Fréttablaðið - 21.05.2004, Page 20

Fréttablaðið - 21.05.2004, Page 20
20 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR Bankastjóri Alþjóðabankans lýsir áhyggjum af framtíð Íraka: Uppbyggingarstarf varla hafið UPPBYGGING Alþjóðabankinn hefur varað við því að uppreisnir og skær- ur víða í Írak hindri allt uppbygg- ingarstarf í Írak sem áætlanir voru um þannig að í mikið óefni stefni. Fyrirtæki jafnt sem stofnanir hafa mörg hver dregið starfsmenn sína til baka frá landinu enda sé engan veginn hægt að tryggja ör- yggi allra starfsmanna. Þau fáu vestrænu fyrirtæki sem enn starfi í landinu greiði fúlgur fjár fyrir ör- yggisgæslu, sem aftur geri það að verkum að allur hagnaður minnkar til muna. „Vandamálið er ekki fjármagn heldur aðgengi,“ segir James Wol- fensohn, bankastjóri Alþjóðabank- ans. „Það er varla vinnandi vegur að senda starfsfólk til Íraks eins og staðan er og við hjá Alþjóðabankan- um verðum að notast við fjarskipta- fundi á netinu til að vinna okkar vinnu.“ Áætlanir gera ráð fyrir að kostn- aður við uppbyggingu landsins geti numið 2.400 milljörðum króna en fyrsta skrefið í þá átt segir Wol- fensohn vera að koma heilsugæslu og skólakerfinu í samt lag. „Fram- farirnar gerast afar hægt en fyrir liggur að reyna að koma skipulagi á alla venjulega hluti eins og að koma börnum í skólann. Smáatriðin skipta hér máli en meðan skærur og hern- aður eru hvarvetna er nánast loku fyrir það skotið að koma landinu á kjölinn aftur.“ ■ s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m KOMDU OG UPPLIFÐU! af völdum tegundum af barnaskóm alla helgina. Skemmtileg sumargjöf fylgir hverju pari sem keypt er. 15% afsláttur Krakkadagar NÝ SENDING AF SUNDFÖTUM Engjateigi 5, sími 581 2141 Opið virka daga frá kl. 10.00-18.00, laugardaga frá kl. 10.00-16.00. HÁTÍÐARFATNAÐUR SPARIKJÓLAR OG DRAGTIR FERRARI FÆRIR ÚT KVÍARNAR Ítalski bílaframleiðandinn Ferrari opnaði dyr sínar fyrir Rússum nýlega en opnað var umboð í Moskvu með miklum látum. Í borginni búa flestir milljarðamæringar í heiminum og því ætti að veitast auðvelt að selja þá hundrað bíla á ári sem vonir Ferrari standa til. FÖNGUM MISÞYRMT Þeir bandarísku hermenn sem hafa verið ákærðir fyrir að misþyrma föngum segjast hafa verið að fylgja skipunum. Thompson segir þeim kennt að fylgja ekki ólöglegum skipunum. Hafa ekkert lært Fyrrum þyrluflugmaðurinn Hugh C. Thompson sem stöðvaði fjöldamorðin í My Lai segir bandaríska hermenn í Írak ekkert hafa lært af einhverjum frægustu stríðsglæpum Víetnamstríðsins. BANDARÍKIN, AP 16. mars 1968 lét þyrluflugmaðurinn Hugh C. Thompson skyttu sína beina vél- byssu sinni að bandarísku her- mönnunum sem hann átti að verja fyrir víetnömskum upp- reisnarmönnum. Ástæðan: Hann varð vitni að því að þeir neyddu konur, börn og gamalmenni ofan í skurð og myrtu þau. Fjöldamorðin í My Lai eru sennilega frægasti stríðsglæpur sem bandarískir hermenn hafa framið. Víetnömsk stjórnvöld hafa áætlað að meira en 500 sak- lausir borgarar hafi verið myrt- ir af bandarískum hermönnum. Thompson kom í veg fyrir að fórnarlömbin yrðu enn fleiri með því að lenda þyrlu sinni milli Víetnamanna og banda- rísku hermannanna. Síðan skip- aði hann skyttu sinni að skjóta á hermennina ef þeir reyndu að ná til Víetnamanna og tók alla þá um borð sem þyrla hans réði við. Sama gerðu tvær aðrar þyrlur á svæðinu. Síðan tilkynnti hann yfirmönnum sínum um voða- verkin. Fyrstu árin eftir atburðina var Thompson lagður í einelti af þáverandi og fyrrverandi her- mönnum fyrir að kjafta frá. Síð- ar tók Bandaríkjaher það upp í þjálfun hermanna að neita ólög- legum skipunum og segja frá af- brotum annarra hermanna. Í þeim tilgangi hefur Thompson rætt við hermenn um margra ára skeið til að deila reynslu sinni með þeim. Nú segir hann að svo virðist vera af atburðum í Írak að hermennirnir sem þar eru hafi ekkert lært. „Það er mjög erfitt að skilja hvernig þetta gat gerst vegna þess að það er búið að kenna þessu fólki hvernig á að bregð- ast við,“ segir Thompson. „Þau hafa verið á námskeiðum um þetta frá í grunnþjálfun og upp úr.“ Einn hermaður virðist þó hafa lært af námskeiðum og fyrirlestrum líkt og þeim sem Thompson hélt. Joe Darby fann myndir sem sýndu hvernig föngum var misþyrmt. Hann kom þeim til rannsóknarmanna hersins með því að lauma þeim undir dyrnar hjá þeim. Þegar hann upplýsti síðar að hann hefði komið myndunum á framfæri sagðist hann hafa gert það nafnlaust vegna þess að hann hefði ekki næga trú á að tekið yrði á málum með rétt- um hætti. ■ SPRENGJULEIT Ástandið í Írak er langt frá því að vera öruggt og það kemur í veg fyrir að uppbyggingar- starf geti hafist fyrir alvöru.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.