Fréttablaðið - 22.05.2004, Page 41

Fréttablaðið - 22.05.2004, Page 41
Lopapeysa, höfuðfat og bokkaí buxnastreng. Þetta var bún- aðurinn sem þurfti á sveitaböll- in í den. Í þá daga voru slíkir dansleikir haldnir í hverri sveit og allir fóru á ballið, sveitungar, nærsveitungar og íbúar nær- liggjandi bæjarfélaga. Góð stemning skapaðist í hlaðinu, þar var spjallað um landsins gagn og nauðsynjar, og einstaka ómerkilegri mál líka, og auðvit- að teygað. Svo var farið inn. Hörkutól stíga ekki dans en sitja þess í stað að sumbli og horfa á dömurnar skekja sig í takt við tónlistina. Hljómsveitin að sunnan með magnara og ljós af dýrustu sort. Misskilningur veldur kjaftshöggi sem svo veldur átökum sem enda með hópslagsmálum. Grömum hent út og ballið heldur áfram. Að því loknu er gengið út í nóttina, heppnir með förunaut - sjaldn- ast þó lífsförunaut. Svona gengu helgarnar, hringinn í kringum landið og í innsveitum líka, allt fram að sláturtíð. Lopapeysan víkur En svo kom bjórinn og með honum breyttist allt. Skemmt- anahald færðist meira og minna úr sveitunum og inn í þorpin og bæina. Krár spruttu upp eins og ber á lyngi og séðir veitinga- menn komu upp sviði og dans- gólfi svo hægt væri að bjóða upp á lifandi tónlist. Slíkum skemmtunum óx ásmegin og fyrr en varði voru „stóru“ hljómsveitirnar farnar að troða þar upp en létu félagsheimilin eiga sig. Stærri samkomuhús innan bæjarmarka nutu einnig góðs af þróuninni. Og straumurinn snerist við. Í stað þess að þorpsbúarnir sæktu böll í sveitirnar þurfti fólk til sveita að fara á böll í kaupstöð- unum. Stemningin er allt önnur, ekkert er um djúsirí fyrir utan, allir fara inn og beint á barinn. Drukkinn er bjór í stað brenni- víns áður. Lopapeysan hefur vikið fyrir blazerjakka. Um leið hefur það gerst að ferðamálafulltrúi hefur verið ráðinn til starfa í hverju sveitar- félagi og ekkert sveitarfélag stendur undir nafni ef það held- ur ekki sína bæjarhátíð yfir sumarmánuðina. Humardagar, danskir dagar, norskir dagar, fiskidagar, mærudagar, stuð- dagar, gleðidagar, ormsteiti, ljósahátíð og töðugjöld eru dæmi um bæjarhátíðir þar sem hversdagurinn er látinn lönd og leið og allir leggja sem mest kapp á að skemmta sér. Herleg- heitunum lýkur svo jafnan með miklu balli, stærsta balli ársins á hverjum stað. Fallin vígi Hér að ofan er örlítið ýkt, lín- urnar eru ekki svona tandur- hreinar. Auðvitað eru enn haldin sveitaböll en þeim hefur snar- fækkað. Aðeins „heitustu“ hljómsveitir landsins treysta sér til að leika í félagsheimilun- um enda fjárhagsleg áhætta talsverð þar sem kostnaðurinn er dágóður. Gömul vígi í sveita- ballamenningunni eru því fallin og margt félagsheimilið má muna sinn fífil fegurri. Ara- tunga, Árnes, Borg, Breiðablik, Dalabúð, Freyvangur, Hlaðir, Hvoll, Logaland, Lyngbrekka, Lýsuhóll og Sólvangur eru dæmi um félagsheimili vítt og breitt um landið þar sem hressileg sveitaböll voru haldin á árum áður en þykja ekki fýsileg til dansleikjahalds í dag. Glæður eru hins vegar enn í húsum á borð við Húnaver, Logaland, Miðgarð, Njálsbúð og Ýdali þó ekki séu böllin jafn tíð og fjöl- sótt og fyrir nokkrum árum. Þá eru einnig stöku böll í Víðihlíð og Félagsheimilið í Hnífsdal. Hvar er þá dansað? Helstu ballhúsin utan höfuð- borgarsvæðisins er nú að finna í stærri bæjum landsins og þar eru jafnan seldar vínveitingar. Sögufrægust þeirra eru Sjallinn á Akureyri og nafni hans á Ísa- firði en dæmi um önnur slík eru: Breiðin á Akranesi, Hótel Stykkishólm- ur, Hótel Húsavík, Valaskjálf á Egils- stöðum, Egils- búð í Nes- k a u p s t a ð , Hvíta húsið á Selfossi, Sjávarperl- an í Grinda- vík, Stapinn í Reykjanes- bæ og Höll- in í Vest- mannaeyj- um. Á höfuð- borgarsvæðinu eru svo Nasa, Gaukur á stöng, Klúbburinn og Players þeir staðir sem helst bjóða upp á lif- andi tónlist með v i n s æ l u s t u hljómsveitum landsins. Algengt er að verð aðgöngu- miða á ball í vín- veitingahúsi sé á bilinu eitt þús- und til átján hundruð krón- ur en verðið fer allt upp í tvö og fimm í félagsheimilum. Sú var tíðin að sveitaballaverðið var miðað við verð brennivínsflösku en sú við- miðun féll úr gildi fyrir nokkrum árum eins og sjá má af því að bokkan er komin upp í rúman þrjú þúsund kall. Ferðalagið Líkt og vanalega munu fjöl- margar hljómsveitir gera víð- reist í sumar en með mismikilli viðhöfn. Á meðan sumar láta sér nægja að troða tækjunum í lít- inn sendiferðabíl dugar öðrum ekkert minna en heilu lang- ferðabifreiðarnar. Og rúturnar eru ekkert smá slor, búnar koj- um, ísskápum og dvd-spilurum þannig að ekki ætti að væsa um menn á langferðum. Sumar sveitir hafa reyndar þann hátt- inn á senda tækniliðið landleið- ina með græjurnar en fljúga sjálfar. Búnaður hljómsveitanna er misjafn að vöxtum, allt frá ein- földustu söngkerfum upp í heilu stæðurnar af mögnurum og há- tölurum, ljósagrindum og reyk- vélum. Kostun innan poppheimsins hefur færst í vöxt og er nú svo komið að ekkert almennilegt band leggur land undir fót nema njóta til þess stuðnings stórfyr- irtækja. Rútur eru þá merktar kostandanum, sem einnig stend- ur straum af auglýsingakostn- aði. Uppákomur eru svo haldnar í hans nafni á helstu þéttbýlis- stöðum. Dæmi um slíkt eru samningar Í svörtum fötum og Tryggingamiðstöðvarinnar, Skítamórals og Retró og Flugfé- lags Íslands, Írafárs og Símans, Á móti sól og Iceland Express. Hverjir gera það gott? Viðmælendum Fréttablaðsins bar saman um að nokkrar hljóm- sveitir ættu gott sumar í vændum og eru þær allar í hópi helstu ball- sveita landsins. Í svörtum fötum, Á móti sól, Skítamórall og Stuð- menn voru sagðar gera það gott, sem og Paparnir og SSSól. Brimkló og Hljómar verða einnig á ferðinni einhverjar helgar og sömu sögu er að segja af Írafári, Sniglabandinu og Milljónamæringunum. Auðvitað blása mun fleiri hljómsveitir til dansleikja hringinn í kringum landið og aldrei að vita nema bönd á 28 22. maí 2004 LAUGARDAGUR Sveitaballamenningin er að líða undir lok. Það sem enn eimir eftir af henni má frekar flokka til varðveislu þjóðlegra hátta fremur en viðtek- inna venja í skemmtanahaldi. Böllin hafa að mestu færst úr félagsheimilum sveitanna inn á vínveitingahús þéttbýlisstaðanna. Dansað, daðrað og drukkið af stút En svo kom bjórinn og með honum breyttist allt. Skemmtana- hald færðist meira og minna úr sveitunum og inn í þorpin og bæina. Krár spruttu upp eins og ber á lyngi og séðir veitingamenn komu upp sviði og dans- gólfi svo hægt væri að bjóða upp á lifandi tónlist.“ ,, Í SVÖRTUM FÖTUM Sjálfsagt vinsælasta hljómsveit landsins þessi dægrin. Á DANSGÓLFINU Heldur er ólíklegt að þessi sjón verði al- geng á sveitaböllunum í sumar. STUÐMENN Hljómsveit allra landsmanna lætur ekki sitt eftir liggja í sumar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.