Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 38
heilsa o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um hei lbr igðan l í fsst í l Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: heilsa@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Syfja ræðst af tíma dags, vegnalíkamsklukkunnar og því hversu lengi við höfum vakað,“ segir Hjördís B. Tryggvadóttir sál- fræðingur. Svefninn skiptist í ólík svefnstig og til að auka líkur á að fá djúpan og góðan svefn er væn- legast að fara að sofa í kringum miðnættið, svona öllu jöfnu. Ef við freistumst til að leggja okkur um miðjan dag fellur svefnþörfin skarpt og líkur eru til að við verð- um syfjuð seinna það kvöldið. Þetta getur leitt til vítahrings svefnleysis ef ekki er gripið í taumana í tæka tíð. Mikilvægt er að hafa í huga að svefn er ekki viljastýrður, heldur verða að hafa myndast réttar aðstæður í líkam- anum til þess að við náum að sofna. Fæst okkar geta því ákveðið að í kvöld ætlum við að sofna klukkan níu því við sváfum svo illa í nótt, heldur verðum við að bíða þar til líkaminn er tilbúinn að sofna. Við ferðumst milli svefnstiga á kerfisbundinn hátt yfir nóttina, úr grunnum svefni yfir í djúpan svefn yfir í draumsvefn. Hver „lota“ tekur um 90 mínútur. Mest- an djúpsvefn fáum við þó í upp- hafi nætur eða í kringum mið- nættið og undir morgun er draumsvefninn orðinn ríkjandi. ■ Það er ein regla sem ég fylgiskilyrðislaust. Ég fer snemma að sofa,“ segir Helgi Pétursson, tónlistarmaður og sjónvarpsmað- ur með meiru. „En ég hef svo sem ekki mikið þurft að leiða hugann að þessu í gegnum tíðina og alltaf sofið eins og barn. Ég finn það hins vegar kominn á sextugsald- urinn að svefninn léttist.“ Helgi segist aldrei hanga yfir sjónvarpi fram á nætur, því það telur hann ávísun á andvökur. Hann er heldur ekkert sérstak- lega að hugsa um hvað hann lætur ofan í sig eftir kvöldmat. „Ég les hins vegar alltaf eitthvað fyrir svefninn og finnst það nauðsyn- legt, en aðalatriðið er að fara að sofa þegar maður finnur að maður er orðinn syfjaður og vera ekki að hanga yfir tilgangslausu bulli fram á nótt. Það er reglan sem ég fylgi og það virkar fyrir mig.“ ■ Sofið vært á nóttunni: Ekki gott að leggja sig um miðjan daginn LÍKAMSKLUKKAN ER 24 STUNDA SVEIFLA Á ÝMSUM HORMÓNUM OG LÍKAMSHITA Vegna innbyggðu klukkunnar eigum við okkar kjörsvefntíma sem hjá flestum er frá því í kringum miðnætti og til átta/níu að morgni. Ef við sofum á þessum tíma eru líka mestar líkur á góðum djúpum svefni. 400 mg sterkar kalktöflur með D vítamíni Byggir upp bein og tennur. Biomega Sofið vært eða illa: Svefnraskanir Um 150 tegundir svefnrask-ana eru þekktar og hafa ver- ið flokkaðar niður. Haraldur Þor- steinsson, starfsmaður hjá Flögu, nefnir hér nokkur dæmi um slíkar raskanir. Margarsvefnrask- anir eru vel þekktar, til dæmis „para- somníur“ sem fela í sér að við gerum ýmislegt á meðan við sof- um. Þannig ganga sumir eða tala í svefni og til eru mjög dramatísk dæmi. Fólk hefur jafnvel verið sakað um að myrða í svefni. Aðrir komast að því, eftir áralanga baráttu við vigtina, að þeir borða í svefni. Það getur reyndar verið mjög hættulegt því þú hefur enga meðvitund um það hvað þú lætur ofan í þig. Fótaóeirð erönnur al- geng svefn- röskun en þá fær fólk fóta- kippi sem tru- fla svefn. Fólk hefur þá oft einnig einkenni dægursyfju, þar sem það nær ekki að hvílast yfir nóttina er það illa upplagt yfir daginn. Mörg börn pissa undir og sumlangt fram eftir aldri. Við þessu er til nánast óbrigðult ráð. Börnin eru látin sofa á sérstakri dýnu sem leiðir rafmagn. Ef dýnan blotnar hringir bjalla og krakkarnir vakna því um leið og þeir væta rúmið. Þetta virkar sem meðferð. Narkolepsy“ lýsir sér þannigað fólk fellur skyndilega í svefn, við hvaða aðstæður sem er. Auðvelt er að greina sjúk- dóminn, en talið er að erfði spili stóran þátt hvað varðar orsök hans. Önnur klínísk einkenni fyl- gja einnig, til dæmis missir fólk máttinn ef það kemst í mikla geðshræringu, ef það hlær of mikið eða fær alvarlegar fréttir. Íslensk börn og unglingar virð-ast sem heild með seinkaða líkamsklukku. Þeir fara klukku- stund seinna að sofa en ungling- ar annars staðar í Evrópu. Það gæti tengst því að klukkan okkar er ekki í takt við hinn náttúrlega sólarhring. KOSTIR Mánaðarkort býður upp á þá fjölbreytni að hægt er að skipta á milli stöðva og stökkva á alls konar kostaboð. GALLAR Mánaðarkortin eru dýrasti kosturinn á líkamsræktarstöðvum. KOSTIR Greiðslan tekin sjálfkrafa af greiðslukort- inu – líkamsræktarkortið alltaf til og engin afsökun að fara ekki í leikfimi. GALLAR Maður er fastur á sama stað í ár – ekki gott ef maður er óánægður. Hvað æfirðu oft í viku? „Ég æfi fjórum til sex sinnum í viku og alltaf í tækjunum. Ég er bakveik og get ekki verið í tímum. Ég hef æft í svona eitt og hálft ár.“ Margrét Ásgeirsdóttir Svefn skiptist í fimm stig Svefnstig 1, svefnhöfgi. Þegar við erum að fara úr vöku yfir í svefn. Auðvelt er að vekja fólk á þessu stigi. Við verjum um 5% svefntímans í því. Svefnstig 2. Þá erum við alveg sofnuð og það þarf að hafa aðeins fyrir því að vekja fólk. Við verjum um 50% svefn- tímans í þessu stigi. Svefnstig 3 og 4 eða djúpsvefn. Þá erum við alveg steinsofn- uð. Erfitt að vekja fólk upp úr djúpsvefni, það er lengi að komast til meðvitundar. Við verjum 20–25% svefntímans í djúpsvefni. Draumsvefn. Þá dreymir okkur myndræna drauma. Við verj- um 20–25% svefntímans í drauma. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hvernig tryggir þú þér góðan nætursvefn?: Ekkert tilgangslaust bull fram á nætur HELGI PÉTURSSON Er mikill morgunmaður og tekur daginn snemma. Hann fer alltaf að sofa fyrir klukkan 11 á kvöldin. MÁNAÐARKORT ÁRSKORT + - + -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.