Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 49

Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 49
FIMMTUDAGUR 6. maí 2004 SMS um nýjustu plöturnar Kill Bill Vol. 2: Original Soundtrack „Þannig er andrúmsloft seinni Kill Bill plötunnar jafn ólíkt fyrri plötunni og myndirnar eru ólíkar. Hér eru lögin ró- legri, yfirvegaðri og svalari. Þrjú lög eftir Ennio Morricone sem setja eiginlega tón- inn fyrir alla tónlist myndarinnar. Tar- antino hefur sagt að fyrri hlutinn sé „aus- tri“ og sá seinni „vestri“. Tónlistin smellpassar við þessar lýsingar, en ein- hvern veginn tekst honum að finna vest- ræn lög með austrænum áhrifum.“ BÖS Todmobile: Sinfónía „Þetta er kraftmikil plata sem þó nær einnig að tifa á léttu nótunum með fallegum sin- fóníutengingum á milli laga. Þá miklu stemningu sem fylgir því að sjá Todmobile á tónleikum fær maður hér beint í æð auk þess sem óperuskotin rödd Andreu Gylfa- dóttur á vel við í þessu umhverfi. Sinfónían og Todmobile smellpassa sem sagt saman þó svo að samstarfið komi best út í elstu og jafnframt bestu lögum sveitarinnar. Flott plata þar sem Todmobile sannar í eitt skiptið fyrir öll að þar fer tónleikasveit í hæsta gæðaflokki.“ FB Cannibal Corpse: The Wretched Spawn „Textarnir eru, eins og alltaf hjá Cannibaln- um, í sjúklegri kantinum enda hefur það verið stefna þeirra frá upphafi að syngja um neikvæða hluti sem nýtast hlustand- anum á jákvæðan hátt samkvæmt liðs- mönnum. Með þessari plötu er mönnum gert ljóst að þrátt fyrir að æðið fyrir dauðarokki hafi runnið sitt skeið, þá er nóg að gerast í tónlistinni enda vinsældir ekki mælikvarði á gæði. Dauðarokk hefur aldrei verið sterkara en einmitt í dag. Orð að sönnu.“ SJ Usher - Confessions „Það er því svolítið kaldhæðnislegt að á plötunni er Usher að tappa af hjartans- málum sem tengjast því flest hversu illa hann hefur farið að ráði sínum í kvenna- málum. Textar plötunnar eru eitt heljar- innar samviskubit þar sem hann biður hina einu sönnu ást afsökunar á því að hafa haldið framhjá henni ítrekað, barnað eina hjásvæfuna og ég veit ekki hvað og hvað. Síðan áttar hann sig ekkert á því af hverju hann er á bömmer!? En hversu siðblindur sem Usher er í einkalífinu þá hefur það ekki áhrif á tónlistargetu hans, Confessions er hörkufín plata, og stendur vel undir væntingum.“ BÖS DAVID BOWIE Gamla goðið var í góðum gír þegar þessi mynd var tekin af honum á mánudags- kvöldið. Þá var hann taka á móti viður- kenningu Audi and Conde Nast Publications fyrir ævistarf sitt.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.