Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 20
Ágreiningur er milli lögspekinga
um það hvort forseti Íslands hafi
vald til þess að neita að staðfesta
lög og vísa þeim til þjóðarat-
kvæðagreiðslu. Sigurður Líndal,
fyrrverandi lagaprófessor, telur
að forsetinn hafi þetta vald sam-
kvæmt stjórnarskránni. Þór Vil-
hjálmsson telur að forsetinn hafi
ekki þetta vald.
Mál þetta er komið upp nú
vegna fjölmiðlafrumvarpsins.
Mikill meirihluti þjóðarinnar tel-
ur samkvæmt skoðanakönnunum
að forsetinn eigi að neita að skrifa
undir lög um eignarhald á fjöl-
miðlum og vísa þeim til þjóðarinn-
ar. Sigurður Líndal telur að mál
þetta sé að mörgu leyti heppilegt
til þess að leggja undir þjóðarat-
kvæði. Hér sé um mörg grund-
vallaratriði að tefla svo sem tján-
ingarfrelsi, atvinnufrelsi, eignar-
réttarákvæði o.fl. Sigurður Líndal
telur að frumvarpið um eignar-
hald á fjölmiðlum brjóti í bága við
stjórnarskrána.
Ég er sammmála Sigurði Lín-
dal í þessu máli. Ég tel eðlilegt að
þetta stóra mál fari undir þjóðar-
atkvæði. En til þess að svo verði
þarf forseti Íslands að neita að
skrifa undir lögin um fjölmiðlana
og þá fer málið í þjóðaratkvæða-
greiðslu. Ég tel ákvæði stjórnar-
skrárinnar alveg skýr í þessu
efni. Forseti Íslands hefur valdið.
Svo virðist sem meirihlutinn á
Alþingi ætli að keyra í gegnum
þingið lög sem mikill meirihluti
þjóðarinnar er andvígur. Undir
slíkum kringumstæðum er mjög
eðlilegt að fram fari þjóðar-
atkvæðagreiðsla.
Ef forseti Íslands neitar að
skrifa undir fjölmiðlalögin gæti
það haft miklar pólitískar afleið-
ingar. Engin lög eru til um þjóðar-
atkvæðagreiðslu vegna málskots.
Ríkisstjórnin gæti neitað að setja
slík lög. Ríkisstjórnin gæti reynt
að hindra þjóðaratkvæðagreiðslu.
Í slíku tilviki ætti forseti Íslands
engan annan kost en að leysa
stjórnina frá störfum og skipa
nýja til þess að annast þjóðarat-
kvæðagreiðsluna. Slík ríkisstjórn
þyrfti ekki að starfa nema stutt –
ef til vill aðeins fram til 15. sept-
ember. En menn sjá í hendingu
hvílík ógnarátök yrðu í stjórnmál-
unum, ef atburðarásin yrði sú,
sem hér hefur verið lýst. ■
Mikið er nú talað um þann mögu-
leika að forseti Íslands neiti að
skrifa undir frumvarpið um eignar-
hald á fjölmiðlum. Sumir halda því
fram að hann hafi ekki heimild til
þess, en sú röksemdafærsla sem
liggur því til grundvallar virðist
ekki gild. Á málinu eru tvær hliðar.
Önnur lagaleg og hin pólitísk. Í 26.
gr. stjórnarskrárinnar er sagt að
neiti forsetinn að skrifa undir laga-
frumvörp, sem samþykkt hafa verið
af Alþingi, taki þau gildi, en verði
send í þjóðaratkvæði. Hljóti þau
meirihluta atkvæða halda þau
áfram að vera hluti landslaga, en
falla úr gildi ella. Þrátt fyrir að
þetta sé mjög skýrt hefur verið sagt
að þessi lagabókstafur sé fallinn úr
gildi. Það byggist á því prinsippi
lögfræðinnar að lög falla úr gildi
séu þau ekki notuð í langan tíma. Í
sjálfu sér eru allir sammála um að
prinsippið eigi við, en hins vegar er
ekki einhugur um það hversu lang-
ur tími skuli líða frá því að lagabók-
stafur hefur ekki verið notaður og
þangað til hann verður ógildur. Nú
hefur forseti aldrei neitað að skrifa
undir lög, og því er sagt að í 60 ár
hafi bókstafurinn legið ónotaður.
Víst er það langur tími, þó sumir
telji að greinin sé í fullu gildi. En
um það má deila. Ég held að umræð-
an byggist á misskilningi varðandi
umrædda heimild forsetans, og að í
raun og veru sé engum blöðum um
það að fletta að hún sé í fullu gildi.
