Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 2
2 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR
„Var hún ekki eitthvað skrítin? “
Sigríður Rut Júlíusdóttir er 28 ára og hefur getið
sér gott orð sem lögmaður. Nú síðast varði hún
sakborningana í málverkafölsunarmálinu sem
voru sýknaðir í Hæstarétti á dögunum.
SPURNING DAGSINS
Sigríður Rut, ert þú Ally McBeal
Íslands?
SÝKNUDÓMUR Jónas Freydal Þor-
steinsson er ánægður með að hafa
verið sýknarður en gagnrýnir máls-
meðferðina og sératkvæði tveggja
dómara af fimm, þeirra Garðars
Gíslasonar og Hrafns Bragasonar.
„Ég vissi ósköp vel að Garðar Gísla-
son hefur verið tíu ár í stjórn Lista-
safns Íslands,“ segir Jónas.
Jónas er mjög ósáttur við að-
komu Jóns H. Snorrasonar sem
stýrði lögreglurannsókn málsins.
„Hann sagði í Morgunblaðinu að
þeir hefðu orðið að nota þessa sér-
fræðinga [Listasafns Íslands] út af
því að aðrir sérfræðingar hefðu
komið að málinu. Þetta er hrein og
klár lygi. Hann notaði akkúrat þá
sérfræðinga sem höfðu keypt og
kært,“ segir Jónas.
Jónas spyr sig hvernig fram-
haldið sé. „Ég kærði Jón Snorrason
til saksóknara í Danmörku áður en
málið fór fyrir hérað. Þeir sögðu við
mig að þar sem dómur hefði ekki
fallið væri ekkert hægt að gera. Ef
þú verður sýknaður skoðum við
málið. Ég mun fara fram á að hans
aðkoma verði skoðuð sem og að-
koma RÚV.“ Jónas segir að þar hafi
endalausir sleggjudómar fallið og
nú sé einblítt á sérálit frá Hæsta-
rétti. „Þetta er mikið grófara en
ærumeiðingar,“ segir Jónas.
Jónas segir augljóst að Viktor
Smári Jónsson, annar sérfærðinga
Listasafns Íslands, hafi verið van-
hæfur. „Hann aðstoðaði Ólaf Inga
Jónsson við að útbúa kærurnar.
Hann vinnur hjá þeim sem á nokkr-
ar myndanna. Hann veitir öll ráð
um hvernig eigi að rannsaka mynd-
irnar. Hann mælir með að nokkrar
myndir séu kærðar. Hann fer yfir
fjöldan allan af þessum myndum
áður en þær voru kærðar og sá
ekkert að þeim. Hann breytti öllum
ljósmyndum í Photoshop til þess að
dómararnir skildu þær. Ég er ekki
að grínast,“ segir Jónas.
Jónas telur sig ekki sama mann-
inn eftir þau sjö ár sem málið hafi
verið til rannsóknar. „Ef þú slæst
við skunka þá getur þú unnið en þú
lyktar alltaf á eftir,“ segir Jónas.
Ólafur Kvaran, safnstjóri Lista-
safns Íslands, var ekki tilbúinn að
tjá sig um störf listfræðinga safns-
ins í málinu að svo stöddu.
gag@frettabladid.is
Ráðist inn á heimili Ahmed Chalabi:
Fyrrum bandamanni ekki treyst
BAGDAD, AP Bandarískir hermenn og
íraska lögreglan réðust inn á
heimili Ahmad Chalabi í gær.
Chalabi er fyrrum bandamaður
bandarískra stjórnvalda og situr í
íraska framkvæmdaráðinu. Að
sögn bandarískra sjónarvotta tók
lögreglan bæði skjöl og tölvu á
heimili Chalabi.
Chalabi hefur gagnrýnt áætlan-
ir Bandaríkjamanna um framgang
mála í Írak eftir að stjórn landsins
verður færð í hendur Íraka í lok
næsta mánaðar og sakar Banda-
ríkjamenn um að beita sig þrýst-
ingi um að hætta slíkri gagnrýni.
