Fréttablaðið - 29.03.2004, Side 13

Fréttablaðið - 29.03.2004, Side 13
13MÁNUDAGUR 29. mars 2004 GRÆNLAND, AP „Við höfum öll þörf fyrir að skreyta móður náttúru vegna þess að hún tilheyrir okkur. Þetta er ísjakinn minn, hann tilheyrir mér,“ sagði lista- maðurinn Marco Evaristti eftir að hann hafði málað ísjaka undan ströndum Grænlands rauðan. Það tók Evaristti og hjálpar- menn hans tvo klukkutíma í níu stiga frosti að sprauta rauðum lit yfir 900 fermetra ísjaka fyrir utan bæinn Iluillissat. Við verkið notaði Evaristti þrjár vatns- dælur og naut aðstoðar tveggja ísbrjóta við að finna og sigla að ísjakanum sem hann taldi kjörinn fyrir þetta rauða lista- verk innan um hvítu ísjakana í Kangiaflóa. ■ Skagafjörður: Níu sóttu um ATVINNUMÁL Níu sóttu um embætti sóknarprests í Hofsóss- og Hólaprestakalli í Skagafirði. Frestur til að sækja um embættið rann út 22. mars síðastliðinn. Þau sem sóttu um embættið eru: Arndís Ósk Hauksdóttir guðfræðingur, séra Fjölnir Ásbjörnsson, Gunnar Jóhannesson guðfræðingur, Klara Hilmarsdóttir guðfræð- ingur, Sigríður Gunnarsdóttir guðfræðingur, Sigríður Munda Jónsdóttir guðfræðingur, Sól- veig Jónsdóttir guðfræðingur, séra Torfi K. Stefánsson Hjaltalín og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur. Starfið er veitt frá 1. júní 2004. ■ Barni bjargað: Féll niður þrjár hæðir FLÓRÍDA, AP Maður greip tveggja ára stúlku þegar hún féll niður þrjár hæðir á ferðamannastað í Flórída. Maðurinn var að lesa bók þegar hann heyrði í stúlkunni og leit upp. Þá hafði hún klifrað yfir grindverk á þriðju hæð og hélt um rimlana utanverða. Fljótlega sleppti hún takinu en maðurinn hljóp til og greip stúlkuna. Þau lentu bæði í runnum í grenndinni og slapp stúlkan með kúlu á höfðinu og nokkrar rispur. Móðir stúlkunnar kom á vettvang nokkru síðar. Hún var handtekin fyrir vanrækslu en sleppt gegn tryggingu nokkru síðar. ■ Stjórnarandstaðan: Herinn heim ÁSTRALÍA, AP Yfirlýsing Mark Latham, formanns Verkamanna- flokksins, helsta stjórnarand- stöðuflokksins í Ástralíu, um að hann vilji kalla ástralska her- menn í Írak heim fyrir jól komist flokkur hans til valda, hefur valdið miklum óróa. Talið er að efnt verði til kosninga síðar á árinu. Tom Scheiffer, sendiherra Bandaríkjanna í Ástralíu, sagðist í útvarpsviðtali vona að Latham hugsaði málið betur og kæmist að annarri niðurstöðu. John Howard forsætisráðherra sagði ummæli Lathams óástr- ölsk og senda hryðjuverka- mönnum í Írak röng skilaboð. ■ ÍSJAKINN MÁLAÐUR Tuttugu manns unnu við að mála ísjakann rauðan. Kalt listaverk: Eldrauði ísjakinn LÍBÍA, AP Líbía getur orðið mikil- vægur bandamaður Vesturlanda í baráttunni við hryðjuverk ef þar- lend stjórnvöld standa við heit sitt um að eyða gjöreyðingarvopnum sínum, sagði Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, eftir fund sinn með Moammar Gaddafí Líbíu- leiðtoga. Blair hrósaði Gaddafí fyrir að hætta tilraunum við að koma upp gjöreyðingarvopnum og samþykkja eftirlit Alþjóðakjarnorkumálastofn- unarinnar. Hann sagði þetta opna Líbíu leið inn í samfélag þjóðanna á nýjan leik og sagði það ánægjuefni að heyra Gaddafí segja Líbíu til hagsbóta að eiga samstarf við Vesturlönd og aðstoða þau í barát- tunni gegn hryðjuverkum. Bretar hafa heitið Líbíu samvinnu í her- málum gegn því að Líbíumenn hætti tilraunum með gjöreyðingarvopn. Gaddafí og Blair hittust í tjaldi í eyðimörk Líbíu, en heimsókn Blair er fyrsta heimsókn bresks þjóðar- leiðtoga frá því Gaddafí hrifsaði völdin í sínar hendur árið 1969. Abdel-Rahman Shalqam, utanrík- isráðherra Líbíu, fagnaði heim- sókninni og sagði bæði löndin gegna mikilvægu hlutverki í málefnum norðanverðrar Afríku. „Við gegnum sömu skuldbindingum. Við munum skiptast á skoðunum og ræða mál saman.“ ■ Á GANGI MEÐ GADDAFÍ Blair lýsti ánægju eftir fund sinn með Gaddafí og von um gott samstarf. Fyrsta heimsókn bresks leiðtoga til Líbíu í 35 ár: Hrósaði Gaddafí

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.