Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 87 stk. Keypt & selt 28 stk. Þjónusta 56 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 31 stk. Atvinna 15 stk. Tilkynningar 3 stk. til London og Kaupmannahafnar Tvisvar á dag Töskur á tilboði í Kópavogi BLS. 4 Góðan dag! Í dag er uppstigningardagur 20. maí, 141. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.56 13.24 22.55 Akureyri 3.18 13.09 23.03 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Þú færð líka allt sem þig vantar á Uppáhaldsborg Gunnlaugs Briem: Tallinn er full af listaverkum og spennandi menningu tilbod@frettabladid.is Verslunin Útilíf og sport er í barnaskapi og nú er 50% afsláttur af öllum nýjum barnavörum. Einnig eru tilboð á dömubolum og eru þeir allir á sama niðursetta verðinu – aðeins 990 krónur. Harðviðarval býður afslátt af ýmsum vörum þessa dagana. Þannig er hægt að fá sturtuklefa á 30% afslætti, eða frá 39 þúsund krónum, handlaugar sem fara úr 29.900 í 19.900 krónum, hurðir sem fara úr 29.900 í 22.900, sturtuhausa sem fara úr 5.900 í 1.990 krónur og gólfflísar sem fara úr 2.590 í 1.790 krónur. Af blöndunartækjum er 40% afslátt- ur og einnig er Kjörvari og palla- olía á tilboði. Í Harðviðarvali er opið um helgina. Tískuvöruverslunin Tess við Dunhaga er að hætta og er nú með lagersölu sem stendur til mánaðamóta. Þar er að finna mikið af góðum tilboðum en verslunin selur franskan kvenfatn- að. Afslátturinn er allt að 70 pró- sent og enn er nokkuð eftir af buxum, pilsum og jökkum. Sem dæmi um tilboð má nefna að öll belti eru á 500 krónum. Buxur sem kostuðu 10 þúsund eru nú á þrjú þúsund og hægt er að fá pils allt niður í tvö þúsund krónur. Þá er slá með blönduðum vörum sem allar eru á þúsund krónur. Ingvar Helgason er með útsölu á notuðum bílum. Afslátturinn er mismikill en til dæmis er Mercedes Benz 220E frá 1995 sem áður var á 1.550 þúsund nú á 1.290 þús- und krónur og Opel Astra frá 2000 fer úr 930 þúsund í 680 þús- und krónur. Þá er til- boðsverð á nýjum Nissan Patrol í maímánuði. Lista- verð er 5.190 þús- und krónur en hann fæst nú á 4.995 krónur. Inni í því verði er aukahlutapakki upp á 218 þúsund krónur. Innréttingar og tæki í Ármúla eru með opnunartilboð á baðinn- réttingum. Þar eru yfir þrjátíu mismunandi uppstillingar af bað- innréttingum, en afslátturinn er á bilinu 25 til 50 prósent. Gulli Briem brá sér í upp í Öskjuhlíð til að rifja upp Tallinn sem er uppáhaldsborgin hans. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM Subaru Legacy ‘97, ekinn 112 þúsund, sjálfskiptur. Ásett verð 990 þúsund. Til- boð 850 þúsund. Upplýsingar í síma 564 5577, 554 4722 & 864 2712. Til sölu dagabátur, Sómi 800, árg. 1986. Búinn 200 hö. Volvo-pentavél árg. 1977. Upplýsingar gefur Skipasalan ehf. í s. 544 4600. www.skipasalan.is Landsins mesta úrval af bátum, utan- borðsmótorum og bátavörum. Véla- salan ehf. Ánanaustum 1. S. 580 5300. www.velasalan.is Ath. sumaropnun til kl. 18. Góður staðgreiðsluafsláttur. Til sölu Hyundai Accent 1500cc GLS, árg. 1998. Flottur bíll mikið yfirfarinn, ekinn að- eins 76.000 km. Ásett verð 520.000. þús. Staðgreiðslutilboð óskast. Upplýs- ingar í síma 565 0308 & 699 5595. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA TILBOÐ o.fl. „Fyrst og fremst heillaðist ég af sögunni og listaverkunum sem eru í Tallinn frá fyrri öldum,“ segir Gunnlaugur Briem tónlistar- maður. Hann hefur tvisvar sinnum ferðast til Tallinn, höfuðborgar Eistlands, með hljómsveit sinni Mezzoforte og verður alltaf áhugasamari um listaverkin sem borgin hefur að geyma. „Ég hef algjörlega dottið niður í kirkju- listaverk eins og helgimyndir og hef notað tækifærið meðan ég er í Tallinn til að kaupa helgimyndir frá 17. og 18. öld. Eftir því sem árin færast yfir mig þá hef ég meiri áhuga á þess konar listaverkum og spái meira í list almennt,“ bætir Gunnlaugur við, en hann hefur einnig gert sér ferð í moskurn- ar í borginni og finnst þær mjög áhuga- verðar sem og listaverkin sem þær hafa að geyma. Gunnlaugur hefur sérstakt dálæti á forn- gripaverslununum í Tallinn og lætur sig oft hverfa og heldur einn í gömlu borgina til að gleðja augað í þeim fjölmörgu búðum sem þar er hægt að heimsækja. „Tallinn er alveg stútfull af gömlum listaverkum og þar er al- deilis margt og mikið að sjá.“ ■ Í nokkur ár hefur Heilsuhúsið verið með sérstakan til- boðsklúbb sem kallast Íbúar Heilsuhússins. Til að ganga í klúbbinn þurfa áhugasamir að gera sér ferð í Heilsu- húsið og skrá nafn sitt og heimilisfang. Þeir fá meðlima- skírteini og fréttabréf send heim mánaðarlega mánuði. Einu sinni í mánuði er afsláttardagur fyrir íbúa Heilsu- hússins. Þá eru allar vörur á tólf prósent afslætti og nýj- ar og spennandi vörur á tilboði. Þessir dagar eru ein- göngu fyrir meðlimi klúbbsins og þurfa þeir ávallt að framvísa skírteinum við kaup í versluninni. Starfsmenn Heilsuhússins segja að það myndist mikil stemming á þessum dögum og alltaf nóg að gera. Í maítilboð íbúa Heilsuhússins er hollustupakki sem inniheldur ýmsar matvörur ásamt vönduðu hnífasetti. ■ Heilsufæði á tilboði: Stemning á tilboðsdögum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.