Bandarísk stjórnvöld hafa ekki
tjáð sig opinberlega um ástæður
þess að ráðist var inn í hús Chalabi.
Bandarískir yfirmenn í Írak eru þó
ósáttir við afskipti Chalabi af rann-
sókn á meintum fjársvikum stjórn-
ar Saddams Hussein. Þá var nýlega
haft eftir Chalabi að hann krefjist
fullra yfirráða Íraka yfir olíu-
lindum landsins eftir valdaskiptin.
Innrásin hefur valdið nokkurri
ólgu meðal almennings í Írak þar
sem sífellt fleiri telja bandaríska
hernámsliðið kúgandi. ■
Olíuverðið:
Ytri aðstæð-
um að kenna
NEYTENDUR Talsmenn olíufram-
leiðsluríkjanna , OPEC, segja ekki
við samtökin að sakast þó að olíu-
markaðsverð í heiminum sé í há-
marki þessa stundina. Það hafi
með aðrar ytri aðstæður að gera, á
borð við styrjöldina í Írak og skort
á olíuhreinsistöðvum í heiminum
ásamt fleiri atriðum. Verðið breyt-
ist í raun ekki með meiri fram-
leiðslu olíuríkjanna enda séu þau
flest að dæla upp olíu með há-
marksafköstum nú þegar. Margir
hagfræðingar spá því að olíuverðið
muni hamla til muna öllum efna-
hagsvexti í vestrænum löndum og
slíkt hafi langvarandi áhrif. ■
KONRÁÐ EGGERTSSON
Hrefnuveiðibyssa hefur verið á bát
Konráðs frá 1985.
Hvalveiðimenn reiðubúnir:
Engar ákvarð-
anir enn
HVALVEIÐAR Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra segir að
engar ákvarðanir hafi verið tekn-
ar um hvalveiðar í sumar. Árni
hafi ekki hafa hitt hvalveiðimenn
í lengri tíma.
Konráð Eggertsson, talsmaður
hvalveiðimanna, segist fullviss um
að hvalveiðar verði stundaðar í vís-
indaskyni við Íslandsstrendur í
sumar. „Stjórnvöld hafa sagt að það
ætti að veiða 200 hrefnur á ákveðn-
um árafjölda og ég hef enga ástæðu
að halda að það verði ekki gert,“
segir Konráð. Hann vill ekki stað-
festa að veiðarnar verði það sé und-
ir ráðamönnum komið. „Í fyrra kom
þetta eins og þruma úr heiðskíru
lofti. Ætil það verði ekki eins núna,“
segir Konráð. ■
Skilorðsbundið fangelsi:
Stal í
vinnunni
DÓMSMÁL Tvítugur karlmaður hef-
ur verið dæmdur í eins mánaðar
skilorðsbundið fangelsi fyrir
þjófnað í héraðsdómi Norðurlands
eystra. Maðurinn stal DVD-mynd-
um og geisladiskum í þónokkru
magni úr verslun sem hann vann í.
Brotin áttu sér stað á þriggja mán-
aða tímabili og var verðmæti þýfis-
ins um 63 þúsund krónur. Maður-
inn viðurkenndi brot sitt greiðlega
og samþykkti bótakröfu fyrrum
vinnuveitanda síns. ■
Sambands íslenskra
myndlistarmanna:
Gríðarlegt
áfall
SÝKNUDÓMUR Stjórn Sambands ís-
lenskra myndlistarmanna lýsa
þungum harmi yfir þeim afleið-
ingum sem úrskurður Hæsta-
réttar í Málverkafölsunarmál-
inu sé íslenskri myndlist.
