Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 1

Fréttablaðið - 21.05.2004, Síða 1
● kjöldregnir af keflvíkingum Landsbankadeildin: ▲ SÍÐA 43 Aftur tap hjá KR-ingum ● og afhendir glerlykilinn Hið íslenska glæpafélag: ▲ SÍÐA 50 Kemur saman ásamt norrænum félögum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 515 7500 FÖSTUDAGUR SEX LEIKIR Víkingur og KA mætast í Landsbankadeild karla í fótbolta klukkan 20. Á sama tíma verða fimm leikir í 1. deild karla. Þór mætir Þrótti, HK sækir Val heim, Fjölnir tekur á móti Haukum, Stjarnan mætir Njarðvík og Völsungur sækir Breiðablik heim. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA RIGNING Í DAG Í fyrstu verður úrkoman suðvestan til en víða síðdegis eða í kvöld. Hlýnandi veður næstu daga Sjá síðu 6. 21. maí 2004 – 138. tölublað – 4. árgangur ÍHUGAR MÁLSÓKN Jónas Freydal er ósáttur við þá meðferð sem mál hans og Péturs Þórs Gunnarssonar fékk fyrir dóm- stólum. Ætlar að skoða málshöfðun á hendur Jóni H. Snorrasyni og Ríkis- útvarpinu. Sjá síðu 2 CHALABI EKKI TREYST Bandarískir hermenn og íraska lögreglan réðust inn á heimili Ahmad Chalabi í gær. Chalabi er fyrrum bandamaður bandarískra stjórn- valda. Sjá síðu 2 VANLÍÐAN UNGLINGA Samkvæmt ítarlegri úttekt á líðan ungmenna í efstu bekkjum grunnskóla benda niðurstöður til að þunglyndi og almenn vanlíðan sé algengari en margur heldur. Sjá síðu 8 HERMENN HAFA EKKERT LÆRT Bandarískur hermaður sem stöðvaði fjöldamorðin í My Lai segir bandaríska hermenn í Írak ekkert hafa lært af einhverjum frægustu stríðsglæpum Víetnamstríðsins. Sjá síðu 6 2 1 . M A Í T I L 2 7 . M A Í 2 0 0 4 NR . 20 . 2004 Sjónvarpsdagskrá næstu7daga Hvað segir krassið um persónuleika þinn? Erna Ómarsdóttir dansar á Listahátíð Geðheilsa kvenna Ylfa Marín syngur eins og engill Persónuleikapróf Birtu Jagúar spilar úrval af Tómasi R. Lítið fyrir glamúrinn Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir Ragnhildur Steinunn: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Lítið fyrir glamúrinn birta ● listahátíð ● merking krassins Sa m kv æ m t f jö lm i›l ak ön nu n Ga llu ps m ar s '0 4 48%65% Kvikmyndir 46 Tónlist 44 Leikhús 44 Myndlist 44 Íþróttir 38 Sjónvarp 48 Yesmin Olsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Á litríka og þægilega skó ● matur ● tíska ● heimili Háskólaráð: Vill fresta afstöðu til skólagjalda SKÓLAGJÖLD Háskólaráð Háskóla Íslands ætlar að mælast til þess á fundi ráðsins í dag að bíða með að taka afstöðu til skólagjalda þar til formlegum viðræðum við menntamálaráðuneytið lýkur um málið. Stóð til að málið yrði tekið fyrir á fundi háskólaráðs í dag. Stúdentaráð afhenti á miðviku- daginn Páli Skúlasyni rektor und- irskriftarlista 4.705 stúdenta þar sem þeir mótmæla hugmyndum um skólagjöld. Stúdentaráð hefur einnig mótmælt öllum hugmynd- um um skólagjöld af fullri hörku og bent á ýmsar aðrar leiðir til að bæta rekstur skólans og spara þannig umtalsverða peninga. Stúdentaráð hefur skorað á rektor Háskóla Íslands að taka afstöðu gegn hugmyndum um skólagjöld og að hann hafi fullan stuðning stúdenta. ■ GAZA Öryggisráð Sameinuðu þjóð- anna hefur samþykkt ályktun þar sem aðgerðir Ísraelsmanna eru harðlega gagnrýndar í Rafha- flóttamannabúðunum. Í ályktun- inni eru dráp á palestínskum borgurum í flóttamannabúðunum fordæmd og Ísraelar hvattir til að fara að alþjóðlegum lögum um mannréttindi. Bandaríkin nýttu ekki neitunarvald sitt í ráðinu heldur sátu hjá við atkvæða- greiðsluna sem er óvanalegt. Áður hafði Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, harðlega gagnrýnt framferði Ísraelsmanna á Gaza-svæðinu og fordæmdi að- gerðirnar sem beindust gegn frið- sömum mótmælendum. Sendiherra