Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 8
8 19. mars 2004 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa Búinn að fá nóg? „Ég hef aldrei verið jafnlengi á Suðurlandi og núna, ég er búinn að vera viku í Vík.“ Þorsteinn Már Baldvinsson, Morgunblaðið 18. mars. Sex strengja.... „Ef mér tekst að spila eitt lag villulaust ætla ég að kaupa bjór á línuna. Þetta er alls ekki kommersíelt.“ Guðlaugur Óttarsson gítarleikari, DV 18. mars. Passa sig! „Þegar ég ætlaði að sýna síð- asta gestinum grísinn var hann horfinn og í hans stað lá á gólfinu skinkubréf og skila- boð sem á stóð; svona verður þú ef þú hættir ekki að borða.“ Heimir Karlsson, Fréttablaðið 18. mars. Orðrétt Seðlabankinn um hlutabréf: Ástæða til varúðar HLUTABRÉF Frá því að Seðlabankinn lýsti yfir efasemdum um hluta- bréfaverð í nóvember hefur það hækkað um þriðjung. Þá var bent á að virði félaganna deilt með hagn- aði væri ekki fjarri sögulegu meðal- tali. Nú hefur það hlutfall hækkað og bankinn ítrekar efasemdir um að hlutabréfaverð standi föstum fótum í hagnaðarhorfum og vaxtarmögu- leikum íslenskra fyrirtækja. Seðlabankinn segir að tiltölulega fáir virðist standa á bak við aukna eftirspurn eftir innlendum hluta- bréfum. Einstaklingar hafi dregið úr þátttöku sinni á markaðnum. Þá hafi lífeyrissjóðir selt meira en þeir keyptu af innlendum bréfum. „Að verulegu leyti virðist vera um skuldsett hlutabréfakaup að ræða með þátttöku innlendra fjármála- stofnana,“ segir í Peningamálum, ársfjórðungsriti Seðlabankans. Seðlabankinn segir þessa þróun gefa tilefni til að gæta aukinnar var- úðar í viðskiptum með hlutabréf. Fáir kaupendur hreyfi markaðinn og innbyrðis tengsl séu á milli þeirra. ■ HEIMSÓKN „Við áttum hér ágætis fund í konungshöllinni í Ósló og niðurstaða hans varð sú að Hákon krónprins Noregs og Mette-Marit krónprinsessa koma í opinbera heimsókn til Íslands dagana 28.- 30. júní í sumar. Það verður í fyrsta skipti sem þau koma til Ís- lands,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, að loknum fundi með krónprinsinum í gær. H e i m s ó k n Hákonar og Mette-Marit er að sögn Ólafs Ragnars mjög í anda þeirra l a n g v a r a n d i tengsla sem verið hafa milli Íslands og Nor- egs og felur í sér skilaboð um hve Norðmenn telja mikilvægt að rækta sam- bandið við Ís- land. Ólafur Ragnar segir að krónprinsinn og prinsessan séu mjög áhugasöm um Ísland. „Þau hafa mikinn áhuga á því að heimsækja hinar gömlu sögu- slóðir sem tengjast Snorra í Reykholti, Alþingi og öðrum merkum köflum í sögu Íslands og Noregs en líka nútíma Íslandi, at- vinnulífi, listalífi og áhugasvið- um ungrar kynslóðar á Íslandi. Ég er mjög ánægður með að það hafi tekist að koma þessari heim- sókn í kring því það er auðvitað úr mörgu að velja hjá þessu góða fólki og það eru ákveðin og sterk skilaboð í því fólgin að Íslandi skuli veittur þessi forgangur,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Hákon krónprins gegnir störf- um þjóðhöfðingja Noregs í veik- indaforföllum Haraldar föður síns. „Ég ræddi einnig við drottn- inguna smástund og sem betur fer er Haraldur mjög að hressast og hefur átt ágæta dvöl á heitum slóðum og hefur fengið mikla orku og styrk. Það er því búist við því að hann geti tekið við sín- um störfum eftir einhvern tíma,“ sagði forsetinn. Megintilgangur heimsóknar Ólafs Ragnars til Noregs var að flytja minningarfyrirlestur í Há- skólanum í Bergen um Stein Rockan. „Hann var einn helsti félags- vísindamaður veraldar á sínum tíma og tvímælalaust einn fremsti félagsvísindamaður sem Norðurlönd hafa átt. Ég var eigin- lega nokkuð snortinn og mat það mikils út frá mínum gamla fræði- lega vettvangi að vera boðið að flytja þennan fyrirlestur. Þegar ég var ungur námsmaður kynnt- ist ég Stein Rockan og hann hafði mikil áhrif í þá veru að ég lagði stjórnmálafræðina fyrir mig og ákvað að stunda rannsóknir á ís- lenska stjórnkerfinu, sem síðan urðu uppistaðan í doktorsritgerð minni og kennslu við Háskóla Ís- lands,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. the@frettabladid.is Forseti Póllands: Við vorum blekktir VARSJÁ, AP Aleksander Kwasni- ewski, forseti Póllands, gagn- rýndi í gær Bandaríkjamenn og Breta fyrir að beita blekkingum um gjöreyðingarvopn Íraka til að fá fleiri þjóðir til að styðja innrás í Írak. Kwasniewski nefndi hvorugt ríkið en sam- hengið var augljóst af orðum hans. „Ég held að Írak án Saddams Hussein sé sannarlega betra en Írak undir stjórn hans,“ sagði forsetinn. „En mér finnst það að sjálfsögðu óþægilegt að við vor- um blekktir með upplýsingum um gjöreyðingarvopn.