Fréttablaðið - 21.05.2004, Blaðsíða 44
32 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR
■ TÓNLIST
Madonna er ekki þekkt fyrirað fara troðnu slóðir. Eftir
að hafa sýnt á sér mjúku hliðina í
barnabókum sínum, tókst henni
að hneyksla marga með því að
kyssa Britney Spears á sviði. Nú
ætlar hún að ganga lengra og
sagt er að sviðsframkoma henn-
ar verði engu lík á tónleikaferða-
laginu sem hefst á mánudag og
kallast Re-Invention eða endur-
sköpun. Madonna er líklega sá
tónlistarmaður samtímans sem
hefur hvað oftast endurskapað
ímynd sína, þannig að þessi titill
á líklega vel við.
Á tónleikunum mega áhorf-
endur búast við að sjá Madonnu
„grillaða“ í rafmagnsstól og
ímyndir af fólki að deyja í Írak
birtast á risaskjá. Þá mun hún
herma eftir kynlífsathöfnum
lesbía í trylltum tangó við kven-
kyns dansara og fáklæddar ólétt-
ar konur verða í forgrunni þegar
hún syngur gamla smellinn sinn
Papa Don’t Preach.
Lagið American Life breytist í
mótmæli gegn stríði þar sem
tvinnað verður saman ómi af
sprengjudyn og vídeómyndum af
bardögum í Írak og Afganistan.
Þá munu ófá tárin læðast niður
kinnar hennar við myndir af
sveltandi börnum á meðan hún
syngur lag Johns Lennon,
Imagine.
Áætlað er að kostnaður við
þessa heljarinnar sýningu sé um
130 milljónir króna. ■
Nýjasta breiðskífa RúnarsJúlíussonar, Trúbrotin 13, hef-
ur verið með þeim söluhæstu á
landinu frá því að hún kom út í
byrjun síðasta mánaðar. Salan
gengur vel og er fyrsta upplag
uppselt. Platan er afar persónu-
legur óður Rúnars til foreldra
sinna, Júlíusar Eggertssonar og
Guðrúnar St. Bergmann.
„Heiðra skaltu föður þinn og
móður,“ segir Rúnar. „Platan er á
trúarlegu nótunum enda var
mamma mín í kór í 45 ár. Ég lærði
svolítið af sálmum í gegnum hana.
Þetta er plata sem truflar engan
og er þægileg.“
Rúnar segist vera trúaður mað-
ur en ekkert um of. „Ég er ekki of-
stækismaður í því en ég fermdist
og var skírður. Ég er þó ekki gift-
ur og fer ekki reglulega í messu.
Ég tek þó stundum þátt í trúartón-
leikum. Ég er bara trúaður eins og
gengur og gerist. Ég fíla mig þó
alveg í gegn að vera syngja trúar-
söngva og legg mig allan fram.“
Á plötunni er mikið um kór
söng og er hann blandaður rokki
og kántrí. „Síðan er eitt lag sem
ég söng þegar ég var sex ára. Afi
minn hafði tekið upp sönginn og
við fundum spóluna í dánarbúinu
hans. Fyrir plötuna bættum við
Þórir Baldursson tónlist á bak við
sönginn. Þannig að þetta eru
fyrstu upptökurnar sem voru
gerðar með mér, um miðbik
síðustu aldar.“
Rúnar segir titilinn aðallega
vera til þess að benda fólki á að
þetta sé trúarplata og að lögin
séu þrettán. Hann viðurkennir
þó að þarna sé tilvísun í það að
hann hafi verið liðsmaður í ofur-
grúbbunni Trúbrot á sínum
tíma.
Í nógu er að snúast hjá Rúnari
þessa dagana. Hann hefur nánast
gefið út plötu árlega og þegar
blaðamaður náði tali á honum var
hann að hljóðrita nýtt lag með
Hljómum. „Ég frestaði þessari
plötu vegna þess að Hljómarnir
gáfu nýja plötu í fyrra. Núna
erum við að dunda okkur við nýtt
lag sem heitir Upp með húmorinn.
Það er fyrir safnplötu sem kemur
út í sumar. Svo kemur ný Hljóma-
plata út 5. október. Það gekk vel
síðast, hún seldist helling, þannig
að það er að minnsta kosti ein
plata í viðbót.“
biggi@frettabladid.is
Changer: Scenes
„Lögin sem standa upp úr eru Rough Mix, þar sem
Slayer-áhrifin leyna sér ekki, grind-corelagið Sponk er
öflugt, titillag plötunnar er einnig mér að skapi,
skemmtilegar taktpælingar og sýna Changer-liðar
færni sína á hljóðfærin. Það er einna helst að söngur-
inn höfði ekki til mín á köflum en hann er þó ágætur.
