Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 6

Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 6
6 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 73,4 0,19% Sterlingspund 131,83 0,57% Dönsk króna 12 1,00% Evra 89,27 1.00% Gengisvísitala krónu 124,46 0,51% Kauphöll Íslands Fjöldi viðskipta 300 Velta 5,101 milljónir ICEX-15 2,691 0,40% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 447,730 Íslandsbanki hf. 224,779 Össur hf. 192,729 Mesta hækkun AFL fjárfestingarfélag hf. 4,70% Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 3,90% Bakkavör Group hf. 1,78% Mesta lækkun SÍF hf. -1,57% Og fjarskipti hf. -0,91% Íslandsbanki hf. -0,60% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 10.306,3 -0,1% Nasdaq* 1.959,1 0,4% FTSE 4.569,5 0,5% DAX 4.022,1 0,8% NK50 1.461,3 0,0% S&P* 1.122,3 0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 1Hvað heitir körfuboltamaðurinn semvalinn var sá besti í NBA-deildinni? 2Hvað heitir heimasíða ungra fram-sóknarmanna? 3Hvað heitir formaður breska Íhalds-flokksins? Svörin eru á bls. 22 Hlutafjáraukning Eddu útgáfu: Mál og menning ræðir aðkomu VIÐSKIPTI Ekki liggur fyrir hvort eða hvernig Mál og menning kem- ur að 400 milljón króna hlutafjár- aukningu í Eddu útgáfu. Edda hef- ur átt í rekstrarerfiðleikum og tapaðir fjármunir frá því að félag- ið varð til við sameiningu Máls og menningar og Vöku Helgafells liggur nálægt hálfum milljarði króna. Frá því að Ólafsfell, félag í eigu Björgólfs Guðmundssonar kom að rekstrinum, hefur verið unnið að uppstokkun rekstrarins og telja menn félagið komið í rekstrarhæft form með nýju hlutafé. Þröstur Ólafsson, formaður stjórnar Máls og menningar segir framhaldið vera að nýta þann hálfa mánuð sem gefinn er vegna aukningarinnar til þess að funda innan félagsins og með meðeig- endum í Eddu. Þröstur segir ekki ljóst hvort Mál og menning komi með aukið fé. „Það á eftir að koma til umræðu.“ Hann segir það verða að koma í ljós hvort fleiri komi að félaginu. Það ráðist af því hvort núverandi hluthafar nýti forkaupsrétt sinn. ■ AÞENA, AP Nokkrum klukkutímum eftir að þrjár sprengjur sprungu við lögreglustöð í Aþenu reyndu grísk stjórnvöld að fullvissa menn um að atburðurinn hefði engin áhrif á öryggi áhorfenda og þátt- takenda á Ólympíuleikunum sem fara fram í borginni í ágúst. „Þetta er einangrað atvik sem hefur engin áhrif á öryggi vegna Ólympíuleikanna,“ sagði Costas Caramanlis forsætisráðherra. Talsmaður stjórnarinnar sagði engar vísbendingar um að sprengjuárásin í gær tengdist Ólympíuleikunum og lögregla taldi að innlendur hópur stæði á bak við árásirnar en ekki alþjóð- leg hryðjuverkasamtök. Talsverðar skemmdir urðu á lögreglustöðinni en ábending barst um sprengjurnar nokkrum mínútum áður en sú fyrsta sprakk og því var hægt að rýma bygging- una. Auk skemmdanna á lögreglu- stöðinni brotnuðu rúður í nær- liggjandi fjölbýlishúsi. Sprengjuárásin vekur þó upp spurningar um öryggismál í aðdraganda Ólympíuleikanna. Öryggisviðbúnaður vegna þeirra slær öll met í sögu Ólympíuleik- anna og kostnaður sömuleiðis. Gert er ráð fyrir að reikningurinn vegna öryggisviðbúnaðar hljómi upp á 90 milljarða króna. Meðal þess sem er innifalið í þeim kostn- aði er myndavélaeftirlitskerfi sem nær til allrar borgarinnar og eftirlitsflug yfir borginni meðan á Ólympíuleikunum stendur. Enn á eftir að ljúka uppsetningu mynda- vélakerfisins. Tafir á byggingu íþróttaleik- vanga hafa einnig valdið sumum áhyggjum um að flýtirinn við að ljúka þeim kunni að verða til þess að draga úr öryggi. Eru það eink- um bandarískir embættismenn og stjórnmálamenn sem hafa lýst slíkum áhyggjum. „Við verðum mikið vör við áhyggjur vegna undirbúningsins og spurninga um hvort við eigum að taka þátt í þeim,“ sagði öldungadeildarþing- maðurinn Gordon Smith. Ástralir senda sína sveit til þátttöku en hafa tjáð íþróttamönn- um sínum að vilji þeir hætta við að fara sé þeim frjálst að gera það. „Hver sú sprengja sem springur í Aþenu veldur áhyggjum,“ sagði Bob Elphinston, formaður Ólymp- íunefndar Ástralíu. ■ AUKINN HAGNAÐUR STATOIL Norska olíufélagið Statoil jók hagnað sinn verulega á fyrsta ársfjórðungi frá sama tíma á síð- asta ári. Hagnaður félagsins nam um 50 milljörðum íslenskra króna. Ástæða aukins hagnaðar er meiri framleiðsla og hærra verð á markaði. KIRKJUR VERÐI EKKI MOSKUR Carl I. Hagen, formaður hins þjóðernissinnaða norska Fram- faraflokks, setti sig í gær upp á móti því að aflögðum kirkjum yrði breytt í moskur fyrir músli- ma. Kirkjuráð norsku þjóðkirkj- unnar lögðu í síðasta mánuði til að aflagðar kirkjur yrðu teknar til annarra nota, meðal annars sem moskur. Hagnaður Kaldbaks: Óvissa vegna Norðurljósa UPPGJÖR Hagnaður fjárfestingar- félagsins Kaldbaks nam 1,4 mill- jörðum króna eftir skatta fyrstu þrjá mánuði ársins. Innleystur hagnaður nam rúmum 700 millj- ónum króna. Kaldbakur seldi ríf- lega fimm prósenta eignarhlut í Íslandsbanka á tímabilinu. Í til- kynningu félagsins kemur fram að fjölmiðlafrumvarpið sem nú liggur fyrir Alþingi muni hafa neikvæð áhrif á fjárfestingu fé- lagsins í Norðurljósum verði það að lögum. Kaldbakur keypti átta prósenta hlut í Norðurljósum. ■ EKKERT ÁKVEÐIÐ Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður Máls og menningar, segir næsta hálfan mánuð notaðan til þess að funda og ákveða um aðkomu Máls og menningar að hlutafjáraukningu Eddu útgáfu. ■ Norðurlönd TEKIÐ TIL EFTIR SPRENGINGUNA Henni virðist ekki mjög brugðið konunni sem gengur framhjá rannsóknarmönnum lögreglunnar í Aþenu á sprengjustað. Veistusvarið? Óttast um öryggi á Ólympíuleikunum Sprengjuárás á lögreglustöð í Aþenu vekur upp spurningar um öryggi á ólympíuleikunum sem fram fara í borginni í ágúst. Öryggiskostnaður við leikana er hærri en nokkru sinni fyrr, um 90 milljarðar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.