Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 19.03.2004, Blaðsíða 30
19. mars 2004 FÖSTUDAGURfermingar Stálhálsmen með demanti 7.000 - 7.500 kr. Stálarmbönd 7.000 - 9.900 kr. Stálkross með kristöllum og 18kt gulli 4.950 kr. Stálarmbönd með viðhengi og demanti 7.450 - 9.450 kr. Stjörnumerki með 18kt gulli og demanti 7.450 kr. Stálhringir með demöntum 3.600 - 7.450 kr. Firði - Miðbæ Hafnarfjarðar Sími: 565 4666 Stakir brjóstahaldarar kr. 1.990 - 2.490 Buxur/G-strengur kr. 790 Frábært úrval af undirfatnaði, náttfatnaði og náttsloppum á góðu verði. Ný sending af sundbolum frá Spáni. Glæsibæ, s. 588 5575 Sjáumst FERMINGAR UNDIRFÖT Kransakakan: Setur svip á veisluborðið Margir halda í þá hefð að berakransakökur á borð í ferming- arveislum. Ýmsar leiðir eru færar. Hagkaup selur frosnar og ósamsett- ar kransakökur frá Myllunni, ætlað- ar 30 manns, sem kosta 4.959. Þá er eftir að kaupa á þær skreyting- arefni en nokkrir kransa- toppar fylgja. Í Mosfells- bakaríi kostar skreytt 30 manna terta 11.550. Í Korninu kostar hún 9.600 og í Björnsbakaríi 12.300. Ekki er mikið mál að baka kransakökur. Formin fást í ýmsum verslunum og massinn í bakaríum, bæði til- búinn og hrár (án eggjahvítu og syk- urs). Hrámassi kostar um 1.660 kr. og í eina 30 manna tertu þarf ca 1,5 kg af honum, 750 g sykur og 5 eggjahvítur. Sykri og eggjahvítum er blandað létt saman og hræran látin standa um stund áður en hún er hnoðuð í massann sem hafður er við eldhúshita. Þegar deigið er tilbúið er gott að láta það jafna sig í sólarhring í kæli áður en unnið er úr því. Þá eru rúllaðar úr því lengjur sem settar eru í formin og bakaðar ljósar. Sumir frysta lengjurnar í formunum og setja þær frosnar í ofninn. Þá er minni hætta á sprungum. ■ Það er margt vitlausara en aðstyrkja nunnurnar í Karmel- klaustri í Hafnarfirði þegar kemur að því að kaupa ferming- arkertið. Fátt er enda eins við- eigandi og fagurt kerti gert af jafn listrænu og kristilegu hand- bragði og þeirra Karmelsystra. Að sögn systur Agnesar er einna mest að gera í handmálun og skreytingum þeirra systra um fermingartímann. Um tvær vik- ur tekur að mála kerti eftir að pöntun hefur verið gerð, en einnig er hægt að fá handmálaðar sálma- bækur, Biblíur, gesta- bækur og kort í stíl við kertið. Kertin eru gyllt með nafni fermingar- barnsins, skreytt lit- ríkum handmáluðum blómum og stundum vafin blómakrönsum. Systir Agnes segir systurnar mála ferm- ingarkertin með sér- stakri ánægju þar sem tilefnið er nátengt Jesú Kristi og krist- inni trú. Kertin kosta frá 2.200 krónum, en myndir af kertum Karmelsystra má finna á www.- karmel.is. ■ ÁRNI ÞORSTEINSSON Vill færa fermingarveislur úr ópersónulegum sölum og heim í stofu aftur. Eru fermingarveislur skemmtilegar? Ekki alltaf fyrir fermingarbarnið sjálft Ásíðustu áratugum hafa ferming-arveislur vaxið frá því að vera lítil heimilishátíð fyrir nánustu skyld- menni í það að vera yfir hundrað manna stórveislur, haldnar í salar- kynnum úti í bæ. Til veislunnar er boðið, auk nánustu fjölskyldumeð- lima, fjarskyldu frændfólki, ömmu- og afasystkinum, og oftar en ekki vinafólki foreldra fermingarbarns- ins. Sjaldgæft er að sjá börn á gesta- listum fermingarveislna og víst er að fermingarbarnið sjálft getur í fæst- um tilfellum boðið sínum bestu vinum í þessa stórveislu lífs síns, þar sem vinirnir eru flestir að halda sína fermingarveislu sama daginn. Árni Þorsteinsson veitingamaður, sem rekur veisluþjónustuna Cocktail.is, hefur staðið fyrir hundr- uðum fermingarveislna, bæði í heimahúsum sem og salarkynnum. Hann segir fermingarveislur vera með prúðari veislum, sem vissulega hafi sinn sjarma en sé um leið um- hugsunarefni. „Fermingarveislur eru oft meiri hátíð fyrir foreldrana, ömmu og afa en fermingarbarnið sjálft. Því miður leiðist fermingar- barninu oft í eigin veislu og bíður þess að veisluhöldunum ljúki, að það komist úr fermingarfötunum og í sinn eðlilega gír,“ segir Árni og bætir við að fermingarbörn séu sjaldnast höfð með í ráðum þegar kemur að veiting- um og gestalista þeirra eigin ferm- ingarveislna. „Við þurfum að staldra við og endurskoða fermingarveislu- sniðið, gildin og tilganginn. Ég bauð reyndar sjálfur 140 manns í ferming- arveislu barnanna minna og þar af fimmtíu börnum, en einmitt þar þurf- um við líka að bæta okkur því íslensk- um börnum er svo sjaldan boðið til veislu. Ég mundi vilja sjá íslenskar fjölskyldur hugsa meira um að gera sér glaðan dag saman og það á per- sónulegu nótunum.“ Árni bendir á að líkt og með jólin sé almenningur orðinn meðvitaðri um að tilgangur hátíðarinnar sé falinn fyrir stórtæki á öðrum sviðum og því ekki úr vegi að íhuga hvort tilgangur- inn með fermingunni sé að halda stóra veislu með gróðasjónarmiði þegar kemur að fermingargjöfum, eða hvort hann snúist raunverulega um kristna trú. „Þá mætti vel halda skemmtilega veislu með kristilegu þema; kannski húslestri gestanna upp úr Biblíunni, spurningakeppni upp úr sömu bók eða annað í þeim anda. Fyrst og síðast finnst mér þó að fólk ætti að hugsa alvarlega um að taka veisluna aftur heim í stofu, takmarka gestafjöldann við húsakynnin heima, sem oftast rúmar kjarnafjölskylduna, hafa fermingarbarnið með í ráðum þegar kemur að gestum og matseðli, elda jafnvel sjálf eða fá veisluþjón- ustu til að koma heim í eldhús og snara upp persónulegri veislu. Síðan ber að hafa í huga að það sem okkur fullorðna fólkinu finnst sniðugt finnst unglingum oftast frekar glatað, og því um að gera að leyfa þeim að hugsa út skemmtiatriði og samkvæmisleiki sjálfum. Það hefur nefnilega sýnt sig að leikir og uppákomur í fermingar- veislum skapa bæði kátínu og skemmtilegar minningar.“ ■ KRANSAKÖKUFORM Fást m.a. í Byggt og búið. HEFÐBUNDINN STÍLL Líka má forma hringina sem körfur eða horn. KRISTILEGT HAND- BRAGÐ Viðeigandi er að skreyta fermingarborðið með hand- máluðu kerti Karmelsystra. Árituð fermingarkerti: Handmáluð af Karmelsystrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.