Changer er greinilega á uppleið og gaman væri að sjá
enn vandaðri vinnubrögð á næstu plötu og kannski
utanaðkomandi upptökustjóra. Það hefði gert
gæfumuninn á Scenes.“ SJ
The Streets: A Grand Don’t
Come for Free
„Styrkur Mike Skinner, er ekki bara þetta sérstaka
heimalagaða sánd, heldur er maðurinn mjög hæfi-
leikaríkt skáld. Hann er alls ekki að reyna upphefja
sitt eigið egó í textum sínum eins og oft vill verða í
rappi. Einbeitir sér frekar að því að vera mennskur, og
fjallar opinskátt um bresti sína, og hikar ekki að gera
grín að sjálfum sér. Hvert lag fangar nýja tilfinningu,
hvort sem það er paranoja eins og í laginu What is he
thinking? eða eftirsjá á glataðri ást eins og í besta lagi
plötunnar Dry Your Eyes. Önnur platan í röð sem
verður minnst í tónlistarsögunni sem skyndiklassík.
Ótrúleg plata, fullt hús stiga.“ BÖS
Wax Poetic: Nublu Sessions
„Tónlistin er mjög þægileg áheyrnar og er platan mjög
fjölbreytt. Á henni má finna róleg og ljúf lög (Tell Me),
fönkí lög (Dreamin, Time) dansvæn (Sea Grass) og til-
raunakennd (Oriental Wind). Hafði ég sérstaklega
gaman af Sea Grass, sem Davenport syngur. Dauðan
punkt er vart finnandi og ljóst að Wax Poetic bætist í
hóp þeirra sem ég mun fylgja eftir eins og skugginn.
Hún er, í einu orði sagt, frábær.“ SJ
Lali Puna: Faking the Books
„Bara í dag er ég búinn að renna þessari plötu þrisvar
sinnum yfir, og er fjarri nálægt því að fá leið. Það er ekki
nóg að lagasmíðarnar séu sterkar heldur er þessi kaka
kyrfilega skreytt hljóðsælgæti hér og þar. Eða eins og
söngkonan syngur í einu laginu; „Remember the Small
Things“. Lykillinn að því að láta hvert einasta ástarsam-
band ganga upp. Án efa ein af plötum ársins, sama hversu
blómlegt restin af tónlistarárinu verður.“ BÖS
Heiðra skaltu föður þinn og móður
RÚNAR JÚLÍUSSON
„Ég hef aldrei haft eins mikið að
gera eins og í dag,“ segir Rúnar
Júlíusson þakklátur. „Þessa
helgina er ég að spila sex
sinnum í ýmsum myndum.“
TÓNLIST
RÚNAR JÚLÍUSSON
Hefur aldrei verið uppteknir en þessa
dagana. Gaf út breiðskífuna 13 Trúbrot í
minningu foreldra sinna á dögunum, er
byrjaður á næstu plötu Hljóma.
JÓN ÓLAFSSON
Gagnrýnandi Fréttablaðsins sagði fáa sem
enga vankanta á frumraun Jóns Ólafssonar.
Jón Ólafsson: Jón Ólafsson
„Fyrri hluti plötunnar er betri en sá síðari og þar er
erfitt að taka eitt lag eða texta út. Afstæðiskenning
ástarinnar og Sólin kemur aftur upp koma þó
sterklega til greina sem bestu lögin með bestu
textana að auki. Siesta og Flugur þóttu mér sístu
lögin og var hið fyrrnefnda full væmið fyrir minn
smekk. Engu að síður eru fáir vankantar á þessari
frumraun Jóns Ólafssonar. Sýnir hann hér og sann-
ar að þar fer tónlistarmaður í fremstu röð.“ FB
Magnet: On Your Side
„En sama hversu flottar útsetningarnar eru væri
þessi tónlist náttúrlega hundleiðinleg ef laga-
smíðarnar væru ekki svona fínar. Lögin eru tilfinn-
ingarík, ljúf, stutt er í depurðina og melódíurnar
fallegar. Þetta er byggt utan um þessa unaðslegu
tilfinningu sem heldur okkar gangandi á dimmum
skammdegiskvöldum. Þegar við vitum að tilveran
er falleg, þrátt fyrir að vera myrk.“ BÖS
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
TÓNLIST, SPRENGJUR OG SVELTANDI BÖRN
Búist er við að tónleikaferðalag Madonnu sem hefst á mánudaginn hneyksli marga.
Madonna yfir strikið?
ÞÚ ERT REKINN!
Donald Trump, stjarnan í raunveruleika-
þættinum Lærlingurinn sem birtist á
Stöð 2 í júní og unnusta hans, Melania
Knauss, eru hér í New York að kynna
aðra seríu þáttarins.