Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 10

Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 10
10 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR HEIÐARLEGAR KOSNINGAR Ekki kaupa atkvæði, ekki uppnefna fólk og ekki láta myrða aðra frambjóðendur er meðal tíu boðorða fyrir komandi kosning- ar á Filippseyjum. Boðorðin voru tekin saman af ýmsum trúarhópum og öðrum félögum sem vilja sanngjarna og heiðar- lega kosningabaráttu, lausa við ofbeldi. Takmörkun tjáningarfrelsis hættuleg lýðræðinu Fjölmiðlalögin verða einsdæmi í heiminum ef þau ná fram að ganga. Þau munu draga úr fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði á Íslandi og brjóta í bága við tjáningarfrelsi. Nefnd um eignarhald á fjölmiðlum mistúlkaði tilmæli Evrópuráðs. FJÖLMIÐLALÖG „Leggja þyrfti niður all- ar stærstu sjónvarpsstöðvar í Evr- ópu og Bandaríkjunum ef lög í lík- ingu við frumvarp um lög um eignar- hald á fjölmiðlum giltu í öðrum lönd- um,“ segir Floyd Abrams, þekktur bandarískur sérfræðingur í fjöl- miðlarétti og talsmaður tjáningar- frelsis. „Fjölmiðlalögin verða einsdæmi í öllum heiminum ef þau ná fram að ganga. Hvergi annars staðar ríkja jafn miklar takmarkanir á eignar- haldi fjölmiðla og frumvarpið gerir ráð fyrir. Hvergi í Evrópu ríkja tak- markanir á því hvaða fyrirtæki eða einstaklingar geti átt í ljósvakamiðl- um. Þetta veldur mér áhyggjum,“ segir hann. Abrams bendir jafnframt á að yf- irlýst takmark með lögunum sé að auka fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Ég set spurningamerki við þetta. Af því sem ég hef heyrt og kynnt mér um fjölmiðlamarkaðinn hér á landi bendir allt til þess að í stað þess að boðið verði upp á tvær al- hliða sjónvarpsstöðvar verði einung- is ein eftir ef lögin verða samþykkt,“ segir hann. Það muni gerast vegna þess að ekkert bendir til þess að neinn muni vilja koma inn á íslenska sjónvarps- markaðinn í hinu nýju lagaumhverfi. „Þar að auki, ef einhver vildi hugsanlega reka sjónvarpsstöð er ekki þar með sagt að sá hinn sami standi sig betur í því að uppfylla skilyrði um fjölbreytni en þeir sem nú eru í fjölmiðlarekstri,“ segir Abrams. Belginn Filip van Elsen, sérfræð- ingur í fjölmiðlarétti, tekur undir þetta. Hann segir að lögin muni hafa það í för með sér að enginn muni fjárfesta í íslenskum fjölmiðlum. „Ég las það á opinberri heimasíðu um Ísland áður en ég koma að Ísland byði upp á umhverfi sem væri er- lendum fjárfestum í hag. Ef lögin ná fram að ganga verður að breyta þessari fullyrðingu,“ segir van El- sen. Brot á tjáningarfrelsi Abrams segir það augljóst að lög- in beinist gegn einni samsteypu. Það sé klárlega brot á lögum um tjáning- arfrelsi. „Stjórnvöldum leyfist ekki að þagga niður í fólki og knésetja fyrir- tæki einungis vegna þess að stjórn- völd eiga í deilum við þessi fyrir- tæki eða mislíkar þau,“ segir hann. Hann segir að frumvarpið kalli fram varnaðarorð sem risti djúpt í öllum lýðræðisþjóðfélögum: „Ekk- ert er hættulegra lýðræðisþjóðfé- lagi en að byggja ákvörðun um hver megi tjá sig á pólitískum, hug- myndafræðilegum eða persónuleg- um ástæðum,“ segir hann. Abrams segir jafnframt að ein- ungis megi samþykkja lög sem tak- marki málfrelsi, líkt og frumvarpið sannarlega geri, sé það tryggt að markmiðinu með þeim verði náð. „Í þessu tilfelli er markmiðið að tryggja frelsi og fjölbreytni í fjöl- miðlun. Ég er sannfærður um að lögin munu leiða til hins andstæða,“ segir hann. Nefnd mistúlkaði tilmæli Evrópuráðs Van Elsen segir að tilmæli Evr- ópuráðsins hefðu verið mistúlkuð í skýrslu um eignarhald á fjölmiðlum. „Evrópuráðið hefur ekki gefið út neinar tilskipanir um að takmarka beri eignarhald á fjölmiðlum á Ís- landi. Ráðið tekur skýrt fram að hafa verði í huga stærð markaðarins þegar sett eru lög um eignarhald,“ sagði van Elsen. „Markmiðið með lögum um eign- arhald í stærri ríkjum er annað en það sem á við á Íslandi eða í Belgíu. Í stærri ríkjum er eftirspurn eftir útvarpsleyfum langt umfram fjölda leyfa í umferð. Hér á landi er ekki um slíka eftirspurn að ræða og ef of strangar takmarkanir verða settar um útvarpsleyfi gæti farið svo að enginn sækti um. Lögin gætu því haft það í för með sér að fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði minnkaði í stað þess að aukast,“ segir hann. „Hér er verið að leika sér með grundvallaratriði lýðræðis. Ég vona að það verði ekki raunin að lög verði samþykkt sem draga munu úr sam- keppni á fjölmiðlamarkaði og minnka fjölbreytni. Ef þörf er á að setja lög um fjölmiðla ætti að skoða aðrar leiðir, og skoða þær vel, áður en nokkur lög verða samþykkt,“ segir van Elsen. ■ FJÖLMIÐLALÖG Floyd Abrams er lögmaður hjá Cahill Gordon & Reindel í New York og gisti- prófessor við fjölmiðladeild Col- umbia háskóla. Hann er ötull verj- andi málfrelsis í Bandaríkjunum og hefur verið lögmaður New York Times, ABC, NBC, CBS, CNN og fleiri fjöl- miðla. Hann hefur flutt fjölda mála fyrir Hæsta- rétti Banda- ríkjanna en þeirra á meðal eru mikilvæg mál sem snúast um málfrelsisá- kvæði Bandarísku stjórnarskrár- innar. Meðal annars var hann að- stoðar-málflutningsmaður New York Times í Pentagon-mála- ferlunum. Hann lauk laganámi frá Corn- ell háskóla og framhaldsnámi í lögum frá Yale. Hann hefur hlotið frelsis- verðlaunin An- vil of Freedom Award fyrir baráttu sína í þágu málfrels- is. ■ FJÖLMIÐLALÖG „Það sem fram kom á fundinum hjá erlendu sérfræð- ingunum styrkti mín sjónarmið að öllu leyti. Frumvarpið um eignarhald á fjölmiðlum þarfn- ast verulegra breytinga,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Framsóknarflokksins. „Það var mjög athyglisvert að heyra yfirferðina á samþykkt Evrópuráðsins og hvernig álykt- arnirnar eru í raun öðruvísi en túlkað hefur verið. Frumvarpið er í engu samræmi við eðlileg sjónarmið sem eiga að gilda um löggjöf á sviði tjáningarfrelsis. Meðalhófs hefur ekki verið gætt,“ segir hann. Hann vonast til þess að sjón- armiðin og röksemdirnar sem settar voru fram styrki þing- menn í því að fallast á breyting- ar á frumvarpinu. „Allir þingmenn hljóta að telja það eðlilegt að hlusta á rök þess- arra manna og þau sjónarmið sem þeir setja fram. Það er auð- vitað forsenda fyrir því að um- ræða fari fram um mál, bara al- mennt, að taka mark á staðreynd- um, ekki síst í málum sem þess- um,“ segir Kristinn. Aðspurður segist Kristinn ekki hafa fundist það eðlilegt að meirhluti allsherjarnefndar vís- aði frá tilmælum stjórnarand- stöðunnar um að leita eftir al- þjóðlegu áliti á frumvarpinu. „Mér hefði fundist eðlilegt, af því að málið er rökstutt með vís- an til samþykktar Evrópuráðsins, að afla álits manna þar og fá það- an upplýsingar um þessi mál áður en gengið er frá löggjöf. Í svona löggjöf á að gefa sér tíma til und- irbúnings. Það tekur yfirleitt eitt til tvö ár að undirbúa löggjöf af þessu tagi.“ segir Kristinn. ■ Óttast að dópvitni verði myrt – hefur þú séð DV í dag? Úr Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands: 73. gr. Allir eru frjálsir skoð- ana sinna og sannfæringar. Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðr- ar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða. Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða ör- yggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum. Úr Mannréttinda- sáttmála Evrópu: 10. gr. Tjáningarfrelsi. 1. Sérhver maður á rétt til tjáningarfrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skoðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og er- lendis án afskipta stjórn- valda. Ákvæði þessarar greinar skulu eigi hindra ríki í að gera útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndafyrirtækjum að starfa aðeins samkvæmt sérstöku leyfi. 2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skil- yrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, land- varna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða eða glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mann- orði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstr- an trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlut- drægni dómstóla. Kristinn H. Gunnarsson: Þingmenn hlusti á rök sérfræðinganna KRISTINN H. GUNNARSSON „Frumvarpið er í engu samræmi við eðli- leg sjónarmið sem eiga að gilda um lög- gjöf á sviði tjáningarfrelsis.“ Floyd Abrams: Ötull verjandi málfrelsis FJÖLMIÐLALÖG Filip van Elsen er lög- maður og meðeigandi lögmanns- stofu Allen & Overy í Antwerpen í Belgíu. Hann er sérfræðingur á sviði hugverka- og upplýsingalög- gjafar með áherslu á fjölmiðlarétt. Eftir hann liggur fjöldi greina um þau efni auk þess sem hann hefur verið frum- mælandi á mörgum ráð- stefnum um u p p l ý s i n g a - tækni, við- skiptaleynd og um mat á hug- verkarétti. Hann er með lögfræðipróf frá Háskólanum í Antwerpen og mastersgráðu í alþjóðalögum og samanburðarlögfræði frá Háskól- anum í Brussel. Allen & Overy er alþjóðlegt lög- fræðifyrirtæki með 4800 starfs- menn og starf- semi í 25 löndum. Meðal við- skiptavina Allen & Overy eru nokkur af stærstu fyrir- tækjum heims, fjármálastofn- anir, ríkisstjórn- ir og einstak- lingar. ■ Filip van Elsen: Sérfróður í fjölmiðlarétti Baksviðs SIGRÍÐUR D. AUÐUNSDÓTTIR ■ skrifar um fjölmiðlalög. FLOYD ABRAMS „Stjórnvöldum leyfist ekki að þagga niður í fólki og knésetja fyrir- tæki einungis vegna þess að stjórnvöld eiga í deilum við þessi fyrirtæki eða mislíkar þau,“ segir hann.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.