Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 13

Fréttablaðið - 06.05.2004, Síða 13
13FÖSTUDAGUR 6. maí 2003 FÖSTUDAG 07.05.’04 LAUGARDAG 08.05.’04 20% afsláttur fyrir korthafa VISA STRAUMAR STEFÁN ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN HÚSIÐ OPNAR KL. 11 HÚSIÐ OPNAR KL. 11 K Ö -H Ö N N U N • k a ll io r@ m a d .i s FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN F Henti sér fyrir lest: Sjálfsmorð mistókst SLÓVAKÍA, AP Slóvaskur maður sem henti sér fyrir járnbrautarlest í tilraun til að svipta sig lífi slapp án meiðsla. Yfirvöld í bænum Hlinik nad Hronom sögðust ekki geta sagt til um hvort maðurinn hafi á síðustu stundu hætt við að fremja sjálfs- morð eða hvort hann hafi haldið lífi og limum fyrir tilviljun. Hvað sem öðru líður lenti maðurinn á milli teinanna en ekki ofan á þeim og skorðaðist því af undir lestinni án þess að meiðast. Maðurinn hafði skrifað sjálfs- morðsbréf sem hann hafði á sér. Hann hafði verið við drykkju þeg- ar hann reyndi að fyrirfara sér. ■ UNDIRSKRIFTAHERFERÐ Ástþór Magnússon framkvæmdastjóri Frið- ar 2000 hefur gert víðreist að undanförnu í söfnun undirskrifta. Síðustu daga hefur hann leitað til Norðlendinga um stuðning við framboð sitt. Ástþór Magnússon: Safnar und- irskriftum FORSETAFRAMBOÐ „Ég er að verða bú- inn að fara hringinn um landið og er að klára Norðurland,“ segir Ást- þór Magnússon, forsetaframbjóð- andi og framkvæmdastjóri Friðar 2000, en hann hefur verið að safna undirskriftum til forsetaframboðs á Akureyri síðustu daga. „Þetta hefur gengið vel og mér finnst stuðningur með framboði mínu en augljóslega hefur fólk misjafnar skoðanir á mér og mál- efnum mínum. Það er ósköp eðli- legt en það er tvímælalaust byr í seglunum.“ ■ Yfirmaður peningamála: Vikið vegna spillingar PALESTÍNA, AP Palestínska þingið samþykkti í gær að víkja æðsta yfirmanni peningamála í Palest- ínu úr embætti vegna spillingar. Amin Haddad er æðsti palestínski embættismaðurinn til að vera vikið úr embætti vegna spillingar. Hann er sakað- ur um að hafa látið greipar sópa um sjóði Palestínubankans sem komst undir hans stjórn þegar bankinn varð gjaldþrota. Síðan þá hefur tap bankans þre- faldast. Haddad er sagður hafa greitt sér bónusa í leyfisleysi og misnotað sér aðstöðu sína í eigin þágu. ■ Foringjaskipti innan Nýs afls: Jón Magnússon tekinn við taumunum STJÓRNMÁL Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hefur tek- ið við formennsku í stjórnmála- samtökunum Nýju afli af Guð- mundi G. Þórarinssyni en aðal- fundur samtakanna var haldinn nýlega. Hyggst flokkurinn halda áfram starfi sínu sem mótmæla- flokkur á landsvísu og segir Jón að þrátt fyrir að samtökin hafi ekki hlotið mikinn stuðning síð- ast sé starfinu haldið áfram af krafti og ætlunin sé að hafa áhrif í næstu kosningum. „Við vissum að það tæki lang- an tíma að mynda afl nógu sterkt til að komast áfram í stjórnmálum og fólk tæki mark á og því er alls ekki svo að árar séu komnar í bát. Þvert á móti stendur til að fara af stað í hug- myndavinnu og auka fylgið til muna þegar kemur að næstu kosningum hvort sem það verða sveitarstjórnar- eða alþingis- kosningar.“ Meðal þess sem samtökin leggja mesta áherslu á er afnám tekjuskatta á tekjulága einstak- linga; unnið skal að lækkun vöruverðs og almennra skatta, fiskimið Íslands verði aftur sameign þjóðarinnar og gæta skuli sparnaðar í ríkisrekstri. ■ NÝR MAÐUR Í BRÚNNI Jón Magnússon tekur við formennsku af Guðmundi G. Þórarinssyni. Fjárlög Norðurlanda: Ísland í sérflokki NORÐURLÖND Öll Norðurlöndin nema Ísland eru með tekjuafgang á fjár- lögum samkvæmt tölum frá Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, og Hagstofu Íslands. Tekjuafgangurinn er mestur átta prósent í Noregi, 2,3 prósent í Finnlandi, 1,5 prósent í Danmörku og 0,7 prósent í Svíþjóð og er þá miðað við verga þjóðarfram- leiðslu. Hallinn á íslensku fjárlög- unum mælist 1,4 prósent en það er lítið miðað við lönd á borð við Tékkland þar sem hallinn mælist 12,9 prósent. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.