Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 44

Fréttablaðið - 06.05.2004, Side 44
34 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR MEISTARINN SITUR FYRIR SVÖRUM Úkraínski hnefaleikakappinn Vitaly Klitschko, sem varð á dögunum heims- meistari, sést hér svara spurningum fjöl- miðla í heimaborg sinni Kíev í Úkraínu. Box Sacramento Kings vann fyrsta leikinn gegn Minnesota Timberwolves: Bibby bjargaði málunum KÖRFUBOLTI Kevin Garnett, sem var valinn besti leikmaður NBA- deildarinnar í fyrradag, var snögglega minntur á að menn fá lítið fyrir einstaklingsverðlaun þegar Sacramento Kings kom í heimsókn í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum vesturdeildar NBA-deildarinnar í fyrrinótt. Sacramento Kings, sem var dri- fið áfram af stórleik Mike Bibby, fór með sigur af hólmi, 104-98, og hefur tekið frum- kvæðið í einvígi liðanna. Mikil athöfn var fyrir leik- inn þar sem Garnett var hylltur af öllum viðstöddum en hann var ekki tekinn neinum vett- lingatökum í leiknum sjálfum. „Við klöppuðum fyrir honum fyrir leikinn en það var annað mál um leið og flautað var á,“ sagði Vlade Divac, miðherji Sacramento, eftir leikinn. Leik- menn Sacramento tvöfölduðu allan tímann á Garnett, sem tapaði boltanum sex sinnum og hitti aðeins úr 6 af 21 skoti sínu í leiknum. „Ég fann mig engan veginn í leiknum, þeir dekkuðu mig stíft en núna þurfum við að finna svar við þessu,“ sagði Garnett. Rick Adelman, þjálfari Sacra- mento Kings, var ekki í vafa um að frammistaða Mike Bibby hefði verið lykillinn að sigri hans manna. „Bibby hélt okkur gang- andi á erfiðum tímum og var lyk- illinn að sigrinum.“ Bibby skoraði 33 stig, tók 7 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum, Chris Webber skoraði 15 stig og tók 8 fráköst, Vlade Divac og Peja Stojakovic skoruðu 14 stig hvor og þeir Doug Christie og Brad Miller skoruðu 13 stig hvor auk þess sem Miller tók 10 fráköst. Sam Cassell var yfirburða- maður hjá Minnesota með 40 stig, Trenton Hassell skoraði 17 og Kevin Garnett skoraði 16 stig og tók 18 fráköst. Liðin mætast öðru sinni á laugardaginn í Target Center í Minnesota. ■ HANDBOLTI Alfreð Finnsson, sem stýrði Gróttu/KR í RE/MAX-deild kvenna í handknattleik í fyrra, var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs ÍBV á næsta tímabili. Jafnframt er ljóst að fyrirliði Gróttu/KR á síð- asta tímabili, Eva Björk Hlöðvers- dóttir, sem jafnframt er eiginkona Alfreðs, mun spila með Eyjaliðinu á næsta tímabili en hún var þriðji markahæsti leikmaðurinn í RE/MAX-deildinni í vetur. Fyrir skömmu var ljóst að Aðal- steinn Eyjólfsson, sem stýrt hefur Vestmannaeyjaskútunni með sóma á þessu tímabili, mun þjálfa þýska liðið TuS Weibern á næsta tímabil, og beið kvennaráð ÍBV, með Hlyn Sigmarsson fremstan í flokki, ekki boðanna heldur hófst strax handa við að finna eftirmann Aðalsteins. Hlynur sagði í samtali við Frétta- blaðið í gær að hann teldi Alfreð mjög góðan kost. „Það er ekki hlaupið að því að fá góðan þjálfara út í Eyjar og því erum við mjög sáttir. Alfreð er ungur og ferskur og ég hef alltaf haft mikla trú á ungu fólki. Það fer gott orð af hon- um og ég er ekki í vafa um að liðið er í góðum höndum hjá honum. Það skemmir heldur ekki fyrir að Eva Björk kemur með honum. Hún er frábær leikmaður og það er ekki á hverjum degi sem íslenskur leik- maður í þessum gæðaflokki kemur til Eyja,“ sagði Hlynur. Alfreð sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að það hefði verið erfitt að hafna tilboði frá ÍBV. „Þetta er stærsta og besta félagsliðið á landinu í dag, metnað- urinn er mikill og gott fyrir ungan þjálfara eins og mig að fá tækifæri til að vinna í jafn góðu vinnu- umhverfi og boðið er upp á í Eyj- um,“ sagði Alfreð. Hann sagði aðspurður að það hefði verið erfið ákvörðun að yfir- gefa Gróttu/KR en óvissan í kring- um samstarf félaganna hefði gert það að verkum að honum var varla stætt á öðru en að taka tilboði ÍBV. „Ég á eftir að sakna félagsins en það er alls konar rugl í gangi varð- andi samstarfið. Stelpurnar voru frábærar en ég hef sennilega gott af því að komast frá félaginu sem ég hef verið hjá allan minn feril,“ sagði Alfreð. ■ SUND „Nú er allt að fara af stað,“ sagði Steindór Gunnarsson, lands- liðsþjálfari í sundi, en dagana 10 til 16 maí næstkomandi fer fram í Madríd Evrópumótið í sundi í 50 metra laug. Sjö íslenskir sundmenn taka þátt en það eru þau Anja Ríkey Jakobs- dóttir, Hjörtur Már Reynisson, Íris Edda Heimisdóttir, Jakob Jóhann Sveinsson, Kolbrún Ýr Kristjáns- dóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Örn Arnarson. „Fimm þessara sundmanna, auk Láru Hrundar Bjargardóttur sem kemst ekki á mótið vegna náms síns í Bandaríkjunum, hafa tryggt sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í sumar og ég tel ekki loku fyrir það skotið að fleiri bætist í þann hóp. Allur þessi hópur sem fer nú gæti verið kominn með farseðla á Ólympíuleikana eftir mót og von- andi gerist það,“ sagði Steindór og bætti við: „Þetta er svipaður fjöldi þátttak- enda frá okkur og hefur verið á undanförnum stórmótum og ég kalla okkur bara nokkuð góð með þennan fjölda. Það er mikill spenn- ingur í keppendum fyrir mótið og þessir einstaklingar sem eru að fara hafa verið að synda mjög vel upp á síðkastið, setja Íslandsmet og annað í þeim dúr. Meginmarkmiðið fyrir hvern og einn keppanda sem fer á mótið er að ná persónulegri bætingu en sjá svo hvað árangurinn fleytir viðkomandi langt. Þetta eru allt það harðsvíraðir afreksmenn að þau stefna óhikað á toppárangur. Ég er bjartsýnn á góðan árangur þótt ég telji okkur ekki setja fram óraunhæfar kröfur. Það munar svo miklu fyrir þessa einstaklinga að koma sér í milliriðla því þá fara þau að synda aftur eftir hádegi og þá er líkaminn betur tilbúinn og hugur- inn að sama skapi líka og þá er jafn- vel hægt að bæta árangurinn enn frekar.“ Steindór er bjartsýnn á fram- haldið: „Það er bjart fram undan og ástandið í sundheiminum hér heima er gott og vonandi heldur það áfram að vera þannig,“ sagði Stein- dór að lokum. ■ ANNA YAKOVA Eftirsótt af sterkustu liðum Evrópu. Eyjamenn gætu misst lykilmanneskju: Tvö lið vilja fá Yakovu HANDBOLTI Frammistaða Önnu Yak- ovu með Eyjaliðinu í handboltan- um í vetur hefur ekki farið fram- hjá bestu liðum Evrópu. Yakova hefur átt mjög gott tímabil, svo gott að hið fræga austurríska lið Hypo Bank, sem er eitt það sterkasta í Evrópu, og makedón- íska liðið Skopje, sem varð Evr- ópumeistari fyrir tveimur árum, vilja fá hana í sínar raðir. Hlynur Sigmarsson, formaður kvennaráðs ÍBV, sagði í samtali við Fréttablað- ið í gær að Yakova væri samnings- bundinn ÍBV næstu þrjú árin og því væri félaginu það í sjálfsvald sett hvort það héldi henni í Eyjum eða ekki. „Við keyptum hana á þrjár milljónir króna fyrir tveim- ur árum og munum ekki láta hana fara frá okkur fyrir minni upp- hæð,“ sagði Hlynur. ■ Miami Heat komið í undanúrslit í austrinu: Lagði Hornets í fjórða sinn KÖRFUBOLTI Miami Heat tryggði sér sæti í undanúrslitum austur- deildar NBA-deildarinnar í fyrri- nótt þegar liðið bar sigurorð af New Orleans Hornets, 85-77, í sjö- unda og oddaleik liðanna í átta liða úrslitum. Miami Heat mætir Indiana Pacers í undanúrslitum en Pacers var með besta árangur allra liða í deildinni á tímabilinu og sópaði Boston Celtics, 4-0, í átta liða úrslitunum. Miami Heat lagði grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik en liðið leiddi í hálfleik, 41-31. Caron Butler var atkvæðamestur hjá Miami með 23 stig og tók 9 frá- köst, Lamar Odom skoraði 16 stig og tók 9 fráköst og Brian Grant skoraði 14 stig og tók 9 fráköst. Steve Smith skoraði 25 stig fyrir New Orleans og PJ Brown skoraði 10 stig og tók 9 fráköst. Miklu munaði fyrir New Orleans að besti maður liðsins, Baron Davis, náði sér ekki á strik og skoraði að- eins fimm stig enda meiddur á fjölmörgum stöðum. ■ STÓRLEIKUR BIBBYS Mike Bibby átti frábæran leik fyrir Sacra- mento gegn Minnesota. STEINDÓR GUNNARSSON Landsliðsþjálfari í sundi. Ýmislegt fram undan. Sjö Íslendingar fara á Evrópumótið í sundi í 50 metra laug: Stefnt á bætingu Alfreð tekur við kvennaliði ÍBV Tekur eiginkonu sínu, Evu Björk Hlöðversdóttur, fyrirliða Gróttu/KR, með til Eyja. HJÓNAKORNIN ALFREÐ FINNSSON OG EVA BJÖRK HLÖÐVERSDÓTTIR Voru í herbúðum Gróttu/KR á þessu tímabili en verða saman í Vestmanna- eyjum á því næsta. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.