Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 20.05.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.finna.is Sýnilegir og ósýnilegir sprellikarlar Íslendingar eru náttúrlega brandara-karlar. Þó flestar fréttir séu upp til hópa hrútleiðinlegar koma af og til svona guðdómleg augnablik eins og Robertino í fanginu á Óttari Felix Haukssyni. Einhver sem setti upp fýlusvip þegar Eivör hin færeyska fékk íslensk tónlistarverðlaun stakk upp á því að Robertíno myndi syngja fyrir Íslands hönd í næstu júróvísjón- keppni. Af hverju ekki? Hann er bú- inn að fá íslenska gullplötu og ef hann þarf að vera íslenskari gæti Óttar Felix bara ættleitt hann. EN ÞAÐ ÞÝÐIR víst lítið að láta sig dreyma um að Robertínó bjóði okkur í bíó með ó sole míó, þar sem karlgarm- urinn er víst með öllu, ja kannski ekki laglaus, en alla vega hljómlaus þegar hér er komið sögu. En mér finnst þetta samt svo sniðugt hjá honum Ótt- ari Felix að ég held hann ætti að halda áfram á sömu braut. Er ekki orðið óttalega langt síðan við sáum krullu- hausinn hana Shirley Temple? Eða hvað varð um Nancy Sinatra? Ég sá hana að vísu í einhverjum þætti sem var gerður til þess að afsanna það að Frank Sínatra hefði nokkuð verið tengdur mafíunni, og þar var hún komin með svo mikið silíkon í varirn- ar að það var eins og hún væri að byrja að klappa í hvert sinn sem hún lokaði munninum. Reyndar gat hún ekki lokað honum alveg því strekking- ur til beggja handa var svo mikill að það var eins og einhverjir ósýnilegir sprellikarlar hefðu komið fyrir regn- hlífum í munnvikum hennar og tog- uðu svo til beggja átta. ÞVÍ MIÐUR er þessi dómadagsdella orðin nokkuð útbreidd hérlendis líka, það er að láta teygja sig og strekkja og þurfa svo að vera með blautan klút í veskinu til að strjúka yfir tennurnar af og til því þær þorna auðvitað á því að skaga svona fram og út án þess að komast nokkurn tíma í skjól í lokuð- um munni. JÁ, sem betur fer er hér mikið til af brandarakörlum og -kerlingum, ann- ars væri þetta allt ömurlegt. Tveir brandarakarlar, sem stundum fara með gamanmál sem áheyrendur eiga erfitt með að skilja, hafa til að mynda verið mest í fréttum upp á síðkastið. Báðir svolítið á línunni hennar Shirleyjar Temple hvað hárgreiðsluna varðar en annars kannski frekar líkir vörunum á Nancy Sinatra, það er, ekki alveg í réttu samhengi við heildina. ELÍSABETAR BREKKAN BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.