Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 35
27FIMMTUDAGUR 20. maí 2004 FÓTBOLTI Undanfarin ár hafa aðildar- félög KSÍ séð um að skrá úrslit leikja og leikskýrslur beint í gagna- grunn KSÍ í gegnum aðgang við- komandi félags að ksi.is. Knatt- spyrnuáhugamenn nýta sér óspart þessa góðu þjónustu enda má sjá miklar upplýsingar um hvern leik út frá þeim staðreyndum sem koma fram á leikskýrslu, sérstaklega ef þær koma inn strax á leikdegi. Lið- in í Landsbankadeildunum (karla og kvenna) eiga samkvæmt tilmælum sambandsins að skrá leikskýrslu innan við tveimur klukkutímum frá því að leik lauk en það voru þó að- eins tvö af sex liðum sem áttu heimaleik í fyrstu umferðum Landsbankadeildanna sem stóðu sig. KR og ÍA sendu upplýsingar um sína leiki við FH og Fylki strax inn en Grindavík, KA og Fram stóðu sig ekki í karladeildinni. Leikskýrslan úr opnunarleik ÍBV og Breiðabliks í Landsbankadeild kvenna skilaði sér heldur ekki inn á netið. Ekki eru refsingar fyrir að standa sig ekki en það er ljóst að metnaðurinn í þessu máli er greinilega misjafn hjá félög- unum í Landsbankadeildunum. ■ FÓTBOLTI Önnur umferð Lands- bankadeildar karla hefst í dag með þremur leikjum. Margt óvænt gerðist í fyrstu umferðinni, Íslandsmeistarar KR töpuðu fyrir FH og Framarar komust á topp deildarinnar í fyrsta sinn síðan í sjöundu umferð ársins 1992 með sigri á Víkingum. Stórleikur umferðarinnar er þó væntanlega í Árbænum á laugar- daginn þar sem Fylkismenn taka á móti FH-ingum. Þessi leikur átti upphaflega að fara fram í dag en honum var frestað til laugardags vegna sviplegs fráfalls Þóris Jónssonar, formanns meistara- flokksráðs karla hjá FH, en hann lést í bílslysi í gærmorgun. Báð- um þessum liðum er spáð góðu gengi í deildinni, bæði spiluðu vel í fyrstu umferð og því má búast við hörkuleik. Fylkismenn voru óheppnir að fara ekki með þrjú stig í gegnum Hvalfjarðargöngin á sunnudaginn þegar þeir sóttu Skagamenn heim. Kanadamaður- inn Alen Marcina jafnaði metin fyrir Skagamenn í blálokin. Fylk- isliðið er gjörbreytt frá fyrri árum. Þorlákur Árnason, sem tók við Fylkisliðinu síðasta haust, hef- ur skóflað burtu leikkerfinu 4-3-3 sem hefur einkennt Fylkisliðið undanfarin ár, auk þess sem liðið hefur fært sig mun framar á völl- inn. Það munar miklu fyrir liðið að hafa fengið Björgólf Takefusa en með honum er loksins kominn leikmaður sem getur haldið bolt- anum frammi. Við það kemur allt annar bragur á Fylkisliðið. Sævar Þór Gíslason virðist vera í fínu formi þessa dagana og hefur end- urheimt sjálfstraustið sem ein- kenndi hann fyrir tveimur árum. FH-liðið spilaði sem ein liðsheild gegn KR-ingum, vörnin var sterk, miðjan öflug og sóknarleikurinn ógnandi jafnvel þótt tvo helstu framherja liðsins, Allan Borgvardt og Ármann Smára Björnsson, vantaði vegna meiðsla. Ekki er búist við því að Borgvardt eða Ármann Smári verði með í dag þar sem hvorugur er kominn í sitt besta form en það hjálpar FH- ingum mikið að Atli Viðar Björns- son virðist alheill af hnémeiðslun- um sem hafa hrjáð hann undan- farið ár. FH-ingar munu væntan- lega detta til baka í leiknum og freista þess að sækja hratt og það verður gaman að sjá hvernig vörn Fylkismanna með þá Guðna Rún- ar Helgason, Þórhall Dan Jó- hannsson, Val Fannar Gíslason og Gunnar Þór Pétursson tekur á eld- fljótum sóknarmönnum FH-inga. Skagamenn taka á móti Grind- víkingum á Akranesi. Því var al- mennt spáð fyrir mót að Skaga- menn myndu verða það lið sem helst gæti veitt KR harða keppni um Íslandsmeistaratitilinn. Þeir áttu í vandræðum í fyrri hálfleik gegn Fylkismönnum á sunnudag- inn en það helgast sennilega af því að Ólafur Þórðarson, þjálfari liðs- ins, gerði margar breytingar á lið- inu frá því á undirbúningstíma- bilinu. Það kom ekkert út úr Har- aldi Ingólfssyni gegn Fylki en hann á að vera lykilmaður í sókn- arleik liðsins. Grétar Rafn hefur náð samkomulagi við Skagamenn um að fara til svissneska liðsins Young Boys og ætti því að koma á tvöföldum krafti í leikinn. Kanadamaðurinn Alen Marcina sýndi að hann er markaskorari með mikilvægu marki á loka- sekúndunum en það er ljóst að Skagamenn eiga mikið inni. Grindvíkingar verða í vandræð- um ef marka má leik liðsins gegn ÍBV. Of mikið hvílir á herðum of fárra manna því Sinisa Kekic og Grétar Hjartarson bera liðið uppi. Serbneski varnarmaðurinn Slavisa Kaplanovic meiddist gegn ÍBV og verður örugglega ekki með og er það skarð fyrir skildi hjá Grindavíkurliðinu því Sinisa Kekic, sem á að stýra miðju- spilinu hjá liðinu, verður þá að fara í vörnina. Það er hætt við því að miðjan hjá Skagamönnum með þá Grétar Rafn, Julian Johnsson og Pálma Haraldsson eigi eftir að valta yfir miðju Grindvíkinga og ef það gerist verður þessi leikur ekki spennandi. Framarar komu liða mest á óvart í fyrstu umferðinni. Þeir léku leiftrandi skemmtilegan sóknarbolta á löngum köflum í leiknum gegn Víkingi og þótt mót- spyrnan væri ekki mikil var það augljóst að þar á bæ er Rúmeninn Ion Geolgau að gera góða hluti .