Ísraels hjá Samein- uðu þjóðunum, Dan Gellerman, lýsti yfir vonbrigðum sínum að Bandaríkin hefðu ekki nýtt neitunarvald sitt við afgreiðslu ályktunarinnar. Gellerman sagði í samtali við AP-fréttastofuna að þjáningar palestínsku þjóðarinnar væru bein afleiðing hryðjuverka þeirra gegn ísraelskum borgurum og taldi að í stað þess að gagnrýna Ísraela fyrir eyðileggingu á eigum Palestínumanna ætti kraf- an fremur að vera sú að hryðju- verkamenn hættu að nota heimili sem skjólshús yfir ólöglegar aðgerðir. ■ KÖNNUN Mikill meirihluti þjóðar- innar er andvígur fjölmiðlafrum- varpinu og telur að forseti Íslands eigi að neita að skrifa undir fjöl- miðlalögin verði þau samþykkt á Alþingi eins og allt stefnir í. Þetta kemur fram í skoðanakönnun Fréttablaðsins sem gerð var í gær. Samkvæmt könnuninni er tæplega 81 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvígur frumvarpi ríkistjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum og 71 prósent telur að forsetinn eigi að nota mál- skotsrétt sinn og skjóta málinu til þjóðaratkvæðagreiðslu. Tæplega 87 prósent fólks telja forsetann hafa það vald. „Ég fagna þessum niður- stöðum og vona að menn taki mið af þeim í störfum sínum á þing- inu,“ segir Kristinn H. Gunnars- son, þingmaður Framsóknar- flokksins. Hann segir áhugavert að sjá að kannanir hafi sýnt vax- andi andstöðu við frumvarpið þrátt fyrir breytingarnar á því. Hjálmar Árnason, flokks- bróðir Kristins H., er ekki sam- mála. „Þessi niðurstaða kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart því að mér finnst hin opinbera um- ræða hafa verið mjög einhliða í málinu,“ segir hann. Sigríður Anna Þórðardóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tekur í sama streng og Hjálmar. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, segir niðurstöðuna benda til þess að fólk sé að herðast í andstöðu sinni við frumvarpið. „Ég tel að þetta frumvarp snúist í reynd um opinbera ritskoðun og það er að renna upp fyrir fólki að þarna er með ofbeldi verið að skerða grundvallarréttindi manna,“ segir Össur. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstri grænna, segir að ríkis- stjórnin eigi að hlusta á rödd þjóð- arinnar sem tali á svona afgerandi hátt til hennar. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjáls- lynda flokksins, segir að fólk sé farið að sjá í gegnum þann mál- flutning meirihlutans sem segi að málið sé loksins í höfn. trausti@frettabladid.is Sjá nánar síðu 4 og 6 SKRIÐDREKAR ÍSRAELA Ísraelar hafa beitt skriðdrekum í árásunum á Rafah-flóttamannabúðirnar. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ályktar: Aðgerðir Ísraela fordæmdar Sjö af hverjum tíu vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Um 71 prósent þjóðarinnar vill að forseti Íslands neiti að skrifa undir fjölmiðlalögin. Tæplega 87 prósent telja forsetann hafa það vald. Formaður Samfylkingarinnar segir fólk vera að herðast í andstöðunni. Þingmaður Framsóknar segir opinbera umræðu hafa verið einhliða. Jórdanskur lögmaður: Óttast um Saddam JÓRDANÍA, AP Jórdanskur lögmaður sem segist verja Saddam Hussein óttast um öryggi hans. Lögmaður- inn hefur farið þess á leit við dóms- málaráðherra Bandaríkjanna að honum verði veitt leyfi til þess að hitta Saddam utan Íraks, þar sem ekki sé nægjanlegt öryggi í landinu. Lögmaðurinn Mohammad Ras- hdan lýsti yfir áhyggjum af öryggi Saddams í kjölfar þess að yfirmaður framkvæmdaráðs Íraks var drepinn fyrr í þessari viku. „Fyrst banda- rískar hersveitir gátu ekki verndað svokallaðan forseta framkvæmda- ráðsins geta þeir án efa ekki vernd- að lögmenn eða lögmætan forseta Íraks, Saddam,“ segir hann. ■ M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.