Rökin fyrir því sjást greinilega sé
litið á 26. greinina í heild sinni. Hún
hefur verið notuð frá stofnun lýð-
veldisins: Ekkert frumvarp hefur
orðið að lögum án þess að farið hafi
verið eftir umræddri grein, og for-
setinn (eða handhafar forsetavalds)
hefur undirritað lögin. Því væri
kyndugt að halda því fram að núna
allt í einu þyrftu frumvörp ekki
undirskrift forsetans til að verða að
lögum, þrátt fyrir bæði skýran laga-
bókstaf og hefð. Að því leyti gegnir
öðru máli um þessa heimild en aðr-
ar athafnir sem stjórnarskráin læt-
ur í hendur forseta, en hafa verið í
höndum ráðherranna (t.d. að skipa
embættismenn eða gera samninga
við önnur ríki). Þá hlýtur sú spurn-
ing að koma í hugann hvers vegna
forsetar hafa ekki nýtt sér þá heim-
ild að skrifa ekki undir lög. Síðustu
áratugi hafa forsetar lýðveldisins
litið á sjálfa sig sem tákn þjóðarinn-
ar, og því hafa þeir ekki blandað sér
í stjórnmál líðandi stundar. Vegna
þessa hafa þeir ekki verið kosnir
með tilliti til pólitískra skoðana, og
frambjóðendur til forsetaembættis-
ins hafa forðast að tala um sínar
persónulegu skoðanir nema á mjög
almennan hátt. Því hefði verið und-
arlegt ef þeir hefðu neitað að sam-
þykkja lög varðandi mál sem voru
pólitískt bitbein þegar þeir voru
kosnir og þeir tjáðu sig ekki um í
kosningabaráttu. Þarna má minnast
á EES-samninginn varðandi Vigdísi
Finnbogadóttur eða Kárahnjúka-
virkjun að því er Ólaf Ragnar
Grímsson varðar. Hins vegar hafa í
það minnsta tveir síðustu forsetar
einnig litið á sig sem nokkurs konar
öryggisventla gagnvart lagagerð.
Þeir hafa sagst mundu nota neitun-
arvald sitt ef lagafrumvörp sem
þeim þættu óásættanleg væru undir
þá borin. Þá er spurningin, varðandi
fjölmiðlafrumvarpið, hvort það sé
annars eðlis en hvert annað bitbein
stjórnmálanna. Tiltölulega auðvelt
er að færa rök fyrir því að svo sé,
þar sem hér eru á ferðinni afskipti
af fjölmiðlum; afskipti sem hljóta
að teljast mjög óeðlileg í lýðræðis-
samfélagi. Því væri ekki óeðlilegt af
Ólafi Ragnari að neita að skrifa und-
ir frumvarpið. Í það minnsta er ljóst
að valdið til þess er hans. ■
Það er orðið svolítið langt síðan,
finnst manni, að Þorgerður Katrín
menntamálaráðherra var í sjón-
varpsviðtali að verja fyrstu út-
gáfu af fjölmiðlafrumvarpinu,
samt eru það nú ekki nema um
tvær vikur. Síðan hafa Halldór og
Davíð breytt frumvarpinu a.m.k
þrisvar, fundir þingnefnda hafa
verið boðaðir og þeim frestað eft-
ir því hvernig tvíeykinu gekk við
endurritunina, en reynt hefur ver-
ið að láta fólk trúa því að þing-
menn væru að endurskoða gjörn-
inginn í kjölfar kröftugrar and-
stöðu í þinginu og með þjóðinni
allri. Því miður er það þó ekki
þannig, því þingmenn Sjálfstæð-
islokks og Framsóknarflokks hafa
ekkert haft með þetta frumvarp
að gera annað en að leika leikrit
sem flokksformennirnir hafa leik-
stýrt harðri hendi. Á sama tíma
tala menn fjálglega um að þing-
ræði ríki á Íslandi. Formaður
Sjálfstæðisflokksins stærir sig að
vísu af því að hafa aldrei á þing-
nefndarfund komið, sem af orðum
hans að skilja virðist vera vett-
vangur fyrir hina lægra settu (ég
sem hélt að löggjafarvald, fram-
kvæmdavald og dómsvald væru
öll jafn mikilvæg), og segir það
kannski meira um hug hans og
virðingu fyrir þingræðinu en
fjálgleg orðræða hans um sama
efni.
Ég minntist á menntamálaráð-
herrann í upphafi vegna þess að í
umræddu viðtali spurði hún eitt-
hvað í þá áttina hvort ekki væri
betra fyrir fjölmiðlamenn að hafa
lög af þessu tagi (þar sem ekki fer
á milli mála hverjir mega eiga
fyrirtækin og sérstaklega hverjir
mega það ekki) heldur en hafa eft-
irlitsmenn eða -stofnanir horfandi
yfir öxlina á sér daginn út og dag-
inn inn. Ég varð eiginlega svolítið
miður mín við þessi ummæli, því
mér virðist Þorgerður Katrín mis-
skilja hlutverk eftirlitsstofnana
og halda að skopmyndin sem
dregin var upp af fyrirbrigðinu á
nýárskvöld hafi verið heimildar-
mynd. Eftirlitsstofnanir urðu til
hér á landi þegar frelsið hélt inn-
reið sína í kjölfar samningsins um
Evrópska efnahagssvæðið (EES),
og hlutverk þeirra er að sjá til
þess að frelsið sé ekki misnotað.
