Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 52

Fréttablaðið - 06.05.2004, Page 52
40 6. maí 2004 FIMMTUDAGUR FINGURKOSS Í ÁSTRALÍU Fyrirsætan klæðist flík eftir fatahönnuðinn Franciz sem er frá Singapúr. Sýningin fór fram á tískuvikunni í Ástralíu sem nú fer fram í Sydney. Pondus eftir Frode Øverli Söngkona Bangles skrifar handrit KVIKMYNDIR Susanna Hoffs Roach, fyrrverandi söngkona The Bangles, hefur ásamt tveimur félögum sín- um skrifað kvikmyndahandrit sem kallast Exorcism for Dummies. Hefur handritið þegar verið selt Revolution-kvikmyndaframleiðand- anum. Handritið, sem er á gamansöm- um nótum, fjallar um náunga sem þykist vera særingamaður en kemst síðan að því skelfingu lostinn að hann er það í raun og veru. Þess má geta að Susanna Hoffs er gift Jay Roach, leikstjóra Austin Powers-myndanna þriggja. Hann er um þessar mundir að leikstýra Meet the Fockers, framhaldi Meet the Parents, þar sem hann sat einnig í leikstjórastólnum. Ekki er vitað hvort Roach muni leikstýra myndinni sem gerð verður eftir handriti eiginkonunnar. Lítið hefur heyrst til The Bang- les upp á síðkastið en sveitin sló í gegn á níunda áratugnum með lög- um á borð við Walk Like an Egypti- an og Eternal Flame. ■ Einvalalið í nýrri teiknimynd KVIKMYNDIR Hollywood-leikararnir Keanu Reeves, Winona Ryder, Ro- bert Downey Jr. og Woody Harrel- son munu fara með aðalhlutverk- in í nýrri teiknimynd í vísinda- skáldsögustíl sem kallast A Scanner Darkly. Leikararnir munu leika í myndinni eins og um hefðbundna Hollywood-mynd sé að ræða en eftir það mun leikstjórinn Rich- ard Linklater teikna yfir allt sam- an. A Scanner Darkly gerist í framtíðinni og fjallar um eitur- lyfjalöggu sem ánetjast lyfjum og þjáist í kjölfarið af geðklofa. ■ 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Vinsælustulögin TOPP 20 - X-IÐ 977 - VIKA 19 Cold Hard Bitch Jet Check It Out Beastie Boys Float On Modest Mouse Slither Velvet Revolver Matinée Franz Ferdinand Talk Show Host On a Mute Incubus There Is No Home For You The White Stripes Fit But You Know It The Streets Human Calendar Moody Company Change the World P.O.D. Angel In Disguise Mínus Love Is Only a Feeling The Darkness Rising Dozer Kiss of Life Supergrass The Seed The Roots Orpheus Ash Bigmouth Strikes Again Placebo Winning Days The Vines Lying From You Linkin Park Sing For Absolution Muse BEASTIE BOYS Nýja lagið frá Beastie Boys fer rakleiðis í annað sæti listans. * - Listinn er valinn af umsjónamönnum stöðvarinnar. Stjörnustríð í sjónvarpið SJÓNVARP George Lucas, skapari Star Wars, hefur gefið grænt ljós á framleiðslu sjónvarpsþátta sem gerast í sama heimi og myndirnar. Einhverjar af þekktustu persón- um myndanna munu koma við sögu í þáttunum. Ekkert hefur verið gefið upp um það hvenær í tímalínu kvik- myndanna þættirnir gerast en lík- legast þykir að tímabilið á milli nýja og gamla þríleiksins verði fyrir valinu. Það þýðir að Svart- höfði, Loðinn, C-3PO, R2-D2, Jabba, Keisarinn, Obi-Wan Ken- obi og Tarkin ættu allir að koma við sögu. Jafnvel fáum við að fylgjast með ævintýrum Loga Geimgengils og Lilju prinsessu á yngri árum. Einnig hefur verið tekin endan- leg ákvörðun um að gera ekki fleiri kvikmyndir, en fyrir 20 árum síðan sagðist Lucas vera að íhuga að gera einhvern tímann kafla 7-9. ■ SVARTHÖFÐI Um 15 ár líða á milli kafla 3 og kafla 4 í Star Wars-kvikmyndaseríunni. Líklegt er að sjón- varpsþættirnir gerist á því tímabili. Þá verður Svarthöfði auðvitað í aðalhlutverki. THE BANGLES Susanna Hoffs Roach, önnur frá vinstri, hefur snúið sér að kvikmyndum eftir farsælan tónlistarferil. KEANU REEVES Keanu Reeves á flugi í The Matrix. Næsta verkefni hans er teiknimyndin A Scanner Darkly. Tíska Annað hvort er slökkt á símanum eða hann utan þjónustusvæðis! Vinsamlega reynið aftur síðar! Svona hefur þetta verið í hvert skipti síðan ég fékk núm- erið hennar! Skugga- legt!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.