Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 43

Fréttablaðið - 21.05.2004, Side 43
31FÖSTUDAGUR 21. maí 2004 Glerfínar Gjafir Tilvalin útskriftargjöf ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 47 61 05 /2 00 4 Puntaðu upp á tilveruna og komdu í Blómaportið. Þar færðu afskorin blóm á lægra verði. Opið alla fimmtudaga og föstudaga. nú líka í Sig túniRitze nhoff Í kvöld klukkan 20 verður Norð-urlandafrumsýning á víðfrægri sýningu Söshu Waltz, Körper, í Borgarleikhúsinu. Þetta er fyrri sýningin af tveim en sú síðari verður á morgun klukkan 14. Körper útleggst sem líkamar og má með sanni segja að sýning- in hafi vakið gríðarmikið umtal auk þess að fá glæsta dóma á Ed- inborgarhátíðinni fyrir tveimur árum. Skipuleggjendur Lista- hátíðar telja þennan viðburð þann framsæknasta sem hátíðin hefur upp á að bjóða í ár. Sýningin er sambland af leik- húsi, dansi, myndlist og jafnvel arkitektúr og því er erfitt að skipa henni í bás en fjórtán sólódansar- ar taka þátt í sýningunni. Körper er sögð uppfull af húmor og uppá- tækjum en aldrei er langt í alvar- legan undirtóninn sem byggist á þeim áhrifum sem Sasha varð fyrir þegar hún skoðaði Gyðinga- safnið í Berlín. Sasha býður upp á ótrúlegar brellur og sjónhverfing- ar á sviðinu sem Íslendingum er ekki boðið upp á dagsdaglega. Sýningunni fylgir líka stærsta leikmynd sem nokkru sinni hefur verið flutt til landsins en alls þurfti fjóra gáma til að koma henni sjóleiðis til Íslands. ■ ÚR KÖRPER Sjónhverfingar, leikhús, dans og myndlist blandast saman í Borgarleikhúsinu í kvöld. Líkamar ■ LISTAHÁTÍÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R G ÍS LA SO N FINNSKUR VERULEIKI Sjö finnskir ljósmyndarar sýna verk sín í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og taka meðal annars á tilvist einstaklingsins, landslagi, umhverfi og sögu. LISTIN FÆRÐ TIL FÓLKSINS. Diddú og Anna Guðný Guðmundsdóttir voru meðal þeirra sem færðu tónlistina til almennings með því að leika listir sínar í Kringlunni. OG BOLTINN FER AF STAÐ Íslenski dansflokkurinn frumsýndi nýtt verk eftir Katrínu Hall sem flæddi meðal áhorfenda. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N BASSAR OG TENÓRAR Það voru bæði djúpir flauelsbassar og silkimjúkir tenórar kórs St Basil dómkirkjunnar í Moskvu sem hitaði upp á setningu listahátíðar fyrir tónleika sína í Hallgrímskirkju. FÆRÐUR Í GULL Þó svo margir hafi lagt leið sína í Lista- safn Íslands til að sjá hina víðfrægu gull- styttu Koons af Michael Jackson og apan- um hans Bubbles, er ýmislegt fleira þar að sjá. Jafnvel sumt sem kemur skemmtilega á óvart.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.