„Hvar sem mistökin liggja er
ljóst að það er gríðarlegt áfall
fyrir íslenskt myndlistarlíf að
meintar falsanir njóti vafans
sem ríkir um sekt þeirra manna
sem réttað var yfir og fái nú
heimfararleyfi sem ófölsuð
verk. Fæstum dylst hugur um að
þau eru að stórum, ef ekki öllum
hluta, fölsuð,“ segir í frétta-
tilkynningu sambandsins.
Sambandið skorar á yfirvöld
að fá úr því skorið hvort um
falsanir sé að ræða og þá finna
leið til að koma þeim myndum
úr umferð. ■
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
ÍSRAEL, AP Ísraelskur dómstóll
hefur fundið náinn bandamann
Yassers Arafat sekan um að
hafa skipulagt tilræði sem urðu
fimm manns að bana. Komst
dómstóllinn að þeirri niðurstöðu
að Arafat sjálfur hafi haft hönd
í bagga.
Hefur dómurinn vakið mikla
reiði uppreisnarmanna í Palest-
ínu og hafa margir hótað því að
nú verði ísraelskum þegnum
rænt hvar sem til þeirra næst í
þeirri von að skipta megi á þeim
og Barghouti. Barghouti er
æðsti leiðtogi Palestínumanna
sem Ísraelar hafa handtekið og
hefur hann setið í fangelsi síð-
astliðin tvö ár. Það hefur ekki
dregið úr vinsældum hans með-
al uppreisnarmanna og hefur
mörgum verið tíðrætt um að
hann sé hugsanlegur arftaki
Yassers Arafat þegar og ef hann
losnar úr haldi Ísraela. Barg-
houti viðurkennir ekki rétt Ísra-
els til að dæma sig þar sem hann
er kjörinn embættismaður og
sér hafi verið rænt á ólögmætan
hátt. ■
AHMED CHALABI
Ráðist var inn á heimili Chalabi sem einu
sinni var bandamaður bandarískra stjórn-
valda. Á myndinni heldur Chalabi á fjöl-
skyldumynd sem skemmdist í innrásinni.
Háttsettur leiðtogi Palestínumanna fundinn sekur
fyrir ísraelskum dómstól:
Arafat bendlaður
við fimmfalt morð
MARWAN BARGHOUTI
Leiðtogi Fatah-hreyfingarinnar á
Vesturbakkanum og náinn félagi Arafats
vígreifur eftir að ísraelskur dómstóll fann
hann sekan um fimm morð.
MANNFJÖLDI Í MIÐBÆNUM Í
Reykjavík gistu þrír fanga-
geymslur lögreglunnar aðfara-
nótt uppstigningadags Að öðru
leyti var rólegt í miðbænum
þrátt fyrir að nokkur mannfjöldi
safnaðist saman þar. Nokkrir
voru teknir fyrir ölvunarakstur
á landinu í fyrrinótt, einn í
Kópavogi, einn á Ísafirði og einn
á Akureyri.
VATNSLEKI Á TUNGUVEGI Slökkvi-
liðið var tvívegis kallað út vegna
vatnsleka í gær. Í fyrra skiptið
var um að ræða vatnsleka í íbúð
á Tunguvegi. Í seinna skiptið var
slökkviliðið kallað út vegna
vatnsleka í Fossvogsskóla. Þar
gaf sig krani með þeim afleiðing-
um að vatn flæddi út yfir rúm-
lega 250 fm svæði. Um töluvert
eignatjón er að ræða í báðum til-
vikum.
JÓNAS FREYDAL
Jónas segist ennþá elska listina en hafi vont bragð í munni. „Málið er að þeir höfðu alla
möguleika á að rannsaka þessar myndir en gerðu það ekki.“
Lyktar eftir slags-
mál við skunka
Jónas Freydal er ósáttur við þá meðferð sem mál hans og Péturs Þórs
Gunnarssonar fékk fyrir dómstólum. Ætlar að skoða málshöfðun á
hendur Jóns H. Snorrasonar og Ríkisútvarpinu.