Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 39
39FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 Ókeypis Redusan í kaupbæti með Phasomin kolvetnagleypi Ókeypis Ultra RX-Joint krem með Lið-Aktín Redusan fitugleypir frítt með! Þegar þú kaupir glas af Kvennablóma færðu annað í kaupbæti Þegar þú kaupir glas af Sabal Forte færðu annað í kaupbæti Í Kringlukasti færðu Ultra RX-Joint krem í kaupbæti með hverju glasi af Lið-Aktín á meðan birgðir endast E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 17 Fyrir nokkru hlustaði ég áfrægan bandarískan fyrirles- ara fullyrða að fólk færi ekki jafn illa með sig og raun ber vitni ef það hefði ekki aðgang að ókeypis eða ódýrri heilbrigðisþjónustu. Á ferð minni um landið bar ég þetta undir ónefndan alþingismann og við urðum sammála um að tvennt plagaði heilbrigðiskerfið. Í fyrsta lagi tækju landsmenn ekki nægi- lega mikla ábyrgð á eigin heilsu og væru ekki nægilega meðvitað- ir um áhrif daglegrar neyslu og hreyfingarleysis á líkamann til lengri tíma. Í öðru lagi yrði erfitt að breyta gangi máli þegar lækn- ar virðast fá meira borgað eftir því sem fleiri verða veikir. Við vorum einnig sammála um að lausnin fælist ekki endilega í því að hækka verð á heilbrigðisþjón- ustu. Mér flaug í hug gamalt mód- el sem Kínverjar notuðu um tíma. Þar fengu læknar úthlutað ákveðnum fjölda einstaklinga og áttu að sjá um að þeir héldu heil- brigði en fengu hlutfallslega minna borgað þegar einhver þeirra veiktist. Væri hægt að koma á slíku kerfi hér? Myndu læknar sætta sig við að fá einung- is borgað ef að skjólstæðingar þeirra væru heilbrigðir? Yrði þá meira tal um heilsueflingu en minna tal um eftirmeðferð? Margt gott má segja um kerfið eins og það er upp- byggt núna en því miður er allt tal um ókeypis heilbrigðisþjónustu fjarri sannleikanum. Aukning í fjárútlátum til heil- brigðismála verður sífellt meiri en því miður virðist vanta heild- ræna stefnu til að vinna eftir. Ekkert er nokkurn tíma ókeypis. Einhver verður alltaf að borga. Þá er kannski við hæfi að spyrja spurningar sem allir virð- ast skjóta sér undan að svara. Hversu mikið erum við sem sam- félag tilbúin að borga til að bregð- ast við sjúkdómum sem tengjast neyslu og hreyfingarleysi? Ég er ekki talsmaður forræðishyggju en heilsa annara hlýtur að verða okkar sameiginlega mál þegar samfélagið þarf að standa undir þeim aukna kostnaði sem hlýst af. Heilsuefling einstaklinga, meiri fræðsla og fjárhagsleg hvatning til heilbrigðari neyslu mun koma öllu samfélaginu til góða. En for- gangsröðun stjórnvalda er skýr þegar 300 milljónum á ári er var- ið í íslenska hestinn en einungis 12 milljónum í Manneldisráð. Viltu spyrja Guðjón Bergmann um eitthvað sem varðar andlega eða líkamlega heilsu? Sendu honum póst á gbergmann@gbergmann.is Líkamiog sál GUÐJÓN BERGMANN ■ jógakennari og rithöfundur, skrifar um andlega og líkamlega heilsu. Ókeypis heil- brigðisþjónusta? Liðspeglunaraðgerðir: 60% fjölgun Liðspeglunaraðgerðum fjölgaðium rúm 60% á árunum 2001–2003. Þetta kom fram í svari Jóns Kristjánssonar heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyr- irspurn Rannveigar Guðmunds- dóttur á Alþingi. Liðspeglunarðagerðum er beitt vegna slitgigtar í hnjám. Í svarinu kom fram að ýmsar rannsóknir hefðu bent til þess að þessar að- gerðir gerðu minna gagn en talið hefði verið og Landlæknisembætt- ið ræddi nú það mál við bæklunar- lækna. Ráðherra tók það fram að tæknin hefði þó gjörbreytt allri að- komu við rannsóknir og aðgerðir á stórum liðum, minni hætta væri til dæmis á fylgikvillum en áður.■ Reykingarfólk kostar danskaríkið um 200.000 dkr. – and- virði um 2,3 milljóna ísl. króna – meira á ári en þeir sem ekki reyk- ja. Þetta er niðurstaða danskrar rannsóknar. Heilbrigðiskerfið danska ver að meðaltali um 300.000 dkr. í þá sem ekki reykja, andvirði um 3,5 milljóna ísl. kr. en 500.000 dkr. í þá sem reykja, and- virði um 5,8 milljóna ísl. kr. og það þrátt fyrir að reykingarfólk lifi almennt styttra en þeir sem ekki reykja. Susanne Reindahl sem stóð fyrir rannsókninni komst að nið- urstöðunni eftir útreikninga á læknisheimsóknum og ýmis kon- ar meðferðum. Þar við bættist óbeinn kostnaður á borð við það að reykingarfólk fer yfirleitt fyrr á eftirlaun en aðrir og er oftar veikt. ■ Parkinson-sjúkdómur: Fleiri karlar fá en konur Parkinson-sjúkdómur leggstfrekar á karla en konur er nið- urstaða nýrrar rannsóknar sem birt er í tímaritinu Journal of Neurology, Neurosurgery and Psychiatry. Líkurnar á því að karlar fái sjúkdóminn eru allt að því 50% meiri en að konur fái Parkinson. Höfundar leiða að því líkum að orsök þessa sé meðal annars meira návígi karla við eiturefni. Þar fyrir utan njóta konur náttúrlegrar varn- ar í formi kvenhormónsins estróg- ens. Skortur á efni sem kallast dópamíni og framleitt er í heilanum veldur parkinson-sjúkdómi. ■ ÓLÉTTAR KONUR VARAÐAR VIÐ Evrópusambandið varar óléttar konur við því að borða of mikið af túnfiski eða sverðfiski á meðgöngu vegna kvikasilfurs sem safnast í þeim. Mengun veldur því að kvika- silfur safnast upp í þessum fiskteg- undum og það er sérstaklega hættulegt barnsheila á meðgöngu. ■ Sjúkdómar REYKINGAR Meiri útgjöld fyrir heilbrigðiskerfið. Þeir sem að reykja: Dýrir í rekstri Krabbamein: Sortuæxlum fjölgar 80 Íslendingar munu greinastmeð sortuæxli árið 2004 og þar af um 50 með ífarandi sortuæxli, sem eru alvarlegra form en stað- bundnu æxlin. Þetta kemur fram á vef landlæknis sem um þessar mundir stendur fyrir herferð gegn ljósaböðum í samvinnu við Geisla- varnir ríkisins, Krabbameinsfélag- ið og Félag íslenskra húðlækna. Bent er á að sólbrúnka geti verið skemmd í húð sem jafnvel geti leitt til krabbameins. Tíðni húðæxla í heild hefur tvö- faldast á síðustu tíu árum og hefur sortuæxlunum fjölgað mest, en þau eru alvarlegasta tegund húð- krabbameins og algengasta krabbameinið hjá konum á aldrin- um 15–34 ára. ■    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.