Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.04.2004, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 29.04.2004, Qupperneq 4
4 29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Á að afnema afnotagjöld Ríkisútvarpsins? Spurning dagsins í dag: Var frammistaða íslenska fótbolta- landsliðsins gegn Lettum viðunandi? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 14% 86% Nei Já Kjörkassinn Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is ■ Lögreglufréttir Samingar FÍA og Icelandair: Hlé gert á viðræðum KJARASAMNINGAR Hlé hefur verið gert á kjarasamningaviðræðum Félags íslenskra atvinnuflug- manna og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair. Síðasti kjara- samningur rann út 15. september í fyrra en var framlengdur til 15. mars. Hægt hefur þokast í við- ræðum síðustu daga. Viðræðun- um var vísað til Ríkissáttasemj- ara á mánudag en hlé var gert á þriðjudagskvöld. Samninganefndarmenn FÍA segja mikið bera í milli en sátta- semjari hefur boðað deiluaðila til fundar næstkomandi mánudag. Samninganefnd Félags ís- lenskra atvinnuflugmanna hefur mælst til þess við flugmenn Icelandair að þeir virði kjara- samninga í hvívetna og að menn vinni ekki á frídögum. Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, sagðist ekki búast við að flugáætlun félagsins raskaðist vegna tilmælanna. ■ Meirihlutinn vill auka heimildir til hlerana Rúmlega helmingur landsmanna vill að heimildir lögreglu til símahlerana verði auknar sam- kvæmt könnun Fréttablaðsins. Staðfestir að fólk vill bregðast við harðari glæpum og alls konar óáran í þjóðfélaginu segir dómsmálaráðherra. KÖNNUN „Þetta kemur mér ekki á óvart því tillagan er flutt á grund- velli þeirra athugana sem við höf- um gert hér á stöðunni og nauðsyn þess að bregðast við harðari glæp- um og alls konar óáran í þjóðfélag- inu. Ég tel að niðurstaðan sé í sam- ræmi við það sem fólk vill. Að tekið sé á þessum málum af festu og með skipulögðum hætti,“ segir Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um niðurstöður könnunar Fréttablaðs- ins um hvort auka eigi heimildir lögreglu til símahlerana. Samkvæmt frumvarpi dóms- málaráðherra um breytingar á með- ferð opinberra mála er meðal ann- ars lagt til að handhafi ákæruvalds, það er ríkissaksóknari, lögreglu- stjóri eða ríkislögreglustjóri, geti ákveðið að símhlustun hefjist án dómsúrskurðar. Þetta á við ef brýn hætta er talin á að bið eftir dóms- úrskurði valdi sakarspjöllum við rannsókn máls. Bera þarf slíka ákvörðun undir dómara innan sólarhrings frá ákvörðuninni. Gert er ráð fyrir að dómari sendi dómsmálaráðherra til- kynningu, komist hann að þeirri nið- urstöðu að símhlerunin hafi ekki verið heimil. Tilgangur ákvæðisins er að upplýsingar um þetta safnist á einn stað þannig að unnt sé að hafa eftirlit með því að þessi undantekn- ingarheimild sé ekki misnotuð. Samkvæmt niðurstöðum könn- unar Fréttablaðsins er meirihluti landsmanna fylgjandi þessari breytingu. Tæplega 43% sögðust því fylgj- andi að heimildir lögreglu til síma- hlerana verði auknar, rúm 37% sögðust andvíg, 17,4% sögðust óákveðin og 2,6% neituðu að svara. Ef aðeins eru tekin svör þeirra sem afstöðu tóku segjast tæplega 54% fylgjandi auknum heimildum til hlerana en rúm 46% andvíg. Stuðningurinn við rýmri heim- ildir lögreglu til símhlerana er held- ur meiri á landsbyggðinni en í þétt- býli. Rúmlega 63% landsbyggðar- manna eru fylgjandi auknum heim- ildum en 47% íbúa í þéttbýli. Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu karla og kvenna. Í könnun Fréttablaðsins var spurt; ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að heimildir lögreglu til síma- hlerana verði auknar? 