Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 17
Enn vantar upp á Með undirskrift kjarasamn-inga á almennum vinnu- markaði eru það enn á ný launa- menn sem leggja grunn að vinnu- friði næstu fjögur árin og eyða óvissu,“ er meðal þess sem fram kemur í ályktun landsfundar Frjálslynda flokksins. Í ályktun- inni segir einnig að hækkun lægstu launa, atvinnuleysisbóta og aukinn lífeyrisréttur launþega séu jákvæð skref til betri afkomu fólks á vinnumarkaði. Þrátt fyrir það vanti ennþá að lágmarkslaun og bætur dugi til framfærslu. Já, þeir telja að með þessu dugi þetta ekki til framfærslu launþegans! En hvað með okkur öryrkjana, hvað fáum við sem þó höfum miklu lægri framfærslueyrir til þess að lifa af. Bætur duga skammt Ég til dæmis lagði mitt af mörkum til samfélagsins í 30 ár, en mínar bætur duga ekki út mán- uðinn vegna skulda sem ég hafði á bakinu þegar ég varð öryrki og það er ætlast til að ég geti lifað og borgað skuldirnar eins og áður en ég varð öryrki! Ég held að það vanti ansi mikið í þetta fólk sem hefur lagt grunninn að þessu. Það ætti að prófa að lifa á öryrkjabót- um og opna síðan á sér kjaftinn til þess að kvarta yfir ónógri fram- færslu, þá fyrst myndi það skilja hvernig fólki er mismunað í þessu landi. Félagsþjónustan sinnir ekki sínu verki að mínu mati. Ég er haldin geðhvarfasjúkdómi, fælni, liðagigt, vefjagigt, með ónýta lið- þófa í hnjáliðum og mjaðmarlið sem er að gefa sig. Þetta telja þeir hjá Félagsþjónustunni greinilega vera í góðu lagi og að ég geti ver- ið í mínum fimm rúmmetrum. Bréfum ekki svarað Ég hef talað við formann Félagsmálaráðs sem ég hefði hald- ið að skildi mínar aðstæður. Það var öðru nær, hún hafði ekki fyrir því að svara bréfum mínu fyrir utan að senda mér plagg sem bauð upp á lausn sem hentaði mér ekki þar sem það hefði kostað að ég þyrfti að flytja reglulega. Félags- málastjóri hefur ekki heldur haft fyrir því að svara bréfum mínum, Árni Magnússon félagsmálaráð- herra ekki heldur. Ég held að þetta fólk sem sér um úthlutanir ætti að forgangsraða með öðrum hætti en nú er gert. Að lokum: það er aðeins ein manneskja sem skilur og reynir að gera það sem hún getur fyrir þá sem minna mega sín, og það er Jóhanna Sigurðar- dóttir alþingismaður. Mína virð- ingu á hún alla og ættu fleiri að taka hana sér til fyrirmyndar, og þá sérstaklega samþingmenn hennar sem og aðrir. ■ Umræðan KRISTINN EIÐSSON ■ skrifar um kjarasamninga. FÖSTUDAGUR 19. mars 2004 ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S O G V 24 0x x 0 3/ 20 04 Nokia 3310 Einfaldur, ódýr og mjög góður sími. Verð 9.900 kr. Verslanir Og Vodafone: Kringlunni, Smáralind, Síðumúla 28, Skífunni Laugavegi 26, Hafnarstræti Akureyri og umboðsmenn. Þjónustuver sími 1414, www.ogvodafone.is Frítt að senda Myndskilaboð til 1. sept. 2004. Símann er eingöngu hægt að nota með símkorti frá Og Vodafone. Risapáskaegg fylgir! M yndskilab oð Frí tt að senda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.