Fréttablaðið - 29.04.2004, Side 29

Fréttablaðið - 29.04.2004, Side 29
Mikilvægasta hráefnið í matargerð verður alltaf hjartað. Séu natni, ást- úð og fallegar hugsanir ekki sett með í handbrögð eldhússins verður útkoman svo miklu síðri. Ítalir tala oft um „la dolce vita“ eða „ljúfa lífið“, og það verður í það minnsta miklum mun sætara með ábæti úr kokkabókum Ítalíu. Víst er að eftir- farandi uppskrift fær munnvatns- kirtlana í viðbragð, en eftirréttur- inn Panna cotta er engum líkur, ynd- islegur og mjög auðvelt að búa hann til. Bragðast hreint undursamlega þótt hráefnið sé einfalt. Panna cotta þýðir „soðinn rjómi“. Hann er góður einn og sér, en ekki versnar bragð- upplifun sé ábætirinn borinn fram með ferskum berjum og kaffi, kara- mellu- eða súkkulaðisósu. Léttur, ljúffengur og ferskur endir á hvaða máltíð sem er. Það er Leifur Kol- beinsson, matreiðslumeistari á La Primavera, sem gefur lesendum uppskrift hússins að Panna Cotta. 7,5 dl mjólk 5 matarlímsblöð (2ja gramma) 9 dl rjómi 2 vanillustangir 170 g sykur Setjið rjóma, sykur og vanillu í pott og sjóðið þar til sykurinn hef- ur bráðnað. Hitið, en sjóðið alls ekki, mjólkina í sér potti. Bleytið matarlímsblöðin í vatni og kreist- ið þau út í mjólkina þar til þau leysast upp. Blandið þessum tveimur blöndum á skál og kælið. Hrærið reglulega í með sleif með- an kælt er. Þegar búðingurinn er orðinn kaldur skal hella honum í mót og kæla í tíu tíma. Til að losa búðinginn úr mótinu er mótið sett í sjóðandi vatn í 3 sekúndur og hvolft á disk. Uppskrifin miðast við 16 manns en auðvelt er að deila henni niður. Berist fram með appelsínukaramellusósu og fersk- um berjum. ■ 7FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 Frá því Egils Pilsner kom á markað í september 2003 hefur hann verið ódýrasti bjórinn í Vínbúðum. Með sterkum Pilsner, sem er 4,5% að styrkleika, er komið til móts við kröfur neytenda um góðan íslenskan bjór á lágu verði. Móttökurnar hafa verið mjög góðar og núna sex mánuðum eftir að Pilsnerinn kom á markað er hann orðinn einn af sex söluhæstu bjórunum í 0,5 l umbúðum. Framan af var Pilsnerinn sterki eingöngu seldur í áldósum en frá 1. mars hefur Pilsner einnig verið fáanlegur í gleri í Heiðrúnu og Kringlunni og kostar flaskan 136 kr. Egils Pilsner er byggður á gamla góða Pilsnernum, léttbjórnum sem allir þekkja, en hann hefur verið bruggaður hjá Ölgerðinni síðan 1917. Bjórinn er ljósbrúnn á lit og ber keim af maltkorni, örlítilli sætu og beisku en mildu bragði. Viðtökurnar sýna að Íslendingar kunna vel að meta þessa nýjung og talsmenn Ölgerðarinnar segja fyrirtækið hafa sett sér það markmið að Egils Pilsner verði alltaf ódýrasti bjórinn í ríkinu. Verð á 0,5 lítra dós í Vínbúðum er 149 kr. Galliano hefur lagt metnað sinn í að fylgja ekki reglum samfélagsins. Flaskan er of stór til að passa í barhillur, hún er undarleg í laginu og drykkurinn sjálfur hálfskrýtnn á bragðið! Galliano er búið til úr ýmsum tegundum plantna og kryddjurta frá Ölpunum og Miðjarðarhafslöndum s.s. anís, vanillu, engifer og piparmyntu. Þrátt fyrir einkennilegt útlit og sérkennilegt bragð er Galliano frábært í kokkteila og skot. Prófaðu líka að lauma Galliano í kaffið. Galliano Hot Shot: 2 cl Galliano 2 cl heitt kaffi Lagskipt í skotglasi. Toppið með rjóma. Ertu Hot Shot? Ítalskir dagar Panna cotta: Yndislegur eftirréttur „Panna cotta“ þýðir á íslensku „soðinn rjómi“. Egils Pilsner: Ódýrasti bjórinn í Vínbúðum Grænmetissumarið byrjað: Uppskera hafin á íslenskri papriku Nú er hafin upp- skera á íslenskri papriku og eru grænar, gular og rauðar paprikur komnar í verslanir um mánuði fyrr en undanfarin ár. Íslenskt grænmeti er nú auðþekkj- anlegt á umbúðum, og merkingar eru með þeim hætti að sjá má hver framleiðandinn er. Paprikur verða seldar tvær saman í pakka, ein græn og ýmist rauð eða gul paprika með. Auk papriku er í verslunum gott úrval af íslenskum tómötum, agúrkum, kartöflum og salati. Þá eru kokkteil- og kirsuberja- tómatar komnir í verslanir. Fram undan er því góður tími fyrir þá sem unna hollu og góðu grænmeti. Kjúklingur með paprikusalsa 4 kjúklingabringur, beinlausar og hamflettar 2 tsk. saxað rósmarín nýmalaður pipar salt ólífuolía 3 íslenskar paprikur, græn, gul og rauð 2 íslenskir tómatar, vel þroskaðir 1/2 lárpera, þroskuð grænu blöðin af 2-3 vorlaukum safi úr 1/2 sítrónu safi úr 1 límónu ferskur kóríander Kjúklingurinn kryddaður með rósmaríni, pipar og salti og steikt- ur í svolítilli olíu á pönnu við meðalhita í um 8 mínútur á hvorri hlið, eða þar til hann er rétt steiktur í gegn (gott að skera í eina bringuna til að athuga hvort hún er gegnsteikt). Á meðan eru paprikurnar fræhreinsaðar og skornar í litla teninga. Tómatarnir skornir í teninga og lárperan einnig og vorlaukurinn sneiddur. Öllu blandað saman í skál, kryddað með pipar og salti og sítrónu- og límónusafi kreistur yfir. Söxuðum kóríander blandað saman við og látið standa smástund. Dreift á diska eða fat og kjúklingabringunum raðað ofan á. Salsan er líka góð með steiktu og grilluðu lamba- og nautakjöti, fiski o.fl. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.