Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 33
Ein af hverjum fimm konum í Bret-
landi myndi fórna því að fá stöðu-
eða kauphækkun í vinnu sinni fyrir
það að fá fallegri vöxt sem myndi
sóma sér vel í bikiní. Þetta var nið-
urstaða skoðanakönnunar sem Slim
Fast lét gera meðal bresku þjóðar-
innar. Könnunin leiddi einnig í ljós
hversu tvístígandi margar konur
eru í því að klæðast bikiní, og ein-
hverjar þeirra sem talað var við
líktu því við að hitta foreldra maka
síns í fyrsta skiptið. Fjörutíu og
fimm prósent aðspurðra sögðust
halda að makar sínir horfðu mikið
til erlendra kvenna á sólar-
ströndum, þar sem það væri þeirra
skoðun að erlendar konur væri
flottari í vextinum en breskar.
Sama könnun leiddi í ljós að um
21% breskra kvenna myndi frekar
syngja í karaoke fyrir 100 ókunn-
uga en að láta mynda sig berrassað-
ar. 27% sögðust frekar treysta sér
til þess að halda ræðu í brúðkaupi
eða bjóða ókunnugri manneskju á
stefnumót. Breskar konur sögðu
svo að þeim þættu ítalskar konur
fallegastar. Sænskar konur voru
svo næstar í röðinni. ■
25FIMMTUDAGUR 20. maí 2004
■ KVIKMYNDIR
Nýleg könnun leiddi í ljós að ein af
hverjum fimm breskum konum vill frekar
flottan vöxt en launahækkun.
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Gítarnámskeið hefst 7. júní
EINKATÍMAR
Fyrir byrjendur og lengra komna
Sími 581 1281 • www.gitarskoli.com
KVIKMYNDIR Framleiðendur hasar-
myndarinnar Hellboy vilja gera
framhaldsmynd hið snarasta til að
fylgja eftir vinsældum fyrri
myndarinnar.
Myndinni hefur gengið ákaf-
lega vel í Bandaríkjunum. Hún
halaði inn 23,2 milljónir dollara
fyrstu sýningarvikuna í apríl og
hefur síðan þá tekið inn alls 60
milljónir dollara, eða rúma fjóra
milljarða króna.
Guillermo del Toro hefur verið
ráðinn aftur í leikstjórastólinn og
búist er við að sömu leikarar verði
í aðalhlutverkum. „Hellboy gekk
ákaflega vel og var sérstakt verk-
efni,“ sagði einn af framleiðend-
um myndarinnar. „Einstök sýn
Guillermo átti stærstan þátt í að
gera myndina vinsæla og við
erum mjög ánægðir að fá að vinna
með honum aftur.“
Guillermo er um þessar mund-
ir að undirbúa tökur á myndinni
The Pan’s Labyrinth sem gerist á
Spáni í Síðari heimsstyrjöldinni.
Eftir að henni lýkur tekur við
spennumyndin Mountains of Mad-
ness. Áður en Guillermo gerði
Hellboy var hann þekktastur fyrir
myndirnar Mimic, Blade II og
Cronon. Í þeirri síðastnefndu var
Ron Perlman, sem leikur Hellboy,
einmitt í aðalhlutverki. ■
HELLBOY
Myndasögupersónan Hellboy virðist kunna vel við sig á hvíta tjaldinu.
Framhalds-
mynd um
Hellboy
RACHEL STEVENS
Hefur síðastliðin ár verið valin fönguleg-
asta kona Bretlands í helstu karlatímarit-
unum. Hún er líklegast ekki í hópi þeirra
sem óska frekar eftir flottum vexti en
kauphækkun.
Breskar konur fórna starfsframa
fyrir fallegan vöxt