Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 30
Indjánafjaðrir halda áfram að njóta vinsælda hjá unga
fólkinu og þarf ekki að einskorða sig við háls- eða eyrna-
skraut í því samhengi. Þetta fjaðurskraut er til dæmis hægt
að hengja í buxnastreng, það fæst í Nonnabúð.
Tískuverslun • Laugavegi 25
Skólavörðust íg 7 , RVÍK, S ími 551-5814
Stærsta töskuverslun landsins
NÝ SENDING AF BAKPOKUM
Leður-vínyl-poliester
Ljósar
sumartöskur
sundtöskur
Sissa tískuhús
G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0
Tilboð á dröktum
50 % afsláttur
OPIÐ VIRKA DAGA 10-18.00 LAUGARDAGA 10-16.00.
hársverði?
BIO+ fæst á hársnyrtistofum og í apótekum.
Vandamál í • psoriasis
• exem
• flasa
• skán
• hárlos
• kláði
• feitur
hársvörður
lausnin er BIO+
hársnyrtivörur frá Finnlandi
Gíslína Dögg Bjarkadóttir útskrifaðist 15. maí síðast-
liðinn sem fatahönnuður frá Listaháskóla Íslands
ásamt sjö öðrum ungum konum. Gíslína er að norðan
og kláraði myndlista- og handíðadeildina frá Verk-
menntaskólanum á Akureyri áður en hún flaug suður
og hóf nám í Listaháskólanum. „Ég ætlaði aldrei út í
fötin, myndlistin heillaði miklu meira, en svo kynntist
ég vefnaði í VMA og ákvað að drífa mig í frekara
textílnám.“
Mikil gerjun var í Listaháskólanum þegar Gíslína
byrjaði árið 1999, meðal annars var verið að breyta
textíldeild yfir í fatahönnunardeild, en fyrsti hópurinn
útskrifaðist í fyrra úr fatahönnun.
Deildin hefur verið í örri þróun, mikið af erlendum
gestakennurum kemur og miðlar kunnáttu sinni og
nemarnir hafa farið til Parísar og New York í náms-
ferðir. „Það var ómetanleg reynsla að fara til Parísar,
við unnum undir stjórn Lindu Bjargar (sem er deildar-
stjóri fatahönnunardeildarinnar) hjá Martine Sitbone-
tískuhúsinu í heilan mánuð, tólf tíma á dag, við að búa
til efni. Tískuvikan stóð yfir á þessum tíma og það var
frábært að sjá bransann úr þessu návígi.“
Útskriftarverkefni Gíslínu er tískulína unnin út frá
samsetningu og saumaskap á prestakrögum. „Þetta
var ekki hnitmiðuð hugmynd frá byrjun heldur leiddi
eitt af öðru. Notagildi var mér ofarlega í huga við
hönnunina, ég notaði drapperingu, sem er aðferð við
sníðagerð, við að búa til flíkurnar og litina sótti ég í
ljósmyndir sem ég tók af gínum í fötunum á meðan á
vinnuferlinu stóð.“
Útkoman er falleg náttúruleg fatalína með ein-
hverri skírskotun í trúarbrögð.
Allt er enn óljóst hvað framtíðina varðar hjá
Gíslínu. „Ég gæti vel hugsað mér að fara í meira nám
eftir svona tvö ár. Fylgihlutahönnun á vel við mig og
kannski fer ég út í skartgripi, hver veit.“ ■
Nýútskrifaður fatahönnuður, Gíslína Dögg Bjarkadóttir:
Íslensk fersk fatahönnun
Útskriftarverkefni Gíslínu Daggar var tískulína sem er unnin
út frá samsetningu og saumaskap á prestakrögum.