800 manns voru spurðir og tóku 80% afstöðu til spurningarinnar. the@frettabladid.is SKRIÐDREKAR Í FALLUJAH Andspyrnan í Írak er meiri en Bandaríkja- her gerði ráð fyrir. Bandaríkjaher í Írak: Þarf fleiri skriðdreka WASHINGTON, AP Harkan í bardög- um í Írak er það mikil að Banda- ríkjaher hefur óskað eftir því að fleiri skriðdrekar og þung bryn- varin farartæki verði send til landsins. Þannig vonast yfirmenn hersins til að veita hermönnum sínum meiri vernd gegn and- spyrnumönnum. Það sem af er þessum mánuði hafa jafn margir bandarískir hermenn fallið og í tveggja mánaða langri innrásinni á síðasta ári. Þegar nýjar hersveitir voru sendar til Íraks til að leysa innrás- arherinn af hólmi fluttu þær létt farartæki með sér. Þau hafa veitt hermönnum litla vernd og engu breytt að brynvörn þeirra hafi verið aukin. ■ Íslensk fjölskylda í skugga hryðjuverka – hefur þú séð DV í dag? STOKKHÓLMUR, AP Sænskir þing- menn höfnuðu frumvarpi ríkis- stjórnarinnar sem hefði sett skorður við rétti ríkisborgara átta nýrra aðildarríkja Evrópusam- bandsins til atvinnuleyfis í Sví- þjóð. Þar með munu ríkisborgarar allra nýju aðildarríkjanna njóta sömu réttinda í Svíþjóð og íbúar núverandi aðildarríkja þegar Evr- ópusambandið stækkar til austurs á laugardag. Stjórn jafnaðarmanna óttað- ist að fjöldi fátækra Austur-Evr- ópubúa kynni að sækjast eftir vinnu í landinu eftir stækkunina til austurs og misnota eða þrengja að velferðarkerfinu. Því lagði hún fram frumvarp um takmarkanir á atvinnu- og dval- arleyfum. Stjórnarandstæðing- ar lögðust gegn frumvarpinu, einnig þeir sem eru fylgjandi hömlum en töldu of langt gengið í frumvarpi stjórnarinnar. Barbro Holmberg, ráðherra innflytjendamála, sagði ríkis- stjórnina myndu skoða nýjar leið- ir til að hamla fólksflutningum frá nýju aðildarríkjunum ef vanda- mál risu upp í kjölfar stækkunar Evrópusambandsins. ■ FÓLKSBÍLL VALT Á MALARVEGI Lítill fólksbíll fór út af og valt á malarvegi við Skriðuvatn í Skrið- dal. Ökumaðurinn, sem var einn í bílnum, var fluttur á heilsu- gæslustöðina á Egilsstöðum með sjúkrabíl. Meiðsl hans reyndust þó ekki alvarleg og var hann út- skrifaður að lokinni rannsókn. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum er talið er að ökumaðurinn hafi missti stjórn á bílnum í lausamöl. ENN ÓSAMIÐ VIÐ FLUGMENN Talsmaður Icelandair býst ekki við að flug- áætlanir félagsins raskist þrátt fyrir tilmæli samninganefndar flugmanna um að vinna ekki á frídögum. Hlé hefur verið gert á kjaraviðræðum flugmanna hjá Icelandair og Samtaka atvinnulífsins. Besti bílaframleiðandinn: Skoda hlaut silfur KÖNNUN Skoda hlaut silfurverðlaun sem næstbesti bílaframleiðandinn í könnun JD Power í Bretlandi á ánægju bíleigendanna. Fyrsta sætið hlaut Lexus, sem árum saman hefur tekið þátt í könnuninni með þeim glæsta árangri að hafa alltaf náð efsta sæti bílasmiða. Haft var eftir forstjóra Evrópu- deildar hjá JD Power að velgengni Skoda í skoðanakönnuninni kæmi mörgum á óvart þegar litið væri til ímyndar merkisins fyrir um tíu árum síðan. Alls voru 120 gerðir bíla metnar í ár og náði könnunin frá minnstu borgarbílum upp í stærstu og flottustu lúxusbíla. ■ Á FERLI Í LJUBLJANA Flest ríki Evrópusambandsins takmarka atvinnu- og búsetuleyfi þegna þeirra ríkja sem ganga í Evrópusambandið á laugardag. Engar takmarkanir á atvinnuréttindum íbúa nýju aðildarríkjanna: Höfnuðu hömlum stjórnarinnar KEMUR EKKI Á ÓVART Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir niðurstöður könnunar Fréttablaðsins staðfesta nauðsyn þess að bregðast við harðari glæpum og alls konar óáran í þjóðfélaginu. Fylgjandi 42,9% Fylgjandi 37,1% Fylgjandi 53,6% Óákveðin 17,4% Svara ekki 2,6% Andvíg(ur) 46,4% SPURT VAR Ertu fylgjandi eða andvíg(ur) því að heim- ildir lögreglu til símhlerana verði auknar? ÞEIR SEM TÓKU AFSTÖÐU Rúmlega helmingur er fylgjandi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.