Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 03.04.2004, Blaðsíða 48
Mende Nazer hefur veriðsæmd Index-verðlaun- unum fyrir bók sína Ambáttina sem kom út á íslensku fyrir síðustu jól hjá JPV. Mende kom í heimsókn til Íslands í nóvem- ber í tilefni af útgáfunni og hélt meðal annars fyrirlestur í Iðnó og átti fund með íslenskum alþingiskonum. Áður hafði Mende hlotið Spænsku mann- réttindaverðlaunin fyrir bók sína. Mende er ung Núbastúlka frá Súdan sem lenti í höndum arabískra mannræningja að- eins 13 ára gömul og var hneppt í áralangan þrældóm. Saga hennar átti sér ekki stað fyrir tvö hundruð árum – heldur núna á 21. öldinni. Mende var fyrst haldið sem þræl hjá fjöl- skyldu í höfuðborg Súdan, Khartoum, en var síðar send til fjölskyldu í London sem hún þjónaði sem ambátt í tvö ár áður en henni tókst að komast undan á flótta. Mende lenti þá í baráttu við breska ríkið um að fá landvistarleyfi en það mál vakti gífurlega athygli og mikla úlfúð í breskum fjölmiðlum og mannréttindasamtök víða um heim komu að máli hennar. Index-verðlaunin eru veitt af samtökunum Index on Cencors- hip sem stofnuð voru 1972 og berjast einkum fyrir tjáningar- frelsi um allan heim. ■ 36 3. apríl 2004 LAUGARDAGUR Dan Brown, Paul Auster,Niccolò Ammaniti, Eiríkur Guðmundsson og Oddný Eir Æv- arsdóttir eru meðal þeirra höf- unda sem taka þátt í Vorbókaflóði Bjarts sem nú er að hefjast, annað árið í röð. Alls koma út sjö bækur í ódýrum kiljum en eitt af mark- miðum útgáfunnar er að hvetja fólk til að gefa sjálfu sér og öðr- um bókagjöf á öllum tímum árs- ins. Samhliða stendur Bjartur fyr- ir vikulegri bókmenntadagskrá á kaffihúsinu Súfistanum, Lauga- vegi 18, þar sem verkin og höf- undar þeirra verða til umræðu. Í ritröðinni Svörtu línunni kemur bók Eiríks Guðmundsson- ar útvarpsmanns, 39 þrep á leið til glötunar. Hún er sögð vera gagn- rýnin og skáldleg úttekt á íslensk- um samtímaveruleika; úttekt sem skýrir vonandi hvers vegna sögu- hetjan dúsir í fangaklefa í Mexíkó í stað þess að njóta hamingjunnar í Perlunni og Smáranum. „Þetta er bréfaskáldsaga, nýtt Bréf til Láru, bara betra,“ segir Eiríkur. „Þarna er fjallað um ís- lenskan samtíma og síðustu daga ákveðinnar valdastéttar á Íslandi. Endalokin eru yfirvofandi.“ Hann segir að verkið sé mitt á milli þess að vera pistlasafn og skáldsaga. „Það er bundið saman af rödd manns sem talar til stúlku sem hann saknar og er í mikilli fjar- lægð. Þessi rödd hefur gefist upp á íslenskum samtíma, valdamönn- um og gjörðum þeirra.“ Er þetta kannski rödd Eiríks sjálfs? „Þetta er allavega rödd sem syngur í hausnum á mér og tjáir sig á 150 blaðsíðum,“ svarar hann. Sumir rithöf- undar segjast skrifa bækurnar sem þeir vilji sjálf- ir lesa. Eiríkur við- urkennir að það eigi við í þessu til- felli: „Maður sýnir hroka og segist vera leiður á öllu sem verið er að skrifa og þykist geta gert betur. Svo kemur árangurinn bara í ljós.“ Önnur bók í sömu ritröð er eftir Oddnýju Eir Æv- arsdóttur, sem bú- sett er í París. Bók hennar heitir Opn- un kryppunnar og er sambland af sjálfsævisögu og heimspekirit- gerð og varpar meðal margs ann- ars ljósi á líf og martraðir ís- lensks námsmanns í útlöndum. Syndirnar sjö og ósýnilegi maðurinn Auk bóka Eiríks og Oddnýjar eru komnar út í Svörtu línunni tvær þýddar bækur, Mynd af ósýnilegum manni eftir bandaríska rithöfund- inn Paul Auster og Syndirnar sjö eftir finnska guðfræðinginn Jaakko Heinimäki. Fyrrnefnda bókin er rómuð sjálfsævisöguleg frásögn sem fjallar um dauða föður Austers og dularfullt morðmál sem sett hef- ur mark sitt á fjölskyldu hans. Al- þýðlegt fræðirit Heinimäkis um dauðasyndirnar átti að koma út í mars en var dreift í verslanir strax í desember í tilefni af þeirri um- ræðu um græðgi og hroka sem þá var fyrirferðarmikil í fjölmiðlum. Bókin seldist upp á skömmum tíma en er væntanleg í nýrri útgáfu rétt fyrir páska. Breskar og ítalskar samtímabókmenntir Bjartur gefur árlega út fjölda bóka í neon-flokknum, sem helg- aður er nýjum og nýlegum