Það hjálpar honum að hafa fengið fjóra mjög sterka leikmenn, Rík- harð Daðason, Þorvald Makan, Fróða Benjaminsen og Hans Fróða Hansen, til liðsins, en þess- ir leikmenn hressa ekki einvörð- ungu upp á sóknarleikinn heldur hafa þrír síðastnefndu fært liðinu baráttu og grimmd sem það vant- aði sárlega. Framarar eru á toppi deildarinnar fyrir leiki dagsins en það verður ekki létt verk hjá þeim að krækja í þrjú stig gegn Eyja- mönnum, sem spiluðu vel gegn Grindvíkingum og voru óheppnir að fara ekki heim með öll þrjú stigin. Eyjaliðið spilaði lipran fót- bolta á köflum, var traust varnar- lega og hefur verið mjög heppið með erlenda leikmenn. Bak- verðirnir Mark Schulte og Matt Garner eru mjög sterkir, Ian Jeffs sýndi og sannaði í fyrra að hann er sterkur leikmaður og í fram- línunni ná þeir Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Magnús Már Lúð- víksson vel saman. Það er nauð- synlegt fyrir Framara að vera komnir niður á jörðina áður en þeir leggja af stað í flugferð til Eyja, annars fer illa fyrir þeim. Íslandsmeistarar KR sækja Keflvíkinga heim og eiga það á hættu að vera með ekkert stig eft- ir tvær umferðir ef illa fer. KR- liðið var afspyrnuslakt gegn FH- ingum á laugardaginn og uppskar nákvæmlega það sem það átti skilið, ekki neitt. Varnarleikurinn var ótraustur, miðjan slök og lítil ógn í sókninni ef undan er skilinn hinn 17 ára gamli Kjartan Henry Finnbogason. Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, hlýtur að gera ein- hverjar breytingar á liði sínu en hann býr þó við þröngan kost því margir leikmanna liðsins eru á sjúkralista auk þess sem Sig- mundur Kristjánsson meiddist gegn FH og verður ekki með í kvöld. Þá er Bjarni Þorsteinsson tæpur vegna meiðsla í kálfa. KR- ingar þurfa að öðlast sjálfstraust en það verður erfiðara og erfiðara eftir því sem líða tekur á. Keflvík- ingar staðfestu það sem sagt hafði verið um þá fyrir mót gegn KA- mönnum. Þeir eru með skemmti- lega blöndu af ungum og frískum strákum og reynsluboltum, sækja mjög hratt og öðluðust enn meira sjálfstraust með sigrinum gegn KA. Þeir stilla væntanlega upp sama liði og í fyrsta leiknum og það verður þrautin þyngri fyrir KR-inga að sækja þrjú stig suður með sjó, sérstaklega í ljósi þess að andleysið virðist svífa yfir vötn- um í Vesturbænum. oskar@frettabladid.is Landsbankadeildir karla og kvenna í knattspyrnu: Aðeins tvö af sex liðum sendu skýrsluna inn Heldur Fram toppsætinu? Framarar fara til Eyja eftir að hafa komist í toppsætið í fyrsta sinn síðan 1992 í fyrstu umferðinni. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FYRSTA MARKIÐ Á AKRANESI Fylkismaðurinn Sævar Þór Gíslason skorar hér fyrsta mark leiksins gegn ÍA á sunnudaginn án þess að Þórður Þórðarson, markvörður Skaga- manna, komi nokkrum vörnum við. Bjarni Þór Viðarsson til Everton: Fetar í fótspor bræðra sinna FÓTBOLTI Bjarni Þór Viðarson, sextán ára leikmaður hjá FH, skrifaði í dag undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Everton. Bjarni, sem er sonur Viðars Hall- dórssonar, fyrrum landsliðsfyrir- liða og leikmanns FH, æfði með Everton í vikutíma í síðasta mánuði. Í kjölfarið fékk hann tilboð og nú hefur verið gengið frá samningum. Fyrstu tvö ár samningsins verður Bjarni í knattspyrnuakademíu Everton en þriðja árið verður hann orðinn fullgildur atvinnumaður. Bjarni fetar því í fótspor eldri bræðra sinna sem einnig eru at- vinnumenn í knattspyrnu, þeirra Arnars Þórs, sem er landsliðsmaður og fyrirliði úrvalsdeildarliðs Lokeren í Belgíu, og Davíðs Þórs, sem spilar með norska úrvalsdeild- arliðinu Lilleström. ■ Á LEIÐ TIL EVERTON Bjarni Þór Viðarsson skrifaði í gær undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildar- félagið Everton. Fetar í fótspor bræðra sinna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.