Forverar eftirlitsstofnana, hvort
sem þær heita Samkeppnisstofn-
un eða Fjarskiptastofnun, voru út-
hlutunarnefndir og jafnvel úthlut-
unarstofnanir og svo náttúrlega
stjórnmálamenn, sem leyfðu
mönnum að kaupa gjaldeyri, flyt-
ja út fisk, reka pylsubar í Reykja-
vík og þar fram eftir götunum. Nú
mega menn barasta gera það sem
þeir vilja – að einu skilyrði upp-
fylltu: þeir verða að fylgja lands-
lögum. Nú hentar frelsið ekki ráð-
herrunum og þá verða þeir að
breyta lögunum og menntamála-
ráðherrann orðaði það svo að þeir
sem væru á móti lagasetningunni
„vilja að auðhringir eigi fjölmiðl-
ana“.
Það kostulega við þetta mál er
að allir virðast sammála um að
tryggja þurfi frelsi fjölmiðla.
Fólki er hins vegar ekki sama
hvernig það er gert, og loksins
virðist fólk upp til hópa búið að fá
nóg af þeim gerræðislegu stjórn-
arháttum sem ríkt hafa hér und-
anfarin ár. Öll umræða hefur ver-
ið kæfð með setningum eins og
Þorgerðar Katrínar. Þeir sem eru
á móti frumvarpinu margum-
talaða eru með auðhringjum og
því að þeir stjórni allri fjölmiðlun
í landinu og Mogginn tekur undir.
Þeir sem vildu ræða Evrópusam-
starf þegar það skipti máli vildu
selja auðlindina í hendurnar á út-
lendingum og Mogginn tók undir.
Þeir sem voru á móti Íraksstríð-
inu voru með ómenninu Saddam
og Mogginn tók undir. Eru það
einhverjir aðrir en ríkisstjórnin
og Mogginn sem sjá ekki kostina
við þá fjölbreyttu fjölmiðlun sem
við búum við í dag? Ég held að það
séu fáir.
„Það mun koma í ljós,“ sagði
Davíð í þinginu. Hvað mun koma í
ljós? spyr ég. „Það mun draga til
stórtíðinda,“ segja menn og verða
enn þyngri á brún. Manni dettur
helst í hug að einhver hafi gert eitt-
hvað ólöglegt. Ef svo er þá eru lög
í landinu sem taka á því, þau lög
heita hegningarlög. Kannski er
gallinn sá að engin lög eru til í
landinu sem ná til stjórnmála-
manna sem misfara með vald sitt.
Gallinn er auðvitað sá að hér tapa
menn kosningum en sitja áfram á
valdastóli. Þeir kaupa stuðning í
ríkisstjórn dýru verði og komast
upp með að láta eins og þeir hafi
unnið kosningarnar og svei mér þá
ef þeir fara ekki að trúa því. Ef
manneskjurnar hefðu hlotið viður-
kenningu á störfum sínum og að-
ferðum í síðustu kosningum væri
hegðun þeirra nú ef til vill skiljan-
legri. En kannski er það einmitt
skýringin að þau vita að valdadög-
um fækkar og þá er eins gott að
nota tímann og svífast einskis.
Valgerður Bjarnadóttir mun rita
vikulega pistla í Fréttablaðið á
þriðjudögum frá 1. júní næst-
komandi.
20. maí 2004 FIMMTUDAGUR20
Heldur þú með auðhringunum?
Valdið er hjá forseta lýðveldisins
DR. JÓHANN M. HAUKSSON
SKRIFAR UM FJÖLMIÐLAFRUMVARPIÐ
REYKJAVÍK: Ármúla 11 - Sími 568-1500 AKUREYRI: Lónsbakka - Sími 461-1070 - thor.is
GÓÐAR VÉLAR Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN
„Bumbubaninn“
sívinsæli
gerir sitt gagn.
Sláttuorf
Hörkuorf
fyrir alla sláttumenn.
Rafmagnssláttuvélar
Öflugir öruggir mótorar.
Léttar og meðfærilegar.
Grasbox fylgir.
Sláttuorf
Þau mest seldu.
Tilvalin í garðinn
og sumarbústaðinn.
Forseti Íslands
hefur valdið
BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
UMRÆÐAN
VALD FORSETANS
FORSETINN
Valdið er forsetans segir greinarhöfundur.
Í DAG
STJÓRNARHÆTTIR
VALGERÐUR
BJARNADÓTTIR
Loksins virðist fólk
upp til hópa búið að
fá nóg af þeim gerræðislegu
stjórnarháttum sem ríkt
hafa hér undanfarin ár.
,,