þýddum skáldverkum sem vakið hafa athygli erlendis. Tvær neonbækur eru í vorbókaflóð- inu, skáldsögurnar Fimm mílur frá Ytri-Von eftir Nicolu Barker og Ég er ekki hræddur eftir Niccolò Ammaniti. Barker er í hópi þeirra ungu bresku rithöf- unda sem bundnar eru mestar vonir við nú um stundir en verk hennar fjallar með groddaraleg- um hætti um unga risavaxna stúlku á gelgjuskeiði. Skáldsaga Ammanitis, sem hefur verið efst á metsölulistum á Ítalíu undan- farin þrjú ár, segir hins vegar frá hópi barna í þorpi á Suður- Ítalíu sem finna dreng lokaðan ofan í holu. Vonir standa til að Ammaniti heimsæki Ísland í til- efni af Viku bókarinnar. Da Vinci lykillinn í kilju Da Vinci lykillinn er nú komin út í kilju. Bókin hefur verið 53 vikur á metsölulista New York Times og er þessar vikur ofarlega á breska met- sölulistsanum. Þessi gríðarlega spennandi og skemmtilega saga lýsir rannsókn bandaríska táknfræðingsins Roberts Lang- don og franska dulmálssér- fræðingsins Sophie Neveu á dauða safnstjóra Louvre- safnsins í París. Saman upp- götva þau röð vísbendinga sem leiða lesandann meðal annars á slóð meistaraverka Leonardos da Vinci, leynifélagsins Bræðralags Síons og kaþólsku kirkjunnar. kolla@frettabladid.is ■ Bækur Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans ALLAR BÆKUR 1. Skyndibitar fyrir sálina Barbara Berger 2. Uppeldisbókin Susan Mortweet / Ed- ward R. Christophersen 3. Sálmabók Ýmsir höf- undar 4. Da Vinci lykillinn Dan Brown 5. Íslensk orðabók I-II Edda útgáfa 6. Lífshættir fugla David Attenborough 7. Ensk-íslensk skólaorðabók Mál og menning 8. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 9. Passíusálmar Hallgrímur Pétursson 10. Villibirta Liza Marklund SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR 1. Sálmabók Ýmsir höfundar 2. Passíusálmar Hallgrímur Pétursson 3. Perlur í skáldskap Laxness Halldór Lax- ness 4. Íslandsklukkan Halldór Laxness 5. Alkemistinn Paulo Coelho 6. Glæpur og refsing Fjodor Dostojevski 7. Plateró og ég Juan Ramón Jiménez 8. Í leit að glötuðum tíma Macel Proust 9. Ljóðasafn Tómasar Guðmundsson- ar Tómas Guðmundsson 10. Steinn Steinarr - Ljóðasafn Steinn Steinarr SKÁLDVERK - KILJUR 1. Da Vinci lykillin Dan Brown 2. Öxin og jörðin Ólafur Gunnarsson 3. Villibirta Liza Marklund 4. Svo fögur bein Alice Seabold 5. Mýrin Arnaldur Indriðason 6. Vetrardrottningin Boris Akúnin 7. Njála Ritstj. Jón Böðvarsson 8. Þetta er allt að koma Hallgrímur Helgason 9. Meistarinn og Margaríta Mikhail Búlgakov 10. Dauðarósir Arnaldur Indriðason Listinn er gerður út frá sölu dagana 24.03.- 30.03. 2004 í Bókabúðum Máls og menningar, Eymundssonar og Pennans. BÓK VIKUNNAR The Kite Runner eftir Khaled Hosseini. Hosseini fæddist í Afganistan en býr í Bandaríkjunum og starfar þar sem læknir. Þessi fyrsta skáldsaga hans hefur vak- ið gríðarlega athygli og Sam Mendes hefur í hyggju að kvik- mynda söguna. Hér segir frá tveimur drengjum sem alast upp í Afganistan við ólík kjör og verða vitni að ógnvekjandi þjóð- félagsumbrotum. Líf þeirra og ör- lög samtvinnast í sorglegri en um leið fallegri sögu þar sem fjallað er um vináttu, tryggð, lygi og fórnir. MENDE NAZER Hún hefur verið sæmd Index-verðlaunun- um fyrir bók sína Ambáttina. Mende Nazer hlýtur Index- mannréttindaverðlaunin EIRÍKUR GUÐMUNDSSON „Maður sýnir hroka og segist vera leiður á öllu sem verið er að skrifa og þykist geta gert betur. Svo kemur árangurinn bara í ljós.“ Meðal bóka í vorbókaflóði Bjarts er bréfaskáldsaga eftir Eirík Guðmundson sem er sögð gagnrýnin og skáldleg úttekt á íslenskum samtímaveruleika. Nýtt bréf til Láru ■ Dan Brown, Paul Auster, Niccolò Ammaniti, Eirík- ur Guðmunds- son og Oddný Eir Ævarsdóttir eru meðal þeirra höfunda sem taka þátt í Vor- bókaflóði Bjarts sem nú er að hefjast, annað árið í röð. Alls koma út sjö bækur í ódýrum kiljum en eitt af markmiðum út- gáfunnar er að hvetja fólk til að gefa sjálfu sér og öðrum bóka- gjöf á öllum tímum ársins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.