Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 22.05.2004, Blaðsíða 42
LAUGARDAGUR 22. maí 2004 29 borð við Greifana, Sóldögg og Land og syni taki sig til og slái upp böllum hér og þar. Geirmundur Valtýsson slær auðvitað ekki slöku við frekar en fyrri daginn og þá má búast við að einhverjir dusti rykið af gíturunum og rifji upp gamla takta. Þegar hefur hugsanleg endurkoma Egósins verið tíund- uð í Fréttablaðinu og heyrst hef- ur að gleðipinnarnir í Vinum vors og blóma hyggi á spila- mennsku, þó í litlum mæli verði. Þolinmæði og dugnaður Heimir Eyvindarson er hljómborðsleikari í hljómsveit- inni Á móti sól og sér um bókan- ir og utanumhald á þeim bæn- um. Hann segir sumarið leggj- ast afar vel í sig eins og reyndar öll sumur og búið sé að ganga frá dagskrá sumarsins. „Þetta var að klárast. Við gengum snemma frá nokkrum föstum póstum og héldum nokkrum helgum lausum sem nú eru frá- gengnar.“ Á móti sól er með vin- sælli ballsveitum landsins en Heimir segir vinsældirnar ekki hafa komið af sjálfu sér. „Ég held að þolinmæði og dugnaður hafi gert okkur að því sem við erum. Við áttum vinsælt lag í upphafi ferlisins en það var ekki þar með sagt að fólk kæmi á böllin okkar.“ Vinsælu lögunum hefur snar- fjölgað með árunum og þegar svo er komið fer að gæta al- mennilegrar ballaðsóknar. Heimir bætir reyndar við að það sé nauðsynlegt að menn hafi líka gaman af þessu, öðruvísi gangi þetta ekki upp. Hann neitar því hins vegar að mikið sé upp úr spilamennsk- unni að hafa. „Sú tíð er liðin. Menn fengu miklu hærri laun fyrir nokkrum árum. Við bætum það hins vegar upp með því að spila oftar, t.d. í félagsmiðstöðv- um í miðri viku.“ Heimir er ekki að fullu sáttur við þróunina sem orðið hefur í ballbransanum, að böllin hafi færst úr sveitunum og á þéttbýl- isstaðina. „Við reynum að stan- da vörð um sveitaböllin og spil- um t.d. alltaf einu sinni til tvis- var í Miðgarði í Skagafirði. Það er í raun eina sveitaballahúsið sem er í gangi af einhverju viti og þar verða oftast skemmtileg- ustu böllin.“ Svipuð laun og hjá blaða- mönnum á Fréttablaðinu Einar Örn Jónsson hljómborðs- leikari Í svörtum fötum er jafn- framt í hlutverki umboðsmanns sveitarinnar. Sumarið leggst ágæt- lega í hann. „Við erum bókaðir fram í september og þetta var eig- inlega frágengið í mars.“ Aðspurð- ur segir hann að meira sé um að hringt sé í hljómsveitina til að fá hana til ballhalds en að hún hringi og falist eftir að fá að spila. Má segja að það sé til marks um vin- sældirnar. „Við erum með talsvert mörg böll á bæjarhátíðunum vítt og breitt um landið en tökum eitt og eitt hefðbundið sveitaball líka.“ Einar Örn saknar þeirra tíma þegar sveitaböllin voru allsráð- andi. „Það er óhætt að segja að maður líti nostalgískum augum til unglingsáranna þegar maður var sjálfur að fara á sveitaböll,“ segir hann, en bætir þó við að mönnum hafi tekist merkilega vel upp við að færa stemninguna úr félags- heimilunum og inn á ballstaði dagsins í dag. Þó muni auðvitað um unga fólkið sem ekki fær að- gang að vínveitingahúsunum. Í svörtum fötum ætlar þó að gera sitt til að rífa upp gömlu stemn- inguna og verður t.d. í Njálsbúð þann 10. júlí og verða þá sæta- ferðir úr bænum. En hvað með launin, eru þau góð? „Nei, ætli þetta sé ekki svip- að og hjá blaðamanni á Frétta- blaðinu,“ segir hann og hlær. „Í gamla daga keyptu menn sér hús eftir sumarið en það er ekki þan- nig í dag.“ Hann segir lykilinn að vel- gengni á ballmarkaðnum vera að höfða til breiðs hóps. „Það er okk- ar kostur. Eldri kynslóðin hefur minnkað við sig ballferðirnar og því gott að höfða til hennar og fá hana á böllin okkar.“ bjorn@fret- tabladid.is bjorn@frettabladid.is SVEITABALL ÓMARS RAGNARSSONAR Sveitaball, já, ekkert jafnast á við sveitaball, þar sem ægir saman alls kyns lýð í erg og gríð að kela kátt hver á sinn hátt. Þar eru ungmeyjar og allt upp í uppskorpnaðar gamlar kerlingar. Já, þar er úrval mest og menn sér skemmta best, ef það er ekta sveitaball. Sveitaball, það er í orðsins merking sveitaball. I hrundahamstri maður svitnar þar og hitnar þar af átökum að reyna ná tökum á einhverri. Með skörpum augum menn þar skima lon og don í sveita andlits við að leita að andliti, sem gefur góða von. Sveitaball, öll kvennagullin elska sveitaball. Því næði gefst þeim til að gramsa þar og kjamsa þar á kjömmunum jafnvel á ömmunum. Og öll þau ó- hljóð úti á hlaði mynda hrærigrautar- glaum er breimakattarbrölt blandast við vélarskrölt, rokklög og tapp og kjaftakraum. Sveitaball, já, allir töffarar elska sveitaball. Á bílum glanna þeir úr borginni og bokkunni þeir hampa hátt. Sinn mikla mátt þeir sýna meyjunum og slást og slarka og sláni margur síð- ast skreið. Svo draujað dauðum heim svo dáldið sjatni í þeim því annars yrði mamma reið og „karlinn“ alveg „knall“. Þá yrði engin leið - að fá að skreppa á skrall á skæslegt sveitaball. ÓMAR RAGNARSSON Gerði það gott á sveitaböllunum með Sumargleðinni í den. PAPAR Írsku tónarnir eiga vel upp pallborðið hjá ballþyrstum Íslendingum. SKÍTAMÓRALL Ferðast um landið með Bylgjunni í sumar. Á MÓTI SÓL Þykja hressir og skemmtilegir. ÍRAFÁR Nýtur hylli víða um land, ekki síst meðal yngri kynslóðanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.