðvaður í Mos- fellsbæ á miðvikudag eftir ofsa- akstur um Suðurlands- og Vestur- landsveg, var úrskurðaður í gæslu- varðhaldí sex vikur, til 30. júní. Maðurinn var nýsloppinn úr haldi lögreglunnar á Selfossi eftir vopnað rán í verslun við Laugar- vatn. Á Selfossi stal hann bílnum sem hann ók. Farið var fram á sí- brotagæslu yfir manninum, þar sem nokkur mál sem hann er talinn tengjast eru enn í rannsókn. ■ DÓMSMÁL „Þetta er mikill léttir og staðfestir sakleysi mitt sem ég hef alla tíð haldið fram. Margra ára martröð er loks lokið. Eftir ræður verjenda var ég sannfærður um að við yrðum sýknaðir, enda bestu lög- menn sem völ er á,“ sagði Pétur Þór Gunnarsson eftir að Hæstiréttur kvað upp dóminn í stóra málverka- fölsunarmálinu. Pétur segir málið hafa haft hræðileg áhrif á líf sitt og fjöl- skyldu sinnar, en nú taki við bjart- ari tímar. „Þetta hefur verið erfitt og umturnað mínu lífi. Nú ýti ég þessu frá mér og horfi fram á veg- inn og reyni að tjasla lífinu saman,“ segir Pétur. Jón H. Snorrason, sem stýrði lög- reglurannsókninni, segir dóminn koma á óvart. „Við völdum vísinda- menn samkvæmt venjum og við- horfi um hæfi og vanhæfi. Dómur- inn skýtur því skökku við og er ótrúverðugur. Listasafnið, sem er langstærsti listaverkaeigandi landsins, kærði tvær myndir og vís- indamennirnir komu ekki nálægt þeim,“ segir Jón. Ólafur Ingi Jónsson, forvörður og einn kærenda, segir dóminn mikil vonbrigði. „Ég efast um að málinu sé lokið af minni hálfu. Það er enginn vafi í mínum huga að öll verkin eru fölsuð. Allar aðr- ar niðurstöður eru ankannalegar,“ segir Ólafur Ingi. ■ PÉTUR ÞÓR Segir málið hafa haft hræðileg áhrif á líf sitt. Pétur Þór Gunnarsson: Sakleysi mitt staðfest VERJENDURNIR ÁNÆGÐIR Ragnar Aðalsteinsson og Sigríður Rut Júlíusdóttir, verjendur Péturs Þórs, segja niður- stöðuna í stóra málverkafölsunarmálinu í samræmi við málflutning sinn. „Var ekki talið að þau sönnunar- gögn, sem eftir stæðu, nægðu til þess að ákæruvaldið gæti talist hafa axlað þá sönnunar- byrði, sem á því hvíldi. Áfellisdómur yfir rannsókn málsins Hæstiréttur sýknaði Pétur Þór Gunnarsson og Jónas Freydal Þorsteins- son í stóra málverkafölsunarmálinu. Tveir dómarar skiluðu sératkvæði. Sérfræðiálit lögreglu þóttu ekki tæk fyrir dómi til sönnunar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.