“ ■ SAMEIGINLEGAR HERÆFINGAR Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn eru að hefja sameiginlegar heræfingar. Norður-Kóreustjórn: Afvopnun þýðir stríð NORÐUR-KÓREA, AP „Það sem gerðist í Írak sýnir fram á að ef við myndum samþykkja að afvopnast á grundvelli óréttláts vopnaeftirlits myndi það ekki koma í veg fyrir stríð heldur opna fyrir möguleikann á því,“ sagði í yfirlýsingu Norður-Kóreustjórnar sem var lesinn upp í þarlendum fjöl- miðlum í gær. Norður-Kóreustjórn segir að ef hún hætti við að koma sér upp kjarn- orkuvopnum yrði það til að auka hættuna á því að Bandaríkin gerðu innrás. Ekkert samkomulag náðist um kjarnorkuvopn Norður-Kóreu- manna á sex ríkja ráðstefnu í síðasta mánuði. ■ HAWKING YFIRHEYRÐUR Breska lög- reglan hefur yfirheyrt vísindamann- inn Stephen Hawking vegna meints ofbeldis sem talið er að hann hafi sætt. Grunur vaknaði um ofbeldið eftir að hann var fluttur á sjúkrahús með brotinn úlnlið og skurði sem engin skýring fékkst á. Sjálfur hefur Hawking vísað því á bug að hann hafi verið beittur ofbeldi. SEKTUÐ FYRIR KLÁMIÐ Rúmenskri sjónvarpsstöð hefur verið gert að greiða hæstu sekt í sögu rúmenskra sjónvarpsstöðva fyrir að sjónvarpa nektaratriðum og klámfengnum samræðum í raunveruleikaþættinum Big Brother. Nektaratriðin voru myndir sem teknar voru af þátttak- endum í sturtu. Hátíðartilfinning með vélarafli ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 2 40 32 03 /2 00 4 Áhyggjulaus og örugg bílaviðskipti - Strangt skoðunarferli, 14 daga skiptiréttur, ókeypis skoðun eftir 1000 km, allt að 1 árs ábyrgð. Skoðaðu úrvalið á Nýbýlavegi 4, á www.toyota.is eða hringdu í 570 5070. Honda Legend Fyrst skráður: 06.2000 Ekinn: 56.000 km Vél: 3500cc, sjálfskiptur Litur: Blár Verð: 2.920.000 kr. Búnaður: Einn með öllu Ótti við nýja flóttatilraun barnaníðings: Enn veldur Dutroux ugg BRUSSEL, AP Belgar eru farnir að endurskoða öryggismál eftir að lyk- ill að handjárnum fannst nærri fangaklefa Marc Dutroux, aðalsak- bornings í barnaníðingamálinu sem hefur legið eins og mara yfir Belg- um frá því um miðjan síðasta ára- tug. „Ég er reiður, þetta er ótrúlegt,“ sagði Louis Michel, varaforsætis- ráðherra Belgíu. „Í hvers konar kerfi búum við? Við vitum hvað Dutroux er fær um þannig að það er óþolandi að svona lykill finnist svona nærri honum,“ sagði Michel, sem var ekki í vafa um að reynt hefði verið að smygla lyklinum til Dutroux. Lyklafundurinn hefur vakið ótta um að Dutroux reyni að flýja aftur. Tveimur árum eftir að hann var handtekinn 1996 tókst honum að flýja úr dómshúsi eftir að hann reif byssu af fangaverði. Þá náðist hann nokkrum klukkustundum síðar. Þegar réttarhöld yfir Dutroux og fleirum hófust 1. mars opnaðist hurð á bílnum sem flutti Dutroux í dómssal. Lögregla segir að Dutroux hafi verið járnaður í bílnum og ekki átt nokkurt færi á að flýja en at- burðurinn dró samt sem áður úr til- trú fólks á gæslu hans. ■ HRÆRINGAR HREYFA MARKAÐ Kaup og sala Landsbanka, Íslandsbanka og Straums á ráðandi eignarhlutum í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins ýtti undir hækkun á verðbréfamarkaði. Seðlabankinn hvetur til varúðar í hlutabréfaviðskiptum. DUTROUX Í RÉTTARSAL Þegar Dutroux flýði 1998 kostaði það tvo ráðherra og yfirmann lögreglunnar starfið. FORSETI ÍSLANDS Ólafur Ragnar Grímsson hitti bæði krón- prinsinn og drottninguna í konungshöllinni í Ósló. METTE-MARIT OG HÁKON Forseti Íslands segir að ákvörðun um heimsókn þeirra hjóna hingað til lands í sumar feli í sér ákveðin og sterk skilaboð. „Það er auðvitað úr mörgu að velja hjá þessu góða fólki og það eru ákveðin og sterk skila- boð í því fólg- in að Íslandi skuli veittur þessi for- gangur. Hákon ríkisarfi Noregs sækir Ísland heim Ákveðið var eftir fund forseta Íslands með Hákoni krónprinsi Noregs að prinsinn komi ásamt eiginkonu sinni Mette-Marit til Íslands í lok júní. Heimsóknir þeirra hjóna eru fátíðar og segir forsetinn mikilvæg skilaboð felast í ákvörðun um Íslandsför.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.