Fréttablaðið - 21.05.2004, Qupperneq 64
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
0
8
8
8
5
Þeir sem íhuga að fá sér bíl hafa um fleiri leiðir að velja en nokkru
sinni fyrr. Sumir sjá sér hag í að taka bílinn á einkaleigu eða
rekstrarleigu. Aðrir vilja frekar kaupa bíl og eignast hann.
VÍS býður nú:
Hærra lánshlutfall: Hámarksbílalán VÍS verður 100%
af kaupverði bíls en var 70% áður. Vextir eru breytilegir
á lánstíma.
Óbreyttan lánstíma: Lánstími verður allt að 7 ár.
Margar ástæður eru fyrir því að kaupa bíl fremur en að taka hann
á leigu. Með bílaláni eignast þú bílinn á lánstímanum og getur
breytt honum að vild eða selt hann þegar þér hentar.
Hringdu í VÍS í síma 560 5383 og fáðu nánari upplýsingar eða
komdu við á næstu bílasölu.
VÍS, Ármúla 3, 108 Reykjavík, www.vis.is
Þjónustuver VÍS, símaþjónusta mánudaga
til föstudaga kl. 8:00-19:00, sími 560 5000
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000
-DEILAN MIKLA-
Fyrirlestur í spádómum
biblíunnar í
Suðurhlíðarskóla kl. 20.00
Föstudagur 21. maí:
Kraftaverk antikrists
Ekki meir
Ég uppgötvaði um daginn þegarég var að horfa á umræðuþátt í
sjónvarpinu þar sem einhver snill-
ingurinn talaði um tilraunir til
valdaráns á Íslandi og sakaði heilu
og hálfu þjóðina um samsæri gegn
ákveðnum stjórnmálamanni hér í
bæ, í tengslum við hið undursam-
lega fjölmiðlafrumvarp, að ég var
farinn að fá líkamleg einkenni út af
öllu ruglinu sem flæðir yfir mann
þessa dagana. Ég varð skyndilega
andstuttur og einhverjir einkenni-
legir kippir gerðu vart við sig í
hálsvöðvunum. Þegar ég var farinn
að rykkja til höfðinu síendurtekið
ákvað ég að grípa fjarstýringuna og
slökka á sjónvarpinu eins og skot.
ÞÁ FÆRÐIST yfir mig ró og lík-
amlegu einkennin hurfu. En ég fór
að spá. Hvað ef þetta heldur áfram?
Af ótta við það að líkami minn muni
umbreytast og grænar bólur fari að
skjótast út á enninu sem ósjálfrátt
viðbragð við hinni yfirgengilegu
heimsku hef ég ákveðið að setja
mörk á það hversu mikið ég horfi á
umræður í sjónvarpi, og einkum og
sér í lagi umræður á Alþingi.
EF stjórnarþingmennirnir halda því
fram einu sinni enn að einhver einn
maður með sítt að aftan sé að eign-
ast Ísland munu mér vaxa skögul-
tennur. Ef formenn stjórnarflokk-
anna lýsa því aftur yfir að það sé
sátt um mál þegar 80% þjóðarinnar
er á móti mun ég ummyndast í
framan og byrja að urra. Og ef und-
arlegi prófessorinn upp í Háskóla
heldur því fram einu sinni enn að
einhverjir myrkrahöfðingjar bruggi
launráð gegn Bubba kóngi dag og
nætur og ef þessi sami maður og
hans vinir skipta þjóðinni enn einu
sinni upp í þá sem eru með og móti
einhverri árans matvöruverslun
skýt ég upp kryppunni.
EKKI MEIR segi ég. Ekki meir. Ef
þetta heldur áfram mun mér vaxa
feldur og langar klær og ég mun
taka stökkið upp í fjöll og þið munið
sjá mig í framtíðinni spangóla á
fullu tungli í Bláfjöllum og éta kind-
ur með berum höndum á Suður-
landsundirlendi. Um það verða
sagðar þjóðsögur. Maðurinn sem
breyttist í óargadýr útaf vitleysis-
gangi.
Bakþankar
GUÐMUNDAR
STEINGRÍMSSONAR