Fréttablaðið - 29.03.2004, Side 23

Fréttablaðið - 29.03.2004, Side 23
Ég hef ekki haft ráð á að fara ísumarfrí til útlanda síðustu ár en þess í stað notið þess að dvelja í listamannsíbúð í Reykholti í Borgarfirði. Þar hef ég getað sam- ræmt frí og vinnu,“ segir ljóð- skáldið Margrét Lóa Jónsdóttir. Hún bendir fólki á að það sé góður kostur að ferðast innanlands og segir það alls ekki eins dýrt og af sé látið. „Það þarf aðeins að grúska til að gera fríið ódýrt en stéttarfélög og fleiri samtök bjóða upp á orlofs- hús á góðum kjörum.“ Síðasta utanlandsferð Mar- grétar Lóu með fjölskyldunni var greidd með korti. „Það var mjög góð hálfsmánaðarferð til Torre- molinos. Við leigðum okkur bíl aðra vikuna og ferðuðumst um á eigin vegum og hin vikan fór í dæmigert sólstrandardorm, þá upplifði ég stemninguna frá því ég fór út með foreldrum mínum sem barn. Ég sá alls ekki eftir peningnum sem fór í þessa ferð en þegar ég var að greiða hana á næstu mánuðum fann ég að það yrði að vera mjög góð ástæða fyrir því að endurtaka svona kortaflipp. Þá setti ég mér það markmið að eiga fyrir næstu ferð og við það stend ég.“ ■ MÁNUDAGUR 29. mars 2004 Sæll afi. Það er góð hugmynd að leggja inn á sparireikning fyrir barnabörn- in. Best er að þau alist upp við sparnað og geti fylgst með hvernig hann ávaxtar sig. Mestu máli skipt- ir tíminn og vextirnir en ekki upp- hæðin. Þú ert væntanlega að spara til 18 ára, að minnsta kosti, og legg- ur fyrir ákveðna upphæð á mánuði. Svarið sem ég gef þér fer svolítið eftir því hvað þú vilt leggja á þig til þess að ná sem hæstri ávöxtun á sparnaðinn. Verðtryggður reikning- ur eða áskrift af ríkistryggðum bréfum gefur kannski af sér 6% raunávöxtun í dag. Það er góð ávöxtun á venjulegan sparnað og getur skilað barnabörnunum dá- góðri upphæð þegar þau eru orðin fjárráða. Mundu að það er ekki upp- hæðin sem þú leggur fyrir sem skiptir mestu máli heldur tíminn og vextirnir sem þú færð á sparnaðinn. Og í sparnaði er þolinmæði dyggð. Það er vissulega mikill munur á 6% vöxtum sem ég er að ráðleggja þér og 20% vöxtunum sem ég var með í „krónudæminu“ sem þú minn- ist á. Slíka ávöxtun færð þú ekki nema með verðbréfakaupum og þá sérstaklega kaupum á hlutabréfum. Það getur þú gert þegar þú hefur safnað í góðan sjóð, til dæmis eftir þriggja eða fimm ára sparnað, eða fengið fjármálafyrirtæki til þess að ávaxta sjóðinn fyrir þig. En þar erum við komnir á nokkuð hálan ís sem þarf vana menn til að fóta sig á svo ekki fari illa. Gangi þér vel. Sæll Ingólfur. Mig langar að fá álit þitt um hvernig best er að ávaxta krón- ur barnabarnanna. Krónan kveikti í mér. Hef lagt nokkrar krónur inn á reikning, en finnst innistæðan hækka lítið. Afi Tími og vextir skipta máli INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON ■ félagsfræðingur og leiðbeinandi á nám- skeiðum Fjármála heim- ilanna svarar spurningu um ávöxtun sparifjár.. Þetta er svo misjafnt. Sumir spámikið í verð og passa upp á hverja krónu. Þá fær maður á til- finninguna að þeir þurfi að spara og hafi jafnvel haft mikið fyrir að safna sér fyrir ferðinni. Aðrir hafa engar áhyggjur. „Sex hundr- uð þúsund kall, ekkert mál, settu það bara á kortið.“ Þetta segir Ás- laug Gunnarsdóttir, sölumaður hjá Ferðaskrifstofu Íslands, Úr- vali-Útsýn, spurð um tilfinningu sína fyrir því hvernig fólk fjár- magni sumarleyfisferðir. Hún segir staðgreiðsluverð miðast við að ferðir séu greiddar fjórum vik- um fyrir bortför, hvort sem greitt er með peningum eða korti. Að öðrum kosti hækki þær um 5%. „Flestir reyna eins og þeir geta að komast hjá þeirri hækkun,“ segir hún. Áslaug segir svokallaðar létt- greiðslur á netinu vinsælan greiðslumáta um þessar mundir. Nafnið hljómar vel og hún er beð- in að lýsa þeim nánar. „Þetta eru fyrirframgreiðslur sem teknar eru út af kortinu mánað- arlega, sú s í ð a s t a mánuði fyrir brottför. Fólk losnar við lántökustimpilgjöld og vexti en einungis þeir sem bóka á netinu geta nýtt sér þennan kost.“ Hún segir líka alltaf eitthvað um að fólk geri raðgreiðslusamn- inga á skrifstofunni. Þá bætast stimpilgjöld og vextir við upphaflega verðið. En þó að fólk eigi fyrir ferðinni þeg- ar það kaupir hana ráðleggur Áslaug þeim sem eiga farkort, gullkort eða Atlaskort að greiða að minnsta kosti helming ferða- kostnaðar með korti. Í því felist forfallatrygging, ferðarofstrygg- ing og slysa- og sjúkratrygging. „Fólk getur lent í vandræðum ef það er ekki tryggt og eitthvað kemur upp á,“ bendir hún á. gun@frettabladid.is ÁSLAUG GUNNARSDÓTTIR SÖLUMAÐUR Bendir fólki á léttgreiðslur sem bjóðast þeim sem bóka á netinu. LJÓÐSKÁLDIÐ Margrét Lóa bendir fólki á að nýta sér bústaði stéttarfélaganna. Margrét Lóa: Vill eiga fyrir næstu utanlandsferð Sumarfríið Sumarfríið getur verið dýrt, sérstak- lega ef fjölskyldan er stór. Því er gott að dreifa byrðinni á fleiri mánuði: • Leggðu fyrir ákveðna upphæð á mánuði. Safnast þegar saman kemur og þegar farið er í fríið er til peningur þannig að vísa- reikningurinn sligi mann ekki þegar heim er komið. • Skiptu greiðslu ferðarinnar á nokkra mánuði, til dæmis með léttgreiðslum. Þær eru án lán- tökukostnaðar og því hagstæðari en raðgreiðslur. • Ekki fara á eyðsluflipp þó að komið sé til útlanda – það borg- ar sig að spá í hvað hlutirnir kosta – þó maður sé í útlöndum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hvernig fjármagnar fólk sumarfríið? Léttgreiðslur vinsælar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.