Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 13
13FÖSTUDAGUR 6. maí 2003 FÖSTUDAG 07.05.’04 LAUGARDAG 08.05.’04 20% afsláttur fyrir korthafa VISA STRAUMAR STEFÁN ÞAR SEM ÍSLENDINGUM FINNST SKEMMTILEGAST AÐ DJAMMA FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN HÚSIÐ OPNAR KL. 11 HÚSIÐ OPNAR KL. 11 K Ö -H Ö N N U N • k a ll io r@ m a d .i s FYRSTU 200 FÁ FRÍTT INN F Henti sér fyrir lest: Sjálfsmorð mistókst SLÓVAKÍA, AP Slóvaskur maður sem henti sér fyrir járnbrautarlest í tilraun til að svipta sig lífi slapp án meiðsla. Yfirvöld í bænum Hlinik nad Hronom sögðust ekki geta sagt til um hvort maðurinn hafi á síðustu stundu hætt við að fremja sjálfs- morð eða hvort hann hafi haldið lífi og limum fyrir tilviljun. Hvað sem öðru líður lenti maðurinn á milli teinanna en ekki ofan á þeim og skorðaðist því af undir lestinni án þess að meiðast. Maðurinn hafði skrifað sjálfs- morðsbréf sem hann hafði á sér. Hann hafði verið við drykkju þeg- ar hann reyndi að fyrirfara sér. ■ UNDIRSKRIFTAHERFERÐ Ástþór Magnússon framkvæmdastjóri Frið- ar 2000 hefur gert víðreist að undanförnu í söfnun undirskrifta. Síðustu daga hefur hann leitað til Norðlendinga um stuðning við framboð sitt. Ástþór Magnússon: Safnar und- irskriftum FORSETAFRAMBOÐ „Ég er að verða bú- inn að fara hringinn um landið og er að klára Norðurland,“ segir Ást- þór Magnússon, forsetaframbjóð- andi og framkvæmdastjóri Friðar 2000, en hann hefur verið að safna undirskriftum til forsetaframboðs á Akureyri síðustu daga. „Þetta hefur gengið vel og mér finnst stuðningur með framboði mínu en augljóslega hefur fólk misjafnar skoðanir á mér og mál- efnum mínum. Það er ósköp eðli- legt en það er tvímælalaust byr í seglunum.“ ■ Yfirmaður peningamála: Vikið vegna spillingar PALESTÍNA, AP Palestínska þingið samþykkti í gær að víkja æðsta yfirmanni peningamála í Palest- ínu úr embætti vegna spillingar. Amin Haddad er æðsti palestínski embættismaðurinn til að vera vikið úr embætti vegna spillingar. Hann er sakað- ur um að hafa látið greipar sópa um sjóði Palestínubankans sem komst undir hans stjórn þegar bankinn varð gjaldþrota. Síðan þá hefur tap bankans þre- faldast. Haddad er sagður hafa greitt sér bónusa í leyfisleysi og misnotað sér aðstöðu sína í eigin þágu. ■ Foringjaskipti innan Nýs afls: Jón Magnússon tekinn við taumunum STJÓRNMÁL Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður hefur tek- ið við formennsku í stjórnmála- samtökunum Nýju afli af Guð- mundi G. Þórarinssyni en aðal- fundur samtakanna var haldinn nýlega. Hyggst flokkurinn halda áfram starfi sínu sem mótmæla- flokkur á landsvísu og segir Jón að þrátt fyrir að samtökin hafi ekki hlotið mikinn stuðning síð- ast sé starfinu haldið áfram af krafti og ætlunin sé að hafa áhrif í næstu kosningum. „Við vissum að það tæki lang- an tíma að mynda afl nógu sterkt til að komast áfram í stjórnmálum og fólk tæki mark á og því er alls ekki svo að árar séu komnar í bát. Þvert á móti stendur til að fara af stað í hug- myndavinnu og auka fylgið til muna þegar kemur að næstu kosningum hvort sem það verða sveitarstjórnar- eða alþingis- kosningar.“ Meðal þess sem samtökin leggja mesta áherslu á er afnám tekjuskatta á tekjulága einstak- linga; unnið skal að lækkun vöruverðs og almennra skatta, fiskimið Íslands verði aftur sameign þjóðarinnar og gæta skuli sparnaðar í ríkisrekstri. ■ NÝR MAÐUR Í BRÚNNI Jón Magnússon tekur við formennsku af Guðmundi G. Þórarinssyni. Fjárlög Norðurlanda: Ísland í sérflokki NORÐURLÖND Öll Norðurlöndin nema Ísland eru með tekjuafgang á fjár- lögum samkvæmt tölum frá Efna- hags- og framfarastofnun Evrópu, OECD, og Hagstofu Íslands. Tekjuafgangurinn er mestur átta prósent í Noregi, 2,3 prósent í Finnlandi, 1,5 prósent í Danmörku og 0,7 prósent í Svíþjóð og er þá miðað við verga þjóðarfram- leiðslu. Hallinn á íslensku fjárlög- unum mælist 1,4 prósent en það er lítið miðað við lönd á borð við Tékkland þar sem hallinn mælist 12,9 prósent. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.