Fréttablaðið - 29.04.2004, Side 53

Fréttablaðið - 29.04.2004, Side 53
41FIMMTUDAGUR 29. apríl 2004 Pondus ARABÍUTÍSKA Þetta dress er hannað af sádi-arabíska fatahönnuðinum Zaki Ben Abboud og var meðal þess sem þessi fyrirsæta sýndi á tískusýningu í Beirút á föstudaginn. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Vinsælustuþættirnir TOPP 20 - VINSÆLUSTU SJÓNVARPS- ÞÆTTIR LANDSINS SAMKVÆMT GALLUP SPAUGSTOFAN RÚV - 57,8% LAUGARDAGSKV. MEÐ GÍSLA MARTEIN RÚV - 52,0% GETTU BETUR ÚRSLIT RÚV - 44,1% FRÉTTIR, VEÐUR, ÍÞRÓTTIR RÚV - 39,0% AF FINGRUM FRAM RÚV - 28,7% KASTLJÓSIÐ RÚV - 28,2% BRÁÐAVAKTIN RÚV - 25,1% TÍUFRÉTTIR RÚV - 24,0% INNLIT/ÚTLIT Skjár 1 - 22,7% SJÁLFSTÆTT FÓLK Stöð 2 - 22,6% BEÐMÁL Í BORGINNI RÚV - 21,6% AMERICAN IDOL Stöð 2 - 22,1% AMERICAN IDOL (ATKVÆÐAGREIÐSLA) Stöð 2 - 21,5% FRÉTTIR STÖÐVAR 2 Stöð 2 - 21,1% SURVIVOR Skjár 1 - 20,7% CSI Skjár 1 - 18,6% ÍSLAND Í DAG (18.30 - 19.00) Stöð 2 - 18,0% FRIENDS Stöð 2 - 17,0% ÍSLAND Í DAG (19.30 - 20.00) Stöð 2 - 16.7% ÍSLAND Í BÍTIÐ Stöð 2 - 16,4% Spaugstofan enn vinsælust en tapar áhorfi SJÓNVARP Samkvæmt nýjustu fjöl- miðlakönnun Gallups horfir enn rúmlega helmingur þjóðarinnar á gamanþætti Spaugstofunnar í hverri viku á laugardegi. Þátturinn missir þó töluvert áhorf frá síðustu könnun sem birt var í mars, eða um 5,3%. Þáttur Gísla Marteins, sem er áfram næstvinsælasti sjónvarps- þáttur landsins, sækir töluvert í sig veðrið. Hann bætir um 9,3% á sig í áhorfi og sækir fast á hæla Spaug- stofumanna. Áhorf á úrslitaþátt Gettu bet- ur, spurningakeppni framhalds- skólanna, þar sem Borgarholts- skóli tapaði fyrir Versló, var gífurlegt. Um 44% þjóðarinnar fylgdust með viðeigninni, sem var ein sú mest spennandi í sögu keppninnar en eins og margir muna réðust úrslitin ekki fyrr en í bráðabana. Sem fyrr á Ríkissjónvarpið flesta vinsæla þætti landsins enda mældist uppsafnað áhorf á stöð- ina yfir vikuna vera um 93,9%. At- hygli vekur að Skjár einn er aftur kominn yfir Stöð 2 í áhorfi en Skjárinn mældist með 71,4% upp- safnað áhorf yfir vikuna. Heilu prósenti yfir Stöð 2. ■ Skemmtanir um allt land Fjöldi skemmtikrafta kom samaná Hard Rock í gær til að kynna dagskrána á stærsta Sumarmóti Bylgjunnar til þessa. Sumarmót Bylgjunnar mun heilsa hlustendum sínum um allt land á laugardögum með heljarinnar veisluhöldum. Hressir krakkar um allt land fá tækifæri til að taka þátt í krakka- Idoli undir stjórn Kalla Bjarna en íslenska Idolstjarnan er kynnir Sumarmótsins og tekur sjálfur lag- ið í sumar. Skítamórall ætlar líka að ferðast um landið með Bylgjunni ásamt söngkonunni Yesmine Ols- son og þeim Bjarna töframanni og Pétri Pókus sem sjá um að töfra landsmenn upp úr skónum. Fleiri skemmtikraftar verða með í för og haldið verður golfmót á hverjum viðkomustað og slegið upp grill- veislu. Fyrsta Sumarmót Bylgjunnar verður haldið í Reykjanesbæ laug- ardaginn 5. júní. ■ Í SUMARSKAPI Söngkonan Yesmine kom fram ásamt fríðu föruneyti á Hard Rock í gær til að kynna Sumarmót BylgjunnarSPAUGSTOFAN 16 árum síðar hefur Spaugstofan aldrei verið vinsælli. Nú förum við á pöbbarölt sem gleymist seint! Fáðu þér smá gúllara fyrst! Ahh, vizkí! Ég elzka svona partí! Hei, Günther! Þetta er ekki appelsín! Já, taka bara vel á þessu! GÜNTHER! GÜNTHER! GÜNTHER! GÜNTHER! JÁÁÁ!!! DETTUM Í ÞAÐ!!! PARTÍ!!! Einmitt, partí! Öööhhh... ég get alveg út- skýrt þetta! Hef ekki áhuga!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.