Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 29
Út í heim
3FIMMTUDAGUR 6. maí 2004
Hagstætt verð
til Krítar
Danska ferðaskrifstofan Hekla-Travel býður
vikuferðir til Krítar á miðvikudögum. Verðið
er 2.500 til 3.000 á mann í viku. Fjögur til
sex flug eru á dag til Kaupmannahafnar með
Icelandair og Iceland Express og hægt að fá
giott verð á þessum miðum. ■
Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is
Veldu ö›ruvísi útskriftarfer› me› Encounter, Dragoman,
Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl.
Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is.
Færð þú MasterCard
Ferðaávísun?
Heimsferð
GUNNAR OG ÞÓRIR SKRIFA FERÐAPISTLA
ÚR 120 DAGA HEIMSREISU SINNI.
Samóa, sannkölluð
paradís á jörðu! Erum
búnir að vera hérna í
viku og ekki hægt að
segja annað en að við
höfum notið lífsins
„the Samoan way“,
sem þýðir að ef það er
ekki gert í dag þá gerir
maður það kannski á
morgun eða hinn.
Erum búnir
að sjá eyjuna Upolu
frá öllum sjónarhorn-
um. Skelltum okkur
undir yfirborðið til að
sjá marglita fiska
synda um við kóralrif-
in hérna. Við erum
búnir baða okkur í
hellalaugum, fossum
og ám og njóta gríðarlegrar náttúru-
fegurðar. Á hverjum morgni fáum við
ferska ávexti beint úr garði hóteleig-
andans, papaya, ástaraldin, mangó
og fleiri framandi tegundir. Rúturnar
hérna á Samóa eru sannkölluð
diskótek á hjólum, því tónlistin er í
botni í þeim frá morgni til kvölds.
Þorpshöfðingjarnir ráða lögum og
lofum í þorpunum hér á eyjunni,
þeir fá peningana frá þeim sem
vinna og nota þá til að kaupa helstu
nauðsynjar. Það er yfirleitt bara einn
í hverri fjölskyldu sem vinnur, hinir
slappa af og rækta garð fjölskyldunn-
ar. Sunnudagar eru helgir dagar
hérna á Samóa, allt er lokað og allir
fara í kirkju, klæddir sínu fínasta,
sem í flestum tilfellum er hvítt, konur
í hvítum kjólum og með hvíta hatta,
karlar í hvítum skyrtum og hvítu lava-
lava (pils). Í höfuðborginni Apia eru
að minnsta kosti 16 kirkjur fyrir þá
30 þúsund íbúa sem þar búa. Eftir
kirkju á sunnudögum
er borðaður matur sem er lagaður
samkvæmt samóskum hefðum, grill-
aður ofan í jörðinni. Maturinn er
mjög ljúffengur og gaman að upplifa
þessa hefð.
Með kveðju frá Samóa,
Þórir og Gunnar
Paradís á jörðu
Hótel í mínímalískum stíl virðast vera
mál málanna í Evrópu, að minnsta kosti
í efri verðflokkunum. Víða er hægt að
finna hótel sem eru sannkölluð veisla
fyrir auga þeirra sem hrífast af einfald-
leikanum. Eitt þeirra er K-West hótelið í
Lundúnum sem vakið hefur mikla at-
hygli. Það er teiknað af Noel Pierce.
Stíllinn einkennist af opnu björtu rými
sem gefur hótelinu glæsilegt yfirbragð.
Og ekki nóg með að hönnunin sé glæsi-
leg heldur er mikið lagt upp úr þægind-
um. Dæmi um það eru stór rúm, DVD á
herbergjunum og ýmiss konar dekur-
varningur í míníbarnum.
Hótelið hefur notið vinsælda fólks í tón-
listar og fjölmiðlabransanum.
Frekari upplýsingar um hótelið má finna
á slóðinni www.k-west.co.uk. ■
K-West:
Glæsihótel í London
Hótelbarinn á K-West er ekkert slor.
Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætla að
ganga frá Nesjavöllum yfir í Hvera-
gerði á laugardaginn, 8. maí. Þessi
ganga hefur verið vinsæl hjá erlend-
um ferðamönnum síðustu ár en fáir
Íslendingar virðast gera sér grein fyrir
landkostum þessa baklands höfuð-
borgarinnar. Ferð kostar 2.500 kr. og
verður farið frá Vagnhöfðanum
klukkan 9. Frá Hveragerði verður svo
farið með langferðabíl til Reykjavíkur.
Auður Elva Kjartansdóttir stýrir göng-
unni og verða áhugasamir að skrá sig
fyrir hádegi á föstudaginn.
Framundan hjá Íslenskum fjallaleið-
sögumönnum er gönguferð um
Reykjanesið helgina 15. og 16. maí og
hin hefðbundna ganga á Hvannadals-
hnjúk um hvítasunnuhelgina.
„Þetta er erfitt val,“ segir Hrafn-
hildur Gunnarsdóttir, fjármála-
stjóri slysa- og bráðasviðs há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi, að-
spurð um uppáhaldsborg. „Stokk-
hólmur hlýtur þó að verða fyrir
valinu. Stokkhólmur á vorin,
göngutúr í Gamla Stan, bátsferðir
um eyjarnar og skerjagarðurinn,
það er bara yndislegt,“ segir
Hrafnhildur dreymin. „Líka að
fara út í Drottningholm og sigla
um eyjarnar. Fegurðin og kyrrðin
er slík að maður hefur ekki á til-
finningunni að maður sé í stór-
borg þó að maður sé það.“
Hrafnhildur bjó í Stokkhólmi í
tvö ár þegar hún var barn og ung-
lingur og reynir að komast þang-
að sem oftast. Hún segir að þrátt
fyrir að Svíar séu formlegir séu
þeir yndislegt fólk og hún eignað-
ist marga vini þegar hún bjó í
Stokkhólmi. „Ég reyni að fara
þangað eins oft og ég get, en þó er
það allt of sjaldan.“
Hrafnhildur hefur líka búið í
Kaupmannahöfn, sem henni þykir
afar vænt um, og einu sinni bjó
hún í Reno, Nevada. „Þar var mik-
ið fjör og ægileg ljósadýrð, en það
var allt saman „artificial beauty“.
Það jafnast ekkert á við fegurðina
í Stokkhólmi, sem er ekta.“ ■
Uppáhaldsborg
Fegurðin ekta í Stokkhólmi
Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Elskar fegurðina, kyrrðina og friðinn í Stokk-
hólmi.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T