Fréttablaðið - 29.04.2004, Page 39

Fréttablaðið - 29.04.2004, Page 39
27FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 Dansleikhúsið var upphaflegastofnað sem þróunarverkefni hjá Jassballettskóla Báru,“ segir Irma Gunnarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Dansleikhússins, en leikhúsið á tveggja ára afmæli í dag. „Leikhúsið starfar nú sjálf- stætt og er hugsað sem vettvang- ur fyrir unga atvinnudansara sem eru að stíga sín fyrstu spor í leik- húslífinu. Dansleikhúsið er leikrænna en hefðbundin dansverk og það auð- veldar fólki oft að skilja hvaða hugmynd liggur að baki dansin- um. Það er mikil gróska í listinni hér heima um þessar mundir og þeir sem semja undir formerkj- um dansleikhússins eru oft að rannsaka og leita að nýjum leið- um. Dansleikhúsið er skemmti- legur vettvangur þar sem margar listgreinar mætast og allt er leyfi- legt. „ Miðasala hefst í dag í Borgar- leikhúsinu á afmælissýningar Dansleikhússins. „Við auglýstum eftir verkum fyrir sýninguna og völdum dansleikhúsverk eftir fjóra höfunda. Frumsamin tónlist eftir tónskáldin Kjartan Ólafsson, Magnús Haraldsson og Halldór Björnsson prýðir tvö dansverkin og þetta verður heljarinnar af- mælissýning,“ segir Irma en verkin verða sýnd 18. og 25. maí. „Upphaflega völdum við dag- inn í dag til að stofna Dansleik- húsið þar sem þetta er alþjóðlegi dansdagurinn. Á þessum degi er venjan að halda upp á og heiðra skapandi listdans víða um heim.“ Þess má geta að Klassíski list- dansskólinn heldur upp á tíu ára afmæli sitt í Borgarleikhúsinu með sýningu klukkan 18 í dag. Tímamót DANSLEIKHÚSIÐ ■ var stofnað á alþjóðlega dansdegin- um fyrir tveimur árum. Í tilefni af afmæl- inu verða frumsýnd fjögur dansleikhús- verk í Borgarleikhúsinu í maí. Dansinn heiðraður um allan heim ■ Persónan ÁSDÍS INGVADÓTTIR OG ÍRIS MARÍA STEFÁNSDÓTTIR Dansleikhúsið er vettvangur fyrir unga at- vinnudansara sem eru að feta sig áfram í leikhúslífinu hér á landi. BJÖRN HEIÐAR ÞÓRARINSSON OG JÓN ANDREAS GUNNLAUGSSON Björn Heiðar var aðalverðlaunahafi ferm- ingarleikjar Smáralindar og BT og hreppti Medion Life-ferðatölvu í vinning. Að auki voru dregnir út sautján aðrir vinningar sem verslanir í Smáralind gáfu. Hægt er að sjá hverjir unnu aðra vinninga á vefsíðu Smáralindar, www.smaralind.is. SIGRÚN BENDER Fegurðardrottning Reykjavíkur. Hver? Ég heiti Sigrún Bender og er frá Hafnar- firði. Hvar? Ég var að klára sögupróf og er bara stödd uppi í Flensborg. Hvaðan? Hef alist upp í Reykjavík síðan ég var smákrakki en mamma er af Skaganum. Hvað? Ég var að vinna titilinn Ungfrú Reykjavík 2004. Hvenær? Síðasta föstudagskvöld. Hvernig? Ég hef gert mjög mikið þrátt fyrir ungan aldur og held ég hafi heillað fólk með því að vera ákveðin, skipulögð og sam- viskusöm. Svo spilar útlitið auðvitað stóran part í þessu líka. Hvers vegna? Er búin að vera í flugnámi þar sem ég var í algjörri strákaveröld þannig að ég tók þátt til að prófa eitthvað nýtt og fá að vera í smá prinsessuleik. Ég hef lært alveg helling á þessu, til dæmis um ým- islegt sem varðar heilsu, forvarnir og framkomu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.