Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 10
10 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR KONUNGLEG VAKT Gríðarleg öryggisgæsla er nú víða í Madríd vegna brúðkaups krónprinsins Felipe og unnustu hans Letizia Ortiz á morgun. Vanskil minnka enn Verulega hefur dregið úr vanskilum hjá einstaklingum. Aukin fyrirhyggja og vilji fólks til að koma fjármálum sínum í lag er talin meginástæðan. Bankarnir eru farnir að veita aukna þjón- ustu til einstaklinga sem auðveldar þeim að koma fjármálunum í rétt horf. FJÁRMÁL „Ég tel greinilegt að fólk hafi notað tækifærið að undan- förnu til að að lækka skuldir sín- ar og koma fjármálunum í betra horf. Fólk er farið að hafa meiri áhuga og vilja til að koma fjár- málum sínum í lag og það er far- ið að gera sér meiri grein fyrir hversu dýrt það er að standa ekki í skilum. Margir hafa meiri peninga á milli handanna og það gerir fólki vissulega auðveldara fyrir að taka á þessu“, segir Guð- jón Rúnarsson hjá Samtökum banka og verðbréfafyrirtækja. Hann segir að fyrirtæki séu ein- nig farin að standa mun betur í skilum og að ástæðan sé einfald- lega sú að þau séu standi betur fjárhagslega. „Margar atvinnugreinar sem áttu í miklum rekstarerfiðleikum fyrir örfáum árum síðan eru að blómstra og eru þessi fyrirtæki farin að greiða niður skuldir sín- ar í auknum mæli,“ segir hann. Guðjón segir banka og spari- sjóði eiga sinn þátt í því að van- skil hafa minnkað með því að skerpa á innheimtuferlinu. „Hvað varðar starfsemi bank- anna þá hefur verið lögð aukin áhersla á innheimtuþáttinn og hefur það orðið til þess að vekja fólk til umhugsunar um hversu dýrt er að standa ekki í skilum. Einnig hefur aukin þjónusta við viðskiptavini bankanna með til- komu þjónustufulltrúa hjálpað mikið til í þessu sambandi. Allir þessir þættir eru að skila sér í því að vanskil eru að minnka, „ segir Guðjón. Ásta S. Helgadóttir, forstöðu- maður Ráðgjafastofu heimil- anna, er að vinna ársskýrslu sem kemur út innan skamms. Hún telur ástæðuna fyrir lækkun vanskila hjá fólki og fyrirtækj- um vera vegna auglýsingaher- ferða innheimtufyrirtækja og aukinnar meðvitundar fólks um fjármál og vilja til að gera betur. Hjá Lánstrausti ehf. fengust þær upplýsingar að meira hafi borið á því að undanförnu að fólk hafi verið tekið út af vanskila- skrá og telja þeir það tvímæla- laust jákvæða vísbendingu. halldora@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Mínus bolirnir sagðir brjóta stjórnarskrá FLEIRI STANDA Í SKILUM Aukin þjónusta og ráðgjöf banka og sparisjóða er að skila sér í minnkandi vanskilum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FÁTÆKRASKÝRSLA Stjórn Stéttar- félags íslenskra félagsráðgjafa telur tillögur að lausnum á vanda fátæktra vanta í fátækraskýrslu forsætisráðherra. Hún gagnrýnir það að ekki hafi verið leitað til þeirra sem best þekkja aðstæður þessa fólks. „ Okkur finnst skýrslan yfirborðsleg og okkur finnst vanta í hana einhverjar aðrar lausnir en þær að vísa vandamálinu til sveitastjórn- anna. Við vitum vel að það er engin ein auðveld lausn á vand- anum en okkur finnst að ræða hefði átt við félagsráðgjafa og aðra sem vinna á þessum vett- vangi, segir Ella Kristín Karls- dóttir, formaður Stéttarfélags ís- lenskra félagsráðgjafa. Hún gagnrýnir að hvergi í skýrslunni sé bent á leiðir til að koma í veg fyrir að fólk lendi í fjárhagsleg- um og félagslegum vanda og að ekki sé einu orði minnst á mennt- un í því sambandi. „Að sjálfsögðu ber að fagna hverju því framtaki stjórnvalda sem varpar ljósi á þennan vanda sem fátækt er í samfélaginu. Okkur finnst hins vegar kominn tími til að bæta samstarf þeirra „kerfa“ sem vinna með fólki sem lifir við fá- tækt, það gengur ekki lengur að allir séu að vinna hver í sínu horni,“ segir Ella Kristín. ■ Fátækraskýrsla forsætisráðherra: Félagsráðgjafar ósáttir ELLA KRISTÍN KARLSDÓTTIR FORMAÐUR Stéttarfélagi íslenskra félagsráðgjafa finnst vanta tillögur að lausnum í fátækraskýrslu forsætisráðherra SMÍÐAHÚSIÐ MÁLAÐ Jón Haraldsson málari var í óða önn að mála gamalt smíðahús við Laugarvatn. Húsið var einnig fyrsta leikfimishúsið á Laugarvatni en íþróttakennaranemar sóttu það á Þingvöll á Alþingishátíðinni 1930, að sögn Jóns. Hlutverk Jóns er að setja á húsið þrifamálningu svo það líti þokkalegar út, en til stendur að endurnýja gufubað í húsinu og setja heita potta út í vatnið. Að breytingunum standa Hollvinasamtök smíðahúss og gufubaðs á Laugarvatni. LESTARSLYS Tvær lestir rákust á í Texas í fyrrakvöld með þeim afleiðingum að einn maður lést. Lestarslys í Texas: Kostar mann lífið TEXAS, AP Einn lést og fjórir slösuð- ust þegar tvær vöruflutningalestir rákust saman í Texas í fyrrakvöld. Fjölförnum lestarteinum norður af Dallas var lokað í gær meðan mál- ið var rannsakað, en brak meira en 20 lestarvagna lá á teinunum. Að minnsta kosti ein eimreið brann og barst eldurinn í sinu og annan gróður í nágrenninu. Önnur lestin var tóm þegar áreksturinn átti sér stað meðan hin hafði grjót innanborðs. Ekki þurfti að rýma svæðið vegna mengunar en kallað var á sér- fræðinga til þess að hreinsa upp eldsneyti sem fór til spillis. ■ Hryðjuverk í Istanbúl: Sprenging á MacDonald’s ISTANBÚL, AP Sprengja sprakk við MacDonald’s veitingastað í Istan- búl í gær. Tilkynnt var um sprengjuna skömmu áður en hún sprakk og tókst lögreglu að rýma svæðið. Engin slys urðu á fólki en þónokkrar skemmdir urðu á eign- um nærri bílnum sem sprengjan var falin undir. Enginn hefur lýst ábyrgð á hendur sér en verkið er unnið aðeins mánuði fyrir NATO fund sem Tyrkir munu halda. Ge- orge W. Bush er meðal þeirra sem eru væntanlegir til Tyrklands en búast má við að þúsundir lög- reglumanna fari með öryggis- gæslu meðan á fundi stendur. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.