Fréttablaðið - 29.04.2004, Side 10

Fréttablaðið - 29.04.2004, Side 10
29. apríl 2004 FIMMTUDAGUR Sjúkraflutningamenn við Kárahnjúka: Impregilo virðir ekki kjarasamninga LSS LANDSÞING Landssamband slökkvi- liðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, krefst þess að sjúkraflutn- ingamenn sem starfa við Kára- hnjúkavirkjun verði starfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í stað ítalska verktakafyrirtækis- ins Impregilo. Fimm félagsmenn LSS starfa hjá Impregilo. Í yfirlýsingu frá LSS er bent á að sjúkraflutningamenn séu heil- brigðisstétt og því óskiljanlegt að þeim skuli gert að ráða sig hjá er- lendum verktaka á mun lakari kjörum en kveðið er á um í samn- ingum LSS. Vernharð Guðnason, formaður LSS, segir það óljóst eftir hvaða samningum Impregilo fari. „Við höfum sent þeim bréf þar sem við óskum eftir samn- ingaviðræðum fyrir hönd starfs- mannanna en því hefur ekki verið svarað,“ segir Vernharð. Hann bendir jafnframt á að vinnuum- hverfið við Kárahnjúka sé mjög erfitt og vaktirnar langar. Talsvert var fjallað um kjara- og réttindamál slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á ný- afstöðnu landsþingi LSS. Lögð var áhersla á að tímakaup og dánar- og örorkubætur slökkviliðsmanna í hlutastörfum yrðu hækkuð veru- lega við gerð næstu kjarasamn- inga. LSS ítrekaði andstöðu sína við nýleg lög um hlutastörf og hvatti til þess að BSRB léti reyna á þau fyrir Eftirlitsstofnun EFTA. ■ Nauðsynlegt að grípa til aðgerða Menntamálaráðherra segir það þjóðréttarlega skyldu stjórnvalda að bregð- ast við og afstýra vaxandi samþjöppun á fjölmiðlamarkaði. Ráðherra telur nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að tryggja lýðræðislega umræðu. ALÞINGI „Niðurstaða nefndarinnar er skýr. Íslenskur fjölmiðlamark- aður ber augljós einkenni sam- þjöppunar. Eitt fyrirtæki, sem jafnframt er eitt umsvifamesta fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi og á hagsmuna að gæta á fjölmörg- um sviðum, hefur á skömmum tíma náð undir sig stærstum hluta af íslenska fjölmiðlamarkaðnum. Engin dæmi eru um slíkt í löndun- um í kringum okkur, hugsanlega vegna þess að þegar hafa verið settar reglur sem koma í veg fyrir það,“ sagði Þ o r g e r ð u r Katrín Gunnars- dóttir mennta- málaráðherra þegar hún flutti m u n n l e g a skýrslu um eign- arhald á fjöl- miðlum á Al- þingi í gær. Hún gerði þingheimi grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefnd- ar menntamála- ráðherra og sagði það ekki tilviljun að hvort sem litið væri til Evrópu eða Bandaríkjanna teldu menn nauðsynlegt að sporna gegn þróun af því tagi sem orðið hefði á Íslandi. Ráðherra sagði að tryggja yrði eðlilegan rekstrargrundvöll fjölmiðla, en nauðsynlegt væri að bregðast við þeim aðstæðum sem staðið væri frammi fyrir. Sam- keppnislögin dygðu ekki í þeim efnum, heldur hefðu þau ein- göngu meðvirkandi áhrif. Tilmæli Evrópuráðsins kvæðu á um mikil- vægi þess að tryggja fjölbreytni í fjölmiðlum og koma í veg fyrir samþjöppun á eignarhaldi og sam- kvæmt Mannréttindasáttmálan- um væri aðildarríkjum skylt að vernda, varðveita og stuðla að fjölbreytni í fjölmiðlum. „Nú þegar leggur þetta skyldur á herðar stjórnvalda um að bregð- ast við með afgerandi hætti og af- stýra vaxandi samþjöppun á fjöl- miðlamarkaði. Það er sannfæring mín að nauðsynlegt sé að grípa til viðeigandi aðgerða á grundvelli þeirrar skýrslu sem hér hefur verið kynnt. Ekki einungis vegna þeirra þjóðréttarlegu skuldbind- inga sem felast í tilmælum Evr- ópuráðsins, heldur vegna stöð- unnar á íslenskum fjölmiðlamark- aði og þeirra almennu hagsmuna sem snerta þetta mál allt,“ sagði Þorgerður Katrín. Menntamálaráðherra lagði áherslu á að það væri í þágu al- mannahagsmuna að fjölmiðlar væru sem óháðastir í störfum sín- um, þannig að ekki léki grunur á að ákvörðun um birtingu upplýs- inga og umfjöllun um einstök mál réðist af tengslum fjölmiðla og hagsmuna í samfélaginu. „Við verðum að þora að bregð- ast við þeirri samþjöppun sem orðið hefur á eignarhaldi fjöl- miðla, til að tryggja hér til fram- tíðar opna, frjálsa og lýðræðis- lega umræðu,“ sagði ráðherra. bryndis@frettabladid.is UPPGJÖR Fyrsti ársfjórðungur í rekstri Og Vodafone markar tímamót í sögu félagsins. Hagn- aður varð á tímabilinu upp á 52 milljónir króna. Þetta er fyrsti ársfjórðungur félagsins, sem áður hét Íslandssími, þar sem hagnaður er af starfseminni. Greiningardeildir bankanna höfðu spáð félaginu hagnaði á fjórðungnum og var uppgjörið mjög nærri spám fjármálafyrir- tækja. Óskar Magnússon, forstjóri félagsins, fagnar þessum tíma- mótum. Hann þakkar starfs- mönnum þeirra þátt í að félagið er farið að skila hagnaði. „Það ber einnig að þakka hluthöfum fyrir að hafa staðið við bakið á félaginu og tryggt að samkeppni ríkir á íslenskum fjarskipta- markaði,“ segir Óskar og bætir því við að slíkt sé ekki sjálfgef- ið. „Það er að sannast ferli sem hófst um þetta leyti fyrir tveim- ur árum með skipulagningu þess hvernig mætti koma þessum rekstri í skikkanlegt horf.“ Ósk- ar segir það ánægjulegt að áætl- anir hafi gengið eftir. ■ Uppgjör Og Vodafone: Fyrsti hagnaðarfjórðungurinn Mörkinni 6. Sími 588 5518 OPIÐ Virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 SUMARTILBOÐ Stuttar og síðar kápur, sumarúlpur, heilsársúlpur, regnkápur, bolir, peysur og slæður. 15-50% Afsláttur! 20% VORDAGAR * Gildir ekki af herrasportskóm eða inniskóm AF ÖLLUM BARNA- OG HERRASKÓM FRÁ FIMMTU- DEGI TIL ÞRIÐJUDAGS AFSLÁTTUR* KRINGLAN - SKÓHÖLLIN, FIRÐI GLERÁRTORGI, AKUREYRI STJÓRN OG VARASTJÓRN LSS Vernharð Guðnason var endurkjörinn for- maður LSS á landsþingi sambandsins og Sverrir Björn Björnsson var kjörinn varafor- maður. Aðrir í stjórn eru Sigurður Lárus Sigurðsson, Sigurður Þór Ástráðsson, Skafti Þórisson, Brynjar Þór Friðriksson og Erling Þór Júlínusson. ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra flutti munnlega skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum á Alþingi í gær. „Við verðum að þora að bregðast við þeirri samþjöppun sem orðið hefur á eignarhaldi fjöl- miðla, til að tryggja hér til framtíðar opna, frjálsa og lýðræðislega umræðu,“ sagði ráðherra. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /Þ Ö K HAGNAÐUR Óskar Magnússon, forstjóri Og Vodafone, er ánægður með að félagið skilar nú í fyrsta skiptið hagnaði af ársfjórðungi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA „Nú þegar leggur þetta skyldur á herðar stjórn- valda um að bregðast við með afger- andi hætti og afstýra vax- andi sam- þjöppun á fjölmiðla- markaði. FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM SMÁRALIND Sími 517 7007 www.changeofscandinavia.com Spennandi tilboð!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.