Fréttablaðið


Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 29

Fréttablaðið - 06.05.2004, Qupperneq 29
Út í heim 3FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 Hagstætt verð til Krítar Danska ferðaskrifstofan Hekla-Travel býður vikuferðir til Krítar á miðvikudögum. Verðið er 2.500 til 3.000 á mann í viku. Fjögur til sex flug eru á dag til Kaupmannahafnar með Icelandair og Iceland Express og hægt að fá giott verð á þessum miðum. ■ Bankastræti 10 + Sími 562 23 62 + info@exit.is + www.exit.is Veldu ö›ruvísi útskriftarfer› me› Encounter, Dragoman, Contiki, Intrepid, Imaginative Traveller, Tucan o.fl. Allar nánari upplýsingar liggja frammi á skrifstofu okkar eða á www.exit.is. Færð þú MasterCard Ferðaávísun? Heimsferð GUNNAR OG ÞÓRIR SKRIFA FERÐAPISTLA ÚR 120 DAGA HEIMSREISU SINNI. Samóa, sannkölluð paradís á jörðu! Erum búnir að vera hérna í viku og ekki hægt að segja annað en að við höfum notið lífsins „the Samoan way“, sem þýðir að ef það er ekki gert í dag þá gerir maður það kannski á morgun eða hinn. Erum búnir að sjá eyjuna Upolu frá öllum sjónarhorn- um. Skelltum okkur undir yfirborðið til að sjá marglita fiska synda um við kóralrif- in hérna. Við erum búnir baða okkur í hellalaugum, fossum og ám og njóta gríðarlegrar náttúru- fegurðar. Á hverjum morgni fáum við ferska ávexti beint úr garði hóteleig- andans, papaya, ástaraldin, mangó og fleiri framandi tegundir. Rúturnar hérna á Samóa eru sannkölluð diskótek á hjólum, því tónlistin er í botni í þeim frá morgni til kvölds. Þorpshöfðingjarnir ráða lögum og lofum í þorpunum hér á eyjunni, þeir fá peningana frá þeim sem vinna og nota þá til að kaupa helstu nauðsynjar. Það er yfirleitt bara einn í hverri fjölskyldu sem vinnur, hinir slappa af og rækta garð fjölskyldunn- ar. Sunnudagar eru helgir dagar hérna á Samóa, allt er lokað og allir fara í kirkju, klæddir sínu fínasta, sem í flestum tilfellum er hvítt, konur í hvítum kjólum og með hvíta hatta, karlar í hvítum skyrtum og hvítu lava- lava (pils). Í höfuðborginni Apia eru að minnsta kosti 16 kirkjur fyrir þá 30 þúsund íbúa sem þar búa. Eftir kirkju á sunnudögum er borðaður matur sem er lagaður samkvæmt samóskum hefðum, grill- aður ofan í jörðinni. Maturinn er mjög ljúffengur og gaman að upplifa þessa hefð. Með kveðju frá Samóa, Þórir og Gunnar Paradís á jörðu Hótel í mínímalískum stíl virðast vera mál málanna í Evrópu, að minnsta kosti í efri verðflokkunum. Víða er hægt að finna hótel sem eru sannkölluð veisla fyrir auga þeirra sem hrífast af einfald- leikanum. Eitt þeirra er K-West hótelið í Lundúnum sem vakið hefur mikla at- hygli. Það er teiknað af Noel Pierce. Stíllinn einkennist af opnu björtu rými sem gefur hótelinu glæsilegt yfirbragð. Og ekki nóg með að hönnunin sé glæsi- leg heldur er mikið lagt upp úr þægind- um. Dæmi um það eru stór rúm, DVD á herbergjunum og ýmiss konar dekur- varningur í míníbarnum. Hótelið hefur notið vinsælda fólks í tón- listar og fjölmiðlabransanum. Frekari upplýsingar um hótelið má finna á slóðinni www.k-west.co.uk. ■ K-West: Glæsihótel í London Hótelbarinn á K-West er ekkert slor. Íslenskir fjallaleiðsögumenn ætla að ganga frá Nesjavöllum yfir í Hvera- gerði á laugardaginn, 8. maí. Þessi ganga hefur verið vinsæl hjá erlend- um ferðamönnum síðustu ár en fáir Íslendingar virðast gera sér grein fyrir landkostum þessa baklands höfuð- borgarinnar. Ferð kostar 2.500 kr. og verður farið frá Vagnhöfðanum klukkan 9. Frá Hveragerði verður svo farið með langferðabíl til Reykjavíkur. Auður Elva Kjartansdóttir stýrir göng- unni og verða áhugasamir að skrá sig fyrir hádegi á föstudaginn. Framundan hjá Íslenskum fjallaleið- sögumönnum er gönguferð um Reykjanesið helgina 15. og 16. maí og hin hefðbundna ganga á Hvannadals- hnjúk um hvítasunnuhelgina. „Þetta er erfitt val,“ segir Hrafn- hildur Gunnarsdóttir, fjármála- stjóri slysa- og bráðasviðs há- skólasjúkrahúss í Fossvogi, að- spurð um uppáhaldsborg. „Stokk- hólmur hlýtur þó að verða fyrir valinu. Stokkhólmur á vorin, göngutúr í Gamla Stan, bátsferðir um eyjarnar og skerjagarðurinn, það er bara yndislegt,“ segir Hrafnhildur dreymin. „Líka að fara út í Drottningholm og sigla um eyjarnar. Fegurðin og kyrrðin er slík að maður hefur ekki á til- finningunni að maður sé í stór- borg þó að maður sé það.“ Hrafnhildur bjó í Stokkhólmi í tvö ár þegar hún var barn og ung- lingur og reynir að komast þang- að sem oftast. Hún segir að þrátt fyrir að Svíar séu formlegir séu þeir yndislegt fólk og hún eignað- ist marga vini þegar hún bjó í Stokkhólmi. „Ég reyni að fara þangað eins oft og ég get, en þó er það allt of sjaldan.“ Hrafnhildur hefur líka búið í Kaupmannahöfn, sem henni þykir afar vænt um, og einu sinni bjó hún í Reno, Nevada. „Þar var mik- ið fjör og ægileg ljósadýrð, en það var allt saman „artificial beauty“. Það jafnast ekkert á við fegurðina í Stokkhólmi, sem er ekta.“ ■ Uppáhaldsborg Fegurðin ekta í Stokkhólmi Hrafnhildur Gunnarsdóttir Elskar fegurðina, kyrrðina og friðinn í Stokk- hólmi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.