Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.05.2004, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 22.05.2004, Qupperneq 30
3LAUGARDAGUR 22. maíl 2004 Þrátt fyrir að nú sé árstíminn sem bílar seljast hvað best er víða hægt að gera góð kaup á bílum. Ýmis tilboð eru í gangi hjá umboðunum og alltaf hægt að kom- ast að góðu samkomulagi á bílasölun- um. Hjá Ingvari Helgasyni stendur nú yfir til- boð á notuðum bílum. „Þetta er tekið af handahófi hjá okkur, mest eru þetta fólksbílar sem eru í kringum milljónina en lækka niður í 700 þúsund og jafnvel meira. Það er þessi 300.000 króna af- sláttur sem um er að ræða, en hér er miðað við beina sölu og engir bílar tekn- ir upp í kaupverð. Jeppar eru ekki á sum- artilboði enda hafa þeir verið að seljast ágætlega,“ segir Guðmundur Ólafsson söluráðgjafi. Guðmundur segir að heldur hafi verið uppgangur í bílasölu undanfarið en sum- artilboðin séu ekki árviss viðburður. „Hins vegar eru tilboð í gangi árið um kring á vefsíðunni okkar sem er ih.is.“ Hjá Bílamiðstöðinni fengust þær upplýs- ingar að hjá bílasölunum væru almennt ekki í gangi sérstök sumartilboð. „Það er þó alltaf einn og einn bíll sem dettur inn á tilboði,“ segir Þröstur Brynj- ólfsson, sölumaður hjá Bílamiðstöðinni. „Á móti er oft hægt að gera góð kaup, því staðgreiðsluafsláttur á meðalfólksbíl, sem kostar um það bil 700 þúsund, get- ur verið frá 150-200 þúsund. Sumir bílar eru þó alltaf á listaverði því þeir seljast jafnt og þétt.“ Þröstur segist ekki hafa orðið var við neinn samdrátt í bílasölu. „Það er meiri eftirspurn ef eitthvað er. En það sem selst alltaf best á vorin eru station-bílar og sjö manna jeppar. Sjálfskiptir dísiljeppar eru líka ofboðslega vinsælir á þessum tíma.“ Sumartilboð á bílum: Ódýr bíll fyrir sumarið Víða er hægt að gera góð bílakaup. Erlendur Egilsson, bílstjóri hjá Sæmundi í Borgarnesi, hefur stundað akstur í 44 ár og kann frá ýmsu að segja. Bílarnir eru honum meira en atvinnutæki, þeir eru líka hans áhugamál. Hann hefur undanfarið gert upp tvo gamla bíla af mikilli kostgæfni, GMC trukk frá 1942 og Ford-vörubíl af ár- gerðinni 1946. Við erum á rúntin- um í GMC-inum sem lítur út eins og nýr úr kassanum og Erlendur byrjar spjallið. „Ég fékk þennan bíl frá Bægisá í Hörgárdal. Hann var fluttur inn til landsins á stríðs- árunum og var notaður sem mjólk- urbíll fyrir norðan. Einkum í vetr- arakstri í snjó og ófærð. Baldvin Þorsteinsson mjólkurbílstjóri átti hann og bara gaf mér hann.“ Erlendur segir það hafa tekið hann fimm ár að gera trukkinn upp í frí- stundum en því lauk hann fyrir þ r e m u r árum. „Hann var illa farinn, eiginlega helvíti ljótur,“ segir hann spurður um ástand gripsins þegar hann fékk hann í hendur. „Ég fékk tölu- vert mikið af varahlutum frá norska hernum, komst í samband við klúbb í Noregi sem sérhæfir sig í þessum herbílum og karlarn- ir þar voru voða liprir við mig. Svo var þetta ágæta númer laust, U6, og ég fékk það. Það var á svona bíl.“ Hann kveðst hafa haft taugar til tegundarinnar. „Ég var búinn að vinna á svona trukk þeg- ar ég var hjá Vegagerðinni á Reyð- a r - firði og líka á Ford. Annars voru þeir að leggjast af þegar ég byrj- aði.“ Þegar hér er komið í samtalinu erum við að beygja inn á plan þar sem Fordinn stendur, flösku- grænn og glansandi, með tréskjól- borðin sín og það er eins og hann brosi til eiganda síns. „Hann er nú samtíningur þessi,“ segir Erlendur rukkaður um sögu. „Sumt af honum fékk ég frá Svíþjóð, annað frá Ameríku og afganginn hér innanlands. Ég safnaði þessu saman og lauk við bílinn í vetur eftir þriggja ára vinnu við hann í frí- stundum.“ Þetta eru mikl- ir kjörgripir og ekki kveðst Erlendur hafa hug- mynd um stundafjöldann sem í þá hefur farið, né heldur kostnaðinn. „Ég er bara að þessu ánægjunnar vegna og strákarnir mínir eiga þetta með mér,“ segir hann og lítur hlýlega á gömlu farkostina. gun@frettabladid.is Frístundunum varið í fornbíla: Mjólkurbíll að norðan og Ford úr austri og vestri Erlendur Egilsson við hina glæsilegu gömlu bíla sem eitt sinn þóttu stórir. Nýr Colt væntanlegur: Spennandi bíll Nýr Mitsubishi Colt var frumsýndur í vor á stóru bílasýningunni í Genf. Bíllinn er afrakstur mikillar þróunarvinnu undanfarinna ára og er sá fyrsti úr samstarfi Mitsu- bishi Motors og DaimlerChrysler. Bíllinn fer á markað í Evrópu nú í upp- hafi sumars og er væntanlegur hingað til lands með haustinu. Colt 2004 er nýr bíll í mörgum skilningi, til dæmis er útlitið gerólíkt fyrirrennaranum. Bíllinn verður fáanlegur bæði með bensínvél og dísilvél, beinskiptur og sjálfskiptur Mitsubishi Colt kom fyrst á markað 1978 og eru 800 þúsund eintök seld af bílnum. GMC trukkur frá 1942. Ford-vörubíll af árgerðinni 1946. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.