Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 50
FÓTBOLTI „Ég held við verðum að
vera sáttir við að fara með eitt
stig frá Eyjum alla vega miðað við
hvernig leikurinn spilaðist,“ sagði
Ríkharður Daðason, sóknarmaður
hjá Fram, eftir að ÍBV og Fram
höfðu gert 1-1 jafntefli í 2. umferð
Landsbankadeildar karla. ÍBV
komu miklu ákveðnari til leiks og
höfðu talsverða yfirburði í fyrri-
hálfleik. Ian Jeffs og Bjarnólfur
Lárusson áttu miðjuna og varnar-
lína Framliðsins virtist óörugg
þar sem Hans Fróði Hansen átti
afleitan dag.
„Við vorum mun sterkari í
fyrri hálfleik og það er svekkj-
andi að hafa ekki klárað leikinn.
Framarar voru ekki að skapa sér
mikið en settu smá pressu á okkur
í seinni hálfleik sem skilaði þeim
jöfnunarmarkinu. Það er ekki
nógu gott að hafa aðeins tvö stig
eftir fyrstu tvær umferðirnar,“
sagði Bjarnólfur Lárusson leik-
maður ÍBV.
ÍBV komst yfir á 26. mínútu
með marki frá Gunnari Heiðari
Þorvaldssyni sem var óvenju ró-
legur í leiknum. ÍBV-liðið sótti
stöðugt og tvisvar sinnum þurfti
góður markvörður Framliðsins,
Gunnar Sigurðsson, að taka á hon-
um stóra sínum. „Við lentum í
töluverðum vandræðum í upphafi
leiksins og við komumst eiginlega
ekkert út úr okkar vallar-
helming,“ sagði Ríkharður Daða-
son og Magnús Gylfason, þjálfari
ÍBV, var sammála honum.
„Við vorum betra liðið í leikn-
um og sérstaklega í fyrri hálfleik.
Aftur er ég mjög ósáttur við að fá
bara eitt stig. Mér fannst við
hörfa óþarflega mikið undan vind-
inum í seinni hálfleik til að halda
fengnum hlut. Við fáum á okkur
mark eftir um 75 mínútur leik en
fyrir utan það man ég ekki eftir
færi frá þeim í leiknum,“ sagði
Magnús, en jöfnunarmark Fram-
ara kom á 78. mínútu og var það
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson
sem skoraði með skalla.
Eyjamenn reyndu hvað þeir
gátu til að ná í öll þrjú stigin en
uppskáru aðeins eitt rautt spjald
þegar Ian Jeffs, besti maður vall-
arins, braut gróflega á Ragnari
Árnasyni og góður dómari leiks-
ins, Gísli Hlynur Jóhannsson,
sýndi honum umsvifalaust rauða
spjaldið. Framarar kláruðu leik-
inn einnig 10 en Ómar Hákonar-
son fékk að líta gula spjaldið í tví-
gang hjá Gísla. ■
38 21. maí 2004 FÖSTUDAGUR
KLÁR Í SLAGINN
Jenson Button, hjá BAR-Honda-liðinu, gerir
sig kláran í fyrstu frjálsu æfinguna fyrir
kappaksturinn í Mónakó.
FORMÚLAN
Samningaviðræður við Bolton í strand:
Rivaldo á leið til Celtic
FÓTBOLTI Brasilíski hrægammur-
inn Rivaldo gæti verið á leiðinni
til Skotlandsmeistara Glasgow
Celtic eftir að samningaviðræður
kappans við enska úrvalsdeildar-
félagið Bolton virðast hafa siglt í
strand. Sæti Celtic í meistaradeild
Evrópu er freistandi í augum
Rivaldos, sem nýorðinn er 32 ára.
„Það er mjög mikilvægt fyrir
mig að spila í liði sem á sæti í
meistaradeildinni og þá er Glas-
gow ein af höfuðborgum fótbolt-
ans í heiminum. Ef ég á að vera
hreinskilinn þá finnst mér stór og
sigursæll skoskur klúbbur eins og
Celtic vera mun áhugaverðari
kostur en mun minni enskur
klúbbur, vegna þess að ég vil
vinna titla. Þetta snýst ekki bara
um peninga og það er alrangt sem
haldið hefur verið fram að ég selji
mig hæstbjóðanda.“
Á ferli sínum hefur Rivaldo
spilað með brasilísku liðunum
Paulista, Santa Cruz, Mogi-Mirin,
Corinthians, Palmeiras og
Cruzeiro og spænsku liðunum
Deportivo La Coruna og
Barcelona auk ítalska liðsins AC
Milan. ■
Verðum að
vera sáttir
Framarar náðu í stig í Eyjum í Landsbanka-
deild karla í knattspyrnu. Þorvaldur Makan
tryggði stigið með marki í seinni hálfleik.
Boxari í hringinn á ný:
Tyson klár
HNEFALEIKAR Zoloft-ætan Mike
Tyson mun snúa aftur í hringinn í
sumar en þessi fyrrum heims-
meistari í þungavigt hnefaleika,
er farinn að æfa á fullu í Central
Boxing klúbbnum í Phoenix.
Tyson mun mæta Íranum
Kevin McBride þann 31. júlí næst-
komandi. Tyson, sem verður 38
ára þann 30. júní, hefur ekki
barist síðan hann vann Clifford
Etienne í febrúar í fyrra. Hann
má muna fífil sinn fegurri en árið
1985 varð hann yngsti heims-
meistari sögunnar og það efast
fáir um að þegar hann var upp á
sitt besta hafi hann verið öflugasti
boxari sögunnar. ■
Norðurlandamót í körfu:
Sigur á
Svíum
KÖRFUBOLTI 16 ára landslið Íslands
gerði sér lítið fyrir og vann heima-
menn í Svíþjóð í fyrsta leik sínum
á Norðurlandamóti yngri lands-
liða. Íslensku strákarnir byrjuðu
illa en komust fljótlega í gang en í
hálfleik var staðan 42-24 íslensku
drengjunum í vil. Emil Jóhannsson
(úr Fjölni) fór á kostum í öðrum
leikhlutanum, setti heil 12 stig í
öllum regnbogans litum.
Í s l e n s k u
strákarnir klár-
uðu svo leikinn
örugglega, 77-
59. Hjörtur
Hrafn Einarsson
var stigahæstur
í íslenska liðinu,
skoraði 20 stig,
Emil Jóhanns-
son skoraði 17
stig (hitti úr átta
af 14 skotum),
Hörður A. Vil-
hjálmsson skor-
aði 17 stig (níu
fráköst, fimm stoðsendingar),
Brynjar Björnsson 16 stig.
Hin þrjú landsliðin töpuðu fyrir
jafnöldrum sínum frá Svíþjóð. Jó-
hann Árni Ólafsson skoraði 24 stig
í 73-83 tapi 18 ára landsliðs stráka,
Helena Sverrisdóttir skoraði 27
stig í 74-84 tapi 16 ára landsliðs
stelpna og Petrúnella Skúladóttir
gerði 16 stig í 40-65 tapi 18 ára
landsliðs kvenna. ■ BESTI MAÐUR VALLARINS FÉKK EKKI AÐ KLÁRA LEIKINN
Ian Jeffs stóð sig vel með ÍBV en fékk að líta rauða spjaldið í lokin.
HJÖRTUR MEÐ
20 STIG
Hjörtur Hrafn Ein-
arsson skoraði 20
stig í sigri á Svíum.
TVÖ MÖRK Í TVEIMUR LEIKJUNUM
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson tryggði
Fram jafntefli í Eyjum.
ÍBV–FRAM 1–1 (1–0)
1–0 Gunnar Heiðar Þorvaldsson 26.
1–1 Þorvaldur Makan Sigbjörnsson 78.
DÓMARI
Gísli Hlynur Jóhannsson Góður
BESTUR Á VELLINUM
Ian Jeffs ÍBV
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 15–12 (8–9)
Horn 6–2
Aukaspyrnur 21–20
Rangstæður 2–1
Spjöld (rauð) 2–3 (1–1)
FRÁBÆRIR
Enginn
MJÖG GÓÐIR
Ian Jeffs ÍBV
Eggert Stefánsson Fram
GÓÐIR
Bjarnólfur Lárusson ÍBV
Mark Schulte ÍBV
Tryggvi Bjarnason ÍBV
Birkir Kristinsson ÍBV
Ingvar Þór Ólafsson Fram
Gunnar Sigurðsson Fram
Þorvaldur Makan Sigbjörnsson Fram
Ríkharður Daðason Fram
■ Það sem skipti máli
RIVALDO EKKI TIL BOLTON
Hér sést Brasilíumaðurinn Rivaldo í
búningi AC Milan. Gæti verið á leiðinni til
skoska liðsins Glasgow Celtic.
Stöndum vörð um lýðræðið
a s k o r u n . i s