Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.05.2004, Blaðsíða 8
8 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR ■ Írak RÁÐIST Á SKRIÐDREKA Tveir Palestínumenn komust upp á ísra- elskan skriðdreka þegar Ísraelsher réðist inn í Deil al-Balah á Gaza í gær. Þei reyndu að losa eina af byssum skriðdrekans. ALÞINGI Ef atvinnuleysisbætur hefðu numið 75% af fyrri tekjum hins atvinnulausa, en þó aldrei ver- ið lægri en bæturnar voru á síðast- liðnu ári og aldrei hærri en 375 þúsund, hefðu heildargreiðslur vegna atvinnuleysisbóta hækkað úr um 3,8 milljörðum króna í um níu milljarða, eða um 137%. Þetta kemur fram í svari félagsmálaráð- herra við fyrirspurn Helga Hjörv- ar, Samfylkingunni, um kostnað við atvinnuleysisbætur og nemur aukningin um 5,2 milljörðum. Í útreikningum Vinnumála- stofnunar, sem fer með daglegan rekstur atvinnuleysistrygginga- sjóðs, var byggt á heildarfjölda greiddra atvinnuleysisdaga árið 2003, en þeir voru samtals 1.159.806. Greiðslur á dag voru 3.574 krónur, miðað við fullan bótarétt, og nam heildarfjárhæð bóta um 3,8 milljörðum. Spurt var meðal annars um það hver kostn- aðurinn hefði verið ef bætur hefðu verið greiddar fyrstu þrjá mánuði atvinnuleysis. Í svarinu segir að ríflega þriðjungur at- vinnuleysisdaga sé innan þriggja mánaða frá fyrsta degi atvinnu- leysis. Samkvæmt því hefðu heildargreiðslur vegna atvinnu- leysisbóta hækkað úr tæplega fjórum milljörðum í um 5,6 millj- arða, eða um 48%. ■ Snýst ekki um persónur heldur grundvallaratriði Menntamálaráðherra segir flesta sammála um nauðsyn lagasetningar um eignarhald á fjölmiðl- um. Fólk eigi rétt á að efast um umfjallanir fjölmiðla um fyrirtæki í eigu sömu aðila. FJÖLMIÐLAFRUMVARP Það gilda allt aðrar reglur um fjölmiðla en önnur fyrirtæki, sagði mennta- málaráðherra á hádegisfundi Landsnets sjálfstæðiskvenna í Iðnó í gær. Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir sagði að fjölmiðlar væru fjórða valdið. Þeir hefðu aðhalds- hlutverk fyrir stjórnmálamenn en ekki síður fyrir þau valdamiklu fyrirtæki sem nú séu á markaðn- um. Hún sagði markaðsráðandi fyrirtæki geta orðið aðhaldslaus eigi þau fjölmiðla. „Hvergi nokkurs staðar í hin- um vestræna heimi fyrir finnst þvílík staða eins fyrirtækis á markaðinum, hvort sem það er á dagvörumarkaði, blómamarkaði eða öllum öðrum verslunarrekstri eins og hér,“ sagði Þorgerður Katrín. Hún sagði frumvarpið ekki beint gegn einu tilteknu fyrirtæki heldur væri verið að setja al- menna rammalöggjöf til framtíð- ar. Löggjöf sem snúist um að auka fjölbreytni í eignarhaldi. Hún snerti eðli málsins samkvæmt það fyrirtæki sem væri mest áberandi á frjálsum markaði. Þorgerður sagðist hafa spurt sig hvort hún og félagar hennar hefðu verið þau einu sem teldu lög um eignarhald á fjölmiðlum nauð- synleg og svarið væri nei. Flestir væru sammála því grundvallarat- riði að markaðsráðandi fyrirtæki í samfélaginu sem eigi fjölmiðla gætu haft áhrif á til dæmis um- fjöllun um þá sjálfa. Máli sínu til stuðnings benti Þorgerður á gagnrýni fjölmiðla á uppstokkun í heilbrigðiskerfinu á sama tíma og eigandi þeirra sé einnig aðal eigandi lyfjafyrir- tækja í landinu. „Ég er ekki að segja að fréttaumfjöllunin litist af eigend- unum en þar eru tengsl sem eru mjög óæskileg. Við höfum rétt til þess að efast um að umfjöllun fjölmiðla sem eru í eigu fyrirtæk- is sem á gríðarlegra hagsmuna að gæta á lyfjamarkaði sé með öllu móti eðlileg. Það væri miklu heppilegra að slíkir aðilar kæmu ekki að rekstri fjölmiðla.“ Þorgerður sagðist ekki getað svarað því hvort hún sæi fyrir sér breytingar á fjölmiðlvarpinu. Hún sagði það ekki vera hlutverk ráðherra að segja hvernig breyta ætti frumvörpum þegar þau væru komin til lýðræðislegrar umfjöll- unar og meðferðar á Alþingi þó þeir gætu vissulega haft sínar skoðanir á því. gag@frettabladid.is GÆÐAVARA – BETRA VERÐ! LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI JEPPADEKK • FÓL KSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK Við erum snöggir að umfelga TUTTUGU FALLNIR Í það minnsta tuttugu bandarískir hermenn hafa fallið í Írak það sem af er mánuðinum. 20. hermaðurinn sem lét lífið í mánuðinum féll í árás vígamanna sjíamúslima á eftirlitsstöð Bandaríkjahers nærri borginni Karbala. HALDIÐ Í GÍSLINGU Fjórir ind- verskir verkamenn segja að þeim hafi verið haldið í gíslingu á bandarískri herstöð í Írak. Þeir segjast hafa verið ráðnir til vinnu í Kúveit en síðar fluttir nauðung- arflutningum til Íraks af banda- rískum hermönnum. FIMMTÁN FÉLLU Í það minnsta fimmtán íraskir andspyrnumenn féllu í bardögum við bandaríska hermenn á nokkrum stöðum í Írak í gær. LEGGI NIÐUR VOPN Hópur um 500 leiðtoga og framámanna með- al sjíamúslima hvatti klerkinn Muqtada al-Sadr í gær til þess að leggja niður vopn og yfirgefa borgina Najaf. Barátta al-Sadr og stuðningsmanna hans gegn Bandaríkjaher hefur staðið yfir í um það bil mánuð. Kostnaður atvinnuleysisbóta miðað við 75% af tekjum: Bætur hefðu hækkað um níu milljarða FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R ALÞINGI Helgi Hjörvar, Samfylkingunni, spurði félagsmálaráðherra um það hverjar heildargreiðslur ríkisins vegna atvinnuleysisbóta hefðu orðið, ef bæturnar hefðu numið 75% af fyrri tekj- um hins atvinnulausa. Samkvæmt svari ráðherra hefðu greiðslurnar hækkað um 137%. Sprengjuleit á fyrrverandi æfingasvæði varnarliðsins: Rúmlega þúsund sprengjur hafa fundist ALÞINGI Utanríkisráðherra grein- di frá því á Alþingi í gær að vel á sjöunda hundrað sprengna hefðu fundist við sprengjuleit Land- helgisgæslunnar frá árinu 2002, á fyrrverandi æfingasvæði varn- arliðsins á Suðurnesjum sem tek- ið var til leigu á sjötta og sjöunda áratugnum. Margar af sprengj- unum hafa ekki sprungið, en sumar lentu undir yfirborði og eru með árunum að koma upp aftur. Jón Gunnarsson, Samfylking- unni, spurði ráðherra meðal annars hve miklu fé hefði verið varið til sprengjuleitar á fyrr- verandi æfingasvæði í Vatns- leysustrandarhreppi og hver ár- angurinn hefði orðið. Jón benti á að yfir 600 sprengjur hefðu fundist í leitum árið 1986 og 1996. Utanríkisráðherra sagði að frá árinu 2002 hefði Land- helgisgæslan haft yfir að ráða sérstöku tæki til að leita að sprengjum undir yfirborði. „Frá þeim tíma hefur Land- helgisgæslan eyðilagt 129 virkar sprengjur í Vatnsleysustrandar- hreppi. Við Stapafell hafa fundist um 300 sprengjur frá árinu 2000 og á gömlu æfingasvæði suður af Njarðvík er gamalt æfingasvæði og þar hafa fundist yfir 200 sprengjur frá 2002. Þá hafa jafn- framt á gömlu æfingasvæði við Kleifarvatn fundist um 20 sprengjur frá 2000.,“ sagði Hall- dór Ásgrímsson. ■ ÞORGERÐUR KATRÍN GUNNARSDÓTTIR Menntamálaráðherra og hópur sjálfstæðiskvenna fóru yfir fjölmiðlafrumvarp stjórnarflokk- anna á hádegisfundi í Iðnó í gær. Þorgerður Katrín sagðist ekki telja að frumvarpið bryti í bága við stjórnarskrána. SPRENGJULEIT Fram kom á Alþingi í gær að frá árinu 2002 hefði Landhelgisgæslan haft yfir að ráða sérstöku tæki til að leita að sprengj- um undir yfirborði. Kostnaður vegna leitar á æfingasvæðum varnarliðsins á Suður- nesjum er áætlaður um fjórar milljónir. Útvarpsráð barn síns tíma Pólitískt skipað útvarpsráð erað mínu mati barn síns tíma,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir á fundi Landsnets sjálf- stæðiskvenna. Hún segir að end- urskoða þurfi hlutverk ráðsins. „Ég tel að það eigi að treysta þeim sem fara með það vald að vera framkvæmdastjórar og dag- skrárstjórar. Það er þeirra að ákveða hverjir koma til starfa hjá Ríkisútvarpinu.“ Þorgerði Katrínu sagði það um- hugsunarvert að fyrirtæki sem væri rekið fyrir 1,3 milljarða króna gæti ekki skilað hallalaus- um rekstri. Hún sagðist telja að Ríkisútvarpið ætti að geta skilað góðu dagsverki og dagskrá fyrir